ÁFRAM ÍSLAND

Sýnum nú samtöðu og vinnum okkur saman út úr hlutunum.

Við höfum öll val um það að vinna sameinuð með stjórnvöldum.  Sundrung skilar okkur engu nema leiðindum. 

Ég segi enn og aftur ÁFRAM ÍSLAND


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Núna skil ég Svein ekki alveg

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.11.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það er kannski vandinn í hnotskurn Gísli. Þessi rétt tæpi helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum sem enn svarar spurningum um stuðning við flokkinn játandi í skoðanakönnunum, virðist bara einfaldlega ekki skilja málið.

Þessi hópur fenjafólks (eins og félagi Grímur Atlason nefndi það) sem græðir á daginn og grillar á kvöldin (eins og Hannes Hólmsteinn nefndi það) er nefnilega bara ekki nægjanlega pólitískur og gagnrýnin í hugsun til þess að sjá út fyrir setta stefnu leiðtoganna sinna.

Núna er yfirlýst stefna forystu Sjálfstæðisflokks um upplýsingar út á við að virðist tvíþætt, þú átt líklega eftir að blogga um seinni hlutann:

1. Stöndum saman í gegnum þetta (um 71% þjóðarinnar stendur saman, en bara ekki með ríkisstjórninni, það er vandinn).

2. Það er engin leið að stefna á kosningar í febrúar.  Hér virðist skuggaráð Sjálfstæðisflokksins hafa fundið nánast óskeikula leið til þess að dreifa fókusnum hjá fólki. Staðreyndin er að flest okkar vilja ekki kosningar í febrúar þó að VG hafi lagt það til (reyndar það eina sem þeir hafa lagt til í 8 vikur). Við viljum hins vegar æði mörg kosningar í vor og það er VEL geranlegt.

Stór hluti okkar mun kjósa nánast hvaða hreyfingu sem kemur ný fram á sjónarsviðið eða endurnýjuð, frekar en valdablokkirnar sem nú sitja sem fastast á stólunum sínum.

Baldvin Jónsson, 25.11.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Baddi, ég verð að segja að það er hálf fyndið að taka einhverja skoðanakönnun í miðjum brotsjó og taka það sem einhvern heilagan sannleik.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.11.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fyndið??  Er það þá ekki álíka fyndið bara og veruleika firringin "Stöndum saman"?

Fólkið sem er nú að taka ákvarðanir um framtíðina þína og þinnar fjölskyldu er almennt skuldlaust fólk, og sérstaklega eftir hvítþvottinn við bankayfirtökuna.

Hvað ert þú tilbúinn til að borga mikla peninga í reiðufé í afleðingarnar?

Geir þyrfti ekki nema að gera tennt til þess að stórauka vinsældir sínar. Losa okkur við hryðjuverkamanninn á svörtu loftum og biðjast opinberlega afsökunar.

Þess í stað sýnir hann okkur ítrekað einstrengingshátt og yfirlæti.

Ég held að það sé það öðru fremur sem fólki virkilega misbýður.

Baldvin Jónsson, 25.11.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Bíddu nú við, Alþingi vildi ekki breytingu.

Er það ekki lýðræðislegt?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.11.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það væri lýðræðislegt Gísli EF að Alþingi hefði stuðning landsmanna til ákvarðanatöku. Það er hins vegar ekki svo í dag og ríkisstjórnir hafa verið endurnýjaðar allt í kringum okkur af mun minni tilfellum.

Það var hins vegar ekki verið að ræða stuðning landsmanna við ríkisstjórnina nema að litlu leyti í gær. Það sem gerðist í gær var að mínu mati fyrst og fremst lýðskrum stjórnarandstöðunnar til þess að koma eigin persónum í sviðsljósið. Fyrir mér hefði þessi vantrausttillaga fyrst haft eitthver mögulegt gildi ef henni hefði fylgt tillaga að lausn. En svo var ekki.

Bara hróp og köll á sakbendingar á aðra. Sást best á hversu skelfilega veiklulegur málflutningur Framsónarmanna var þarna.

Baldvin Jónsson, 25.11.2008 kl. 16:15

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég skil hvað þú ert að fara Baddi, en er Alþingi ekki treystandi til þess að ákvarða um þetta?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.11.2008 kl. 16:54

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Um það snúast nú mótmælin Gísli minn, fólkið sem þar er að sýna vilja sinn er einmitt alls ekki á því að Alþingi sé treystandi fyrir verkinu. Það er heila málið.

Raunar finnst mér afar merkilegt að megin innihald umræðunnar skuli hafa farið svo gjörsamlega fram hjá þér. Er að mínu mati til marks um að það þurfi augljóslega að skerpa enn frekar á því.

Það er þó án vafa ekki ástæða þess að Geir kýs að heyra þetta ekki.

Baldvin Jónsson, 25.11.2008 kl. 18:30

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

"Gísli minn", ...mjög föðurlegt.

Eggið að kenna hænunni

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.11.2008 kl. 19:00

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég skal alveg vera egg ef þér líður eitthvað betur með það. Skrifum mínum var ekki ætlað að vera niðrandi á nokkurn máta og var þarna tilvísun frekar í það að mér þykir vænt um okkar æsku kynni.

Þekki ekki heldur þína pólitísku fjölskylduhagi, en get fullvissað þig um að ég hef alist upp við pólitískt tal til stuðningi Sjálfstæðisflokki frá barnæsku og var fyrst skráður í Heimdall 14 ára.  Afi minn heitinn í móðurætt var alharðasti Sjálfstæðismaður sem að ég hef fengið að kynnast og ég er þess fullviss að hann sé búinn að bylta sér stöðugt í gröfinni undanfarin ár eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti algerlega sýn á sína eigin stefnuskrá og hóf vinavæðinguna af fullum krafti.

Það meina allir vel, m.a.s. flestir glæpamenn eru þess fullvissir að þeir séu með gott hjarta. Það vilja allir vel, en hrokinn sem felst í því að kafsigla þjóðinni og neita svo að láta af störfum vegna þess að menn eru engu að síður algerlega sannfærðir um eigið ágæti er bara einfaldlega fáránlegur.

Ef ég sæti sem forstjóri fyrirtækis og meðan að ég gerði mitt besta í góðri trú, tæki aftur og aftur ákvarðanir sem að kostuðu fyrirtækið stórfé, þá yrði ég rekinn. Algjörlega óháð því hvort að mér finnist ég vera drengur góður og hafa verið að gera mitt besta.

Baldvin Jónsson, 25.11.2008 kl. 21:11

11 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Baddi, ég tók þessu engan vegin niðrandi.

Er samt ánægður með það þegar menn standa á sinni sannfæringu.

Ég er alinn upp á Framsóknarheimili

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.11.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband