20.10.2008 | 22:39
Að ögmundast
Fyrir einhverju síðan var einhver sem sagði mér að nokkrum nýyrðum sem ættu að eiga heima í nýrri samorðabók.
Eitt af þeim orðum sem talað var um var að ögmundast í merkingunni að vera á móti öllu sem væri gert.
Ég skil núna hvað er átt við með að ögmundast
Rangt að skuldbinda ófædd börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2008 | 11:20
Hver fer í mál við hvern og um hvað?
Hverjir hafa tapað og grætt á undaförnum dögum vikum árum og á hverjum?
Er ekki rétt að menn íhugi það aðeins áður en þeir fara í skotgrafirnar?
Ég hefði nú haldið það
Íhugar að fara í mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.10.2008 | 23:58
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Þessi ráðstöfun fjármálaeftirlitsins er sennilega rökrétt þegar öllu er á botninn hvolft og skiptir nú öllu máli að fólk standi saman og hugi að því að á margir sitja í dag eftir með sárt ennið.
Á bakvið þá aðila eru börn og fjölskyldumeðlimir sem horfa nú jafnvel á að ævistarf foreldranna eða fjölskyldu þeirra hverfur eins og hendi sé veifað og er nóg að þurfa að horfa á eftir því þó að ekki sé verið að níða þessa aðila niður og sparka í þá liggjandi og brotna.
Í dag skiptir máli að við stöndum saman og vinnum okkur saman út úr þeim þrengingum sem að okkur steðja.
Sameinuð munum við sigra á endanum.
Ég hvet fólk til þess að sýna aðgát í skrifum sínum
FME tekur Glitni yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.10.2008 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2008 | 00:34
Leit ekki vel út
Eftir að hafa séð að staðan var orðin 2-0 fyrir City varð ég satt best að segja frekar vondaufur um stig úr þessum leik og farinn að sætta mig við tap þar sem leikurinn var á útivelli.
Þvílíkur karakter sem býr í þessu liði
Ég er ákafur stuðningsmaður Liverpool
Magnaður sigur Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2008 | 23:52
Algjör sinnaskipti stjórnarformannsins
Getut einhver útskýrt vegna hvers þessi ágæti maður hefur allt í í breytt sinni skoðun á meintu "bankaráni".
Getur verið að hann sé hér að segja að hugsanlega var þetta eftir allt saman ekki "bankarán"?
Ég held að þó að aðgerðin hafi í fyrstu sýnst harkaleg þá hafi þetta verið það eina rétta
Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.10.2008 | 22:33
Nú er ég hissa
Það kemur mér verulega á óvart ef ríkið ætlar að vera með hækkanir á þeim liðum sem eru taldir upp í þessari frétt.
Ætli það sé stefna ríkis og sveitarfélaga að vera leiðandi í hækkunum?
Ég er veulega hissa á þessu
Olíugjald og bifreiðagjöld hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 20:07
Greifinn af Monte Cristo
Sum ævintýri og sögur má oft setja í samband við daglegt líf og er ég nokkuð viss um að sagan af manninum sem sat saklaus í fangelsi í mörg ár og hugsaði aðeins um það að komast út og hefna sín gæti verið í uppsiglingu hér á Íslandi en hugsanlega eigum við eftir að sjá nýjan eiganda á bankanum.
Þau sem þekkja söguna um Greifann af Monte Cristo vita vel hvað ég er að segja og meina.
Ég gæti vel trúað því að sagan eigi eftir að endurtaka sig hér
Moody's lækkar einkunn Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2008 | 21:55
Áfram Stjörnustrákar
Núna er aðeins einn leikur eftir sem sker út um hvort að það verður Stjarnan eða Selfoss sem mun fylgja ÍBV eftir upp í efstu deild þannig að mjög spennandi verður að fylgjast með síðustu umferðinni.
Ég óska Stjörnustrákum alls hins besta og treysti á að þeir muni klára síðasta leikinn með stæl
Stjarnan vann og Selfoss tapaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 17:35
Flokkum meira
Þarna er ég hjartanlega sammála umhverfisráðherra og hvet alla til þess að flokka eins og kostur er.
Ég er sérstakur áhugamaður um flokkun og endurvinnslu
Grænt líf ódýrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2008 | 22:43
Rússíbanareið
Núna er skólinn kominn vel af stað og hefur maður fullt í fangi með að fylgjast með í tímum og ná að læra heima fyrir næstu tíma.
Það er ansi skrítið á "gamals" aldri að þurfa að spá í heimalærdóm og skilaverkefni en auðvitað er þetta líka skemmtilegt og spennandi.
Ég vissi að þetta yrði strembið, en núna þarf maður að vera duglegur að forgangsraða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)