18.12.2007 | 23:26
"Fumlaust" niðurrif
Þetta verður örugglega rosalega fumlaust "niðurrif" hjá þeim. Ferðalagið er rétt hafið hjá þeim og miðað við hvað þau eru stefnulaus þá mun þetta ekki enda vel og þau villast á endanum.
Ég spái því alla vegana
Rætt um niðurrif í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 08:19
Fyrirsagnir
Þó að þessi fyrirsögn sé mjög villandi þá hefði hún vel getað staðist en frægt er orðið að Jón Ásgeir gaf dóttur sinni Range Rover og hún sagðist ekki vera "ofdekruð".
Sagt er að Mikael Torfason hafi verið rekinn frá Séð og heyrt eftir fréttaflutning blaðsins af gjöfinni.
Ég gæti í mestalagi gefið barninu mínu eldgamlan Range Rover
Börn fá Range Rover í jólagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2007 | 22:11
VG er og verður á móti einkavæðingu
Enn og aftur kemur það fram að VG er á móti einkavæðingu.
Þau (þorði ekki að segja þeir) vilja ríkisrekna fjölmiðla, ríkisrekin samkeppnisfyrirtæki og ríkisrekna skóla og banka. Hugsið ykkur hvernig væri umhorfs hér er VG hefði verið við stjórnvölinn.
Ég er feginn að VG hefur ekki haldið um stjórnataumana
VG varar við uppskiptingu Landsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.12.2007 | 20:06
Útrás ríkisfyrirtækis?
Getur það talist eðlilegt að ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun sé að fara í samkeppnisrekstur og útrás eins og þessa?
Væri ekki réttara að losa þetta nýja fyrirtækið undan Landsvirkjun og einkavæða eins fljótt og auðið er?
Ég styð einkavæðingu, en ekki samkeppnisrekstur hjá ríkisfyrirtæki
Ekkert athugavert við félag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007 | 01:12
Vanræksla
Enn og aftur hefur síðan mín orðið að láta í minni pokann fyrir öðru en þannig verður það víst að vera þegar þarf að vera þegar þarf að forgangsraða hlutunum.
Ég held að ég verði að vanrækja síðuna eitthvað áfram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2007 | 08:00
Alltaf til staðar
Það er óneitanlega góð tilhugsun að vita til þess að ef maður á eftir að lenda í einhverjum skakkaföllum vegna veður eða annars þá verða björgunarsveitir tilbúnar til þess að koma og aðstoða mig, þig og alla sem munu þurfa á aðstoð að halda.
Verðum að muna eftir því þegar styrkbeiðnir koma frá björgunarsveitum landsins nú í desember.
Ég vona að ég muni aldrei þurfa á aðstoð björgunarsveita að halda
Annríki hjá björgunarsveitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2007 | 23:14
VG er á móti einkavæðingu
Eins og alkunnar er þá eru þau hjá VG á móti einkavæðingu. Ef þeir hefðu verið við stjórnvölinn á undanförum árum þá værum við ekki að sjá jafn blómleg einkafyrirtæki og við erum með í dag.
Ég er mjög fylgjandi einkavæðingu á sen flestum stöðum
VG: Einkavæðing heilsugæslu framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.12.2007 | 01:29
Yes ...
Loksins er ég með tölurnar réttar, eða því sem næst.
Ég verð að vanda mig í því hvaða tölur ég vel
Tveir með allar tölur réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2007 | 00:45
Er ég karlremba?
Margir sem rætt hafa um jafnréttisbaráttu vilja meina það að í dag snúist sú barátta mest um kvenréttindabaráttu.
Er ég karlremba ef ég tek undir þau sjónarmið?
Ég held að ég sé ekki karlremba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2007 | 22:42
Sparnaðaraðgerð
Þetta er sennilega sparnaðaraðgerð hjá nýjum meirihluta í Reykjavík. Hafa talið óhætt að taka rafmagn af hverfinu hans Villa.
Ég er heppinn - bý ekki í Reykjavík
Rafmagnslaust í Seljahverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)