22.2.2009 | 23:20
Eins og maður með mönnum
Þá er maður "loksins" kominn með facebook og er það jafnvel enn meira ávanabindandi en það getur verið að halda úti blogsíðu.
Málið var bara að ég var sá "eini" sem átti ekki svona síðu og varð því að láta slag standa og stofna eina þannig.
Hið rétta er reyndar að vaskir nemendur sem voru með mér í Laugarnes- og Laugalækjarskóla ætla að standa fyrir reunion nú í mars og er facebook síða notuð til þess að koma fagnaðarerindinu áfram.
Ég hlakka mikið til að hitta gömlu félagana en veit ekk hvort ég sé glaður að vera kominn inn á Face-ið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2009 | 21:47
Sporin skelfa
Þeir sem eldri eru muna mjög vel hvernig ástandið var á árum áður þegar vinstriflokkar voru við stjórnvölinn.
Þeir sem eldri eru muna vel eftir skattpíningu vinstri stjórna, gengisfellingum og hinum alræmda Skattmann sem alla var að drepa með sköttum og álögum.
Þeir sem eldri eru muna vel að vinstristjórnir hafa staðið fyrir skattheimtu, höft og minni þjónustu.
Þeir sem yngri eru ættu að muna að mesta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar varð til undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.
Bæði ungir og aldnir ættu að hlusta vel á málflutning nýrrar ríkisstjórnar. Þau vilja núna fara auðveldu leiðina sem alltaf var farin á árum áður. Hækka vexti og skerða þjónustu.
Góðir hlutir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir á undanförnum 18 árum mega ekki falla í skuggann af þeim atburðum sem dunið hafa yfir á okkur á undanförnum vikum og mánuðum.
Ég hvet ala til þess að kynna sér gjörninga undanfarinna vinstristjórna
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.2.2009 | 17:11
"Áhersla verði lögð á vinnumarkaðsaðgerðir"
Fyrirsögnin hér að ofan er tekin beint úr "Aðgerðaráætlun ríkisstjórnar febrúar til maí 2009", (af www.XS.is) og verður að teljast einkennilegt, ef á að afnema gjörning sem talið er að skapi 200-300 ný störf.
Hvalveiðar eru einnig taldar góð leið til þess að stækka þá stofna sem við erum að veiða, en veiði úr þeim stofnum hefur verið verulega skert á undanförnum árum.
Samkvæmt skoðanakönnun Gallup eru um 70% landsmanna hlynntir því að hefja hvalveiðar og er ég einn af þeim.
Á að taka mark á þessari skoðanakönnun?
Ég hreinlega trúi ekki að ný ríkisstjórn ætli afnema veiðarnar
Meirihluti fylgjandi hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 22:00
"ætlum að skoða"
Hlustaði í kvöld í Kastljósinu á viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur og hef ég ekki tölu á því hvað hún svarði oft að það ætti að skoða þetta og hitt.
Minnugur þess að Samfylkingin sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í vegi fyrir málum sem þau hafi viljað koma í framkvæmd þá skil ég ekki alveg af hverju þau mál eru ekki tilbúin, kynnt og komið í framkvæmd.
Eitt er það mál sem ekki virðist lengur í skoðun, en það er innganga í Evrópusambandið, en það er ekki á dagskrá hjá nýrri ríkisstjórn.
Öll "brýnu" málin eiga nú að vera í skoðun næstu mánuðina og spyr maður sig því að því hvort að sú forgangsröð að koma Seðlabankanum í enn meira uppnám eftir að hafa sett fjármálaeftirlitið í upnám segi ekki allt um það að þessi ríkisstjórn ætli aðeins að vera í "poppúlistamálum" og láta stærri málin sitja á hakanum.
Ég skora á þig Jóhana að láta nú verkin tala, eða er þinn tími ekki kominn?
Seðlabankastjórar víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.2.2009 kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 17:34
Það var önnur frétt í Baugsmiðlum í gær
Í gær voru fréttir um það á Bylgjunni og á Visir.is að einhverjir mótmælendur ætluðu sé að mótmæla rúmlega 12% hækkun í Krónunni en ég tók sérstaklega eftir því að mbl.is sá ekki ástæðu til þess að minnast á það.
Hér kemur linkurinn á fréttina á visir.is http://www.visir.is/article/20090128/FRETTIR01/913039393
Núna verður fróðlegt að sjá hvort Bylgjan og Vísir.is munu koma með frétt um að Bónus hafi hækkað mest og Krónan minnst.
Ég bíð eiginlega spenntur eftir því að sjá það.
Bónus hækkar mest en Krónan minnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 22:18
Eru VG liðar gengnir af göflunum?
Það hlýtur að verða að fá svör frá Steingrími og co um þessi ummæli Jóhönnu um að Samfylkingin sé "nær Evrópu með Vinstri Grænum", en þeir hafa verið hatrammir andstæðingar ESB frá upphafi.
Er það nú að gerast að VG sé að gefa eftir til þess að komast til valda?
Ég held að alþjóð hljóti nú að kalla eftir svörum frá VG
Nær Evrópu með Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 17:03
"Við munum skila láninu til AGS"
VG eru strax byrjuð að rugla í AGS, og stjórnin er ekki ennþá orðin til. AGS mun örugglega taka á móti okkur með bros á vör og ráðstafa fénu í eitthvað annað.
Næst munu þau sennilega gera tillögu um að renna saman Landsbankanum, Glitni og Kaupþing og búa til "einn ríkisbanka".
Ég á ekki til orð
Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 13:36
Baráttukveðjur til Geirs og Ingu Jónu
Góði Geir og Inga Jóna
Gangi ykkur sem allra best í þeim erfiðleikum sem að ykkur steðja
Ég sendi ykkur góðar hugsanir og baráttukveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 17:06
Ættarmót afkomenda Péturs Pétursson og Unu Stefaníu Stefánsdóttur
Fjarskyldar frænkur mínar (sem ég man ekki eftir að hafa hitt) eru að blása til ættarmóts á Hallormsstað næsta sumar, nánar tiltekið 26-28 júní.
Þau sem verða þarna eru afkomendur Péturs Pétursson og Unu Stefaníu Stefánsdóttur, og kann ég ekki alveg að telja í hvaða ættlið ég er þar. Búið er að útbúa ættartré á vefnum undir þeim hjónum og er fjöldinn sem kominn er inn á tréð tæplega 800 manns núna þannig að þetta verður örugglega mikill fjöldi.
Það er mikið þrekvirki að standa fyrir viðburði eins og þessum og tek ég ofan fyrir þessum kjarnorkukonum að leggja út í þetta þrekvirki.
Núna þarf maður bara að byrja að safna þannig að maður getir farið á myntkörfunni austur með skuldahalann á eftir sér.
Ég hlakka til að hitta allt þetta fólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2008 | 16:29
Jóla- og áramótakveðja
Óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og vona að áramótin og nýja árið fari vel í ykkur.
Takk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu.
Ég vona að nýja árið muni færa okkur gleði og góða tíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)