26.11.2008 | 18:34
Bankaleyndin afnumin
Þá er loksins hægt að byrja að rannsaka hrunið. Núna geta aðila ekki lengur komið og sagt, "það var ekki ég"
Ég veit allavega að það var ekki ég.
Víðtækar rannsóknarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2008 | 18:25
Mjög skiljanlegt
Fyrir mína parta þá skil ég vel að þessi ágæti frændi okkar hafi þurft að fá sér aðeins neðan í því til þess að þola fund eða boð með Utanríkisráðherranum.
Ég held að ég gæti ekki verið með henni á fundi eða í veislu, ófullur
Sakaður um að hafa verið ölvaður í boði hjá Ingibjörgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 23:03
ÁFRAM ÍSLAND
Sýnum nú samtöðu og vinnum okkur saman út úr hlutunum.
Við höfum öll val um það að vinna sameinuð með stjórnvöldum. Sundrung skilar okkur engu nema leiðindum.
Ég segi enn og aftur ÁFRAM ÍSLAND
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.11.2008 | 18:04
Nauðsynlegar upplýsingar
Mjög gott er að þessar upplýsingar skuli koma fram nú. Meint fórnarlamb var sem sagt ekki eins saklaust og menn vilja meina.
Skipuleggjandi mótmælanna á Austurvelli ber ábyrgð á því að hópur fólks fór á lögreglustöðina og lagði þar allt í rúst. Hann hvatti aðila til þess að fara þangað og mótmæla.
Er hann þá ekki ábyrgur í því máli og þarf að segja af sér?
Ég bara spyr
Var ekki látinn vita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.11.2008 | 08:54
Óheilindi Samfylkingarinnar koma í ljós?
Fyrir allnokkru síðan, þegar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur fóru saman í ríkisstjórn þá varaði ég við því að Samfylkingin myndi nota fyrsta tækifæri, og það á ögurstundu, til þess að slíta samstarfinu.
Þá taldi ég reyndar að formaður Samfylkingarinnar myndi gera það, og má vera að hún sé nú að þessu á bak við tjöldin.
Núna, þegar ljóst er að IMF samþykkir lánið og uppbyggingin getur hafist, hleypst þetta fólk undan merkjum.
Ég vona innilega að óheilindi Samfylkingarinnar, sem ég spáði, séu ekki að koma í ljós
Gagnrýnir Björgvin og Þórunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2008 | 00:21
Marktæk niðurstaða?
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart nú en úrtakið er heldur ekki mjög stórt.
Núna þarf að greina vel kosti og galla þess að inn í ESB, en miðað við hvað við vorum máttlítil og undir hælnum þegar kom að láninu hjá IMF þá finnst mér einsýnt að við yrðum gleypt að eilífu ef við færum inn í ESB.
Ég er allaveg á þessari skoðun nú
Meirihluti styður ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008 | 23:09
Til hamingju Ísland?
Þá er þetta loksins gengið í gegn, en verður þetta okkur til bóta?
Ég ætla rétt að vona það
IMF samþykkir lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
2.11.2008 | 22:40
Setjum allt upp á borðið
Er ekki rétt núna að allt sem snýr að inngöngu í Evrópusambandinu verði sett upp á borðið.
Í dag má segja að ekkert af því sem gerst hefur á undanförnum hefði ekki gerst ef við hefðum gengið inn í Evrópusambandið, en þetta er ekki þannig.
Ég þekki ekki kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið - þannig er um mjög marga
Tilbúin að endurskoða afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2008 | 21:48
Ánægjuleg frétt - loksins
Þetta verður að teljast besta frétt sem við höfum heyrt lengi.
Vonandi fáum við að heyra meira af svona fréttum.
Ég verð að vona það fyrir okkar hönd
Hafa endurráðið starfsfólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2008 | 23:34
Áfram Ísland
Þrátt fyrir ákafar spurningar annars ágæts þáttarstjórnanda Kastljóssins fannst mér Geir svara vel þeim spurningum sem hægt er að svara á þessari stundu.
Geir er orðvar maður og segir ekki eitthvað sem hann getur ekki staðið við eða eitthvað sem hann getur ekki sagt frá á þeirri stundu.
Það er greinilegt að Geir finnst ekki gott hvernig málin eru komin en hann segir mjög afdráttarlaust "Við munum ekki láta kúga okkur í þessu máli" og finnst mér þau skilaboð segja að við verðum ekki buguð svo auðveldlega.
Sigmar fannst mér oft á tíðum vera of óþolinmóður við Geir en hann greip að mér fannst of oft fram í fyrir Geir og finnst mér þannig spyrlar ekki mjög trúverðugir.
Við eigum öll að vinna saman að því að fara í gegnum þetta tímabil og ekki alltað að vera benda á þennan eða hinn og segja þú gerðir þetta eða þessi gerði þetta. Ráðamenn þjóðarinnar eiga að fá tækifæri til þess að útskýra sitt mál þegar þeir gefa kost á sér í viðtal eins og þetta en ekki að sitja undir árásum um hver gerði hvað.
Aðra tíma á að nota í þá hluti.
Ég segi áfram Geir - ÁFRAM ÍSLAND
Við munum ekki láta kúga okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)