Nauðsynlegar upplýsingar

Mjög gott er að þessar upplýsingar skuli koma fram nú.  Meint fórnarlamb var sem sagt ekki eins saklaust og menn vilja meina.

Skipuleggjandi mótmælanna á Austurvelli ber ábyrgð á því að hópur fólks fór á lögreglustöðina og lagði þar allt í rúst.  Hann hvatti aðila til þess að fara þangað og mótmæla.

Er hann þá ekki ábyrgur í því máli og þarf að segja af sér?

Ég bara spyr


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá sem hvatti til þessara skrílsláta fyrir utan Lögreglustöðina á að hætta öllum afskiptum  af þessum skipulegu mótmælum og gera það sem hann hvetur aðra til að gera.Bera ábyrgð á gjörðum sínum.

sigurbjörn (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Fæ ekki alveg séð hvernig þú getur gert skipuleggjara mótmælanna á Austurvelli ábyrgan gagnvart skílslátunum við lögreglustöðina. Hann hvatti líkt og með mótmælin á Austurvelli, til mótmæla við lögreglustöðina. Það var aldrei lagt til að rúður og hurðir yrðu brotnar. Umræddur skipuleggjandi getur ekki borið ábyrgð á fáeinum unglingum sem sækja í æsing.

hilmar jónsson, 23.11.2008 kl. 18:20

3 identicon

Skipuleggjandi mótmælanna á Austurvelli? Hvernig færðu það út? Svolítið furðuleg athugasemd í ljósi þess að ráðafólk þjóðarinnar er margbúið að brjóta á almenningi, leggja fjárhag landsins í rúst, skaða mannorð okkar og tryggja fjárhagsójafnvægi fyrir börnin okkar og enginn segir af sér. Svo á fólk sem að stendur upp og ver rétt sinn að gera það? Er ekki í lagi í toppstykkinu?

Hann sagði engum að fara og leggja lögreglustöðina í rúst, að því að ég best veit þá stendur hún þarna enn ósködduð.

linda (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:22

4 identicon

Var það ekki Höddi Torfa sem hvatti menn til að heimsækja löggustöðina við Hverfisgötu?

Sorglegt - málstaðurinn og nokkurra vikna barátta fyrir bí.  Hvað ætlar maðurinn að segja okkur núna?

Grétar (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:30

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekkert fyrir bí. Mótmælin við Austurvöll voru mótmæli.

Þeir einstaklingar sem höfðu sig í frammi við lögreglustöðina voru þeir sömu og grýttu eggjum í alþingishúsið. Við skulum ekki vera að alhæfa á þennan hátt.

hilmar jónsson, 23.11.2008 kl. 18:38

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hörður Torfa hvatti fólkið til þess að fara og mótmæla "meintu" óréttlæti, þar sem saklaus maður væri í haldi.

Auðvitað ber hann ábyrgð á því að fólkið fór þangað. 

Mótmælin á Austurvelli hafa snúist um ábyrð, er það ekki?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.11.2008 kl. 18:49

7 identicon

Þvílík rökleysa. Fólk ber ábyrgð á sínum gjörðum sjálft og að hvetja til mótmæla er ekki það sama og að hvetja fólk til að brjóta rúður eða kasta eggjum. Þeir sem hlustað hafa og hrapa ekki að misgáfulegum ályktunum hafa heyrt Hörð Torfason í sífellu hvetja fólk til friðsamlegra mótmæla.

vera (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:03

8 Smámynd: hilmar  jónsson

En og aftur: Hvatti til mótmæla, ekki skemmdarverka.

Tökum dæmi: Ef verkalýðsfélag hvetur til verkfalls og fáeinir stéttafélagar ákveða að ganga skrefi lengra og leggja hendur á atvinnurekandan, þá má með þinn röksemdarfærslu segja að verkalýðsfélagið sé ábyrgt fyrir ofbeldinu.

Ég held þó að engum heilvita manni mundi detta í hug að kenna verkalýðsfélaginu um ofbeldið, heldur höfða til ábyrgðar og siðferðikendar viðkomandi stéttarfélaga.

Ef "sjálfstæðisflokkurinn" ætlar að byggja röksemdafærslur sínar með líkum hætti og birtast í skrifum þínum, þá býð ég ekki í uppskeruna.

hilmar jónsson, 23.11.2008 kl. 20:11

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér sýnist að sumir hér teljið að Hörður Torfa beri ekki ábyrgð... það er eimitt það sem hann og aðrir eru að krefjast af öðrum sem bera óbeina ábyrgð og eigi því að axla hana... Hörður hlýtur því að segja af sér forustu fyrir friðsömum mótmælafundum ...því hann ber óbeina ábyrð á árás á lögreglustöðu á Íslandi sem er einsdæmi.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.11.2008 kl. 21:16

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Mikið til í þessu Jón Ingi, þ.e. ef við skoðum hlutina í samhengi.

Snjólfur, mínar skoðanir eru mínar skoðanir, ekki annarra.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.11.2008 kl. 21:30

11 Smámynd: Snorri Hansson

Skammist ykkar að grípa til hálmstráa til að klekkja á friðsömum mótmælum á Austurvelli. Þið eruð minni menn eftir

Snorri Hansson, 25.11.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband