Óheilindi Samfylkingarinnar koma í ljós?

Fyrir allnokkru síðan, þegar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur fóru saman í ríkisstjórn þá varaði ég við því að Samfylkingin myndi nota fyrsta tækifæri, og það á ögurstundu, til þess að slíta samstarfinu.

Þá taldi ég reyndar að formaður Samfylkingarinnar myndi gera það, og má vera að hún sé nú að þessu á bak við tjöldin.

Núna, þegar ljóst er að IMF samþykkir lánið og uppbyggingin getur hafist, hleypst þetta fólk undan merkjum.

Ég vona innilega að óheilindi Samfylkingarinnar, sem ég spáði, séu ekki að koma í ljós


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eitt það versta sem gæti gerst núna væri að fara í kosningar - þar færi dýrmætur tími til spillist - 4 - 6 mánuðir sem væri afar slæmt -

þetta er slæm tímasetning sem ég vona að Samf notfæri sér ekki

Jón Snæbjörnsson, 21.11.2008 kl. 08:57

2 identicon

Það yrði hreint glapræði að fara út í kosningar nú og vanvirðing við þá aðila sem eru búnir að vera að raka saman peningum til að lána okkur.

Því miður held ég að Samfylkingin eigi eftir að falla á eigin bragði.

Margrét (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:48

3 identicon

Gott mál að fara í kostningar í vor. Ljóst er að núverandi ríkisstjórn starfar ekki í umboði kjósenda í ljósi gjörbreytts veruleika, krónan dáin og bankarnir hrundir. Nú eigum við að fá að kjósa aftur á nýjum forsendum. Þetta kallast lýðræði.

Traust kjósenda til núverandi ríkisstjórnar er ekkert og því get ég ekki séð hvernig hún geti starfað áfram.

Ennfremur legg ég til að Ísland gangi í ESB.

Kv. Svíi.

Svíi (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það mun vera innan lýðræðismarka að tjá skoðanir sínar.  Það á við um alla menn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er reyndar á því að allir eigi að hafa rétt á því að tjá sínar skoðanir, en tímasetning þessara ráðherra hlýtur að teljast einkennileg og lýsa ákveðnu kunnáttu-, eða þekkingarleysi.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.11.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband