7.12.2007 | 22:26
Blaðamannafélag Íslands
Skil ekki af hverju virt samtök eins og Blaðamannafélag Íslands eru að taka undir svona rökleysu.
Hvað hafa þeir fyrir sér í því að Kaupás hafi fjarlægt blöðin af þessari ástæðu? Er ekki rétt Blaðamannafélag Íslands komi fram með rökstuddar sannanir til þess að styðja mál sitt?
Ef þeir gera það þá skal ég glaður breyta minni skoðun á þessu, en ef þetta eru alvöru blaðamenn þá hljóta þeir að hafa eitthvað til þess rökstyðja sitt mál.
Verslunarkeðju eða smásöluaðila hlýtur að vera frjálst að ákveða hvað þeir eru með í sölu hverju sinni.
Ég treysti því að Blaðamannafélag Íslands vinni sína heimavinnu
Fordæma tilraun til ritskoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2007 | 18:48
Það verða örugglega rauð jól hjá okkur
Ef fram fer sem horfir þá verða rauð jól hjá okkur, en Snót er að byrja á lóðaríi þannig að allt er að verða rautt hjá okkur.
Ég vona reyndar að hún verði búin fyrir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 00:39
Rotary fyrir karla og konur
Var í kvöld boðinn sem gestur á fund hjá Rotaryklúbbi í Reykjavík. Hef lengi spáð í að ganga í svona félagsskap en ég sjálfur er mikil félagsvera og fæ mikið út úr því að umgangast annað fólk.
Eins og margir vita þá hefur Rotary verið svona "karlaklúbbur" í gegnum árin en núna eru klúbbar samt farnir að bjóða konum inngöngu og tel ég það vera mjög jákvæða þróun.
Það sem er samt mjög skondið í þessu samhengi er það að innan Rotary er til félagsskapur sem heitir "Inner-Wheel" og er ætlað fyrir maka Rotaryfélaga en sá klúbbur er algjörlega lokaður fyrir körlum, en samt er ég maki Rotaryfélaga.
Nokkrum sinnum hef ég, meira í gamni en alvöru, rætt við konur Rotarymanna vegna þessa "óréttlætis" og að ég fái ekki inngöngu í "Inner-Wheel", en þetta finnst mér samt vera ansi gamaldags vinnubrögð og ekki það réttlæti og jafnrétti sem ég trúi á.
Rotary er sem sagt búið að opna fyrir konur en "Inner-Wheel" opnar ekki fyrir karla. Miðað við þetta þá get ég tekið undir það að margir segja að jafnréttisbarátta einkennist oft af kvenréttindabaráttu og er það miður.
Ég var á fundinum í kvöld hvattur til þess að koma inn sem Rotaryfélagi og er ég mjög alvarlega að spá í það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 00:12
Dýrkeypt mistök
Hvað ætli verði um læknirinn? Ætli hann fái að starfa áfram eftir þessi mistök eða fær hann bara áminningu og sagt að passa sig betur næst?
Ég held að svona skaði verði aldrei bættur
Læknir dæmdur til að greiða skaðabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.12.2007 | 00:07
Maður af meiru
Það að hann hafi gefið sig fram finnst mér vera virðingarvert en hann hefur greinilega fengið samviskubit yfir þessu en þá óttast afleiðingarnar ef þetta kæmist upp.
Ég held að hann sé maður af meiru eftir þetta
Ökufantur gaf sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 21:07
Húmoristi
Þessi drengur er greinilega mikill húmoristi en það sem mér finnst merkilegast við þetta er það að enginn er í dag óhultur fyrir yfirvöldum eða grínistum.
Þetta mál er ekki öðrum til eftirbreytni en ég spái því að við eigum einhvern tíman eftir að sjá eitthvað meira eða merkilegra frá Vífli.
Áræðni hans og húmorinn á örugglega einhvern tíman eftir að koma honum langt.
Ég þekki Vífil ekkert en spái þessu
Skagapiltur pantaði viðtal við Bush | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.12.2007 | 19:36
"Peningarnir" búnir?
Getur verið að Baugsmenn séu búnir með alla "peningana" eftir að þeir þurftu að punga út til þess að bjarga FL-Group?
Ég vona að niðursveiflunni fari að ljúka
Baugur Group ekki að ráðgera kaup í Williamsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.12.2007 | 19:30
Kosningaloforð
Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að lofa bótum fyrir aldraðra og öryrkja og er það nú komið í framkvæmd.
Stundum er betra að missa sig ekki í kosningaloforðum og standa frekar við þau heldur en að lofa út og suður eins og einkennir marga flokka.
Ég treysti Sjálfstæðisflokknum best til þess að standa við kosningaloforðin
Tekjur maka skerði ekki bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 19:24
Einbeittur brotavilji?
Getur verið að fólk ákveði að leggjast svona lágt til þess að svíkja út peninga? Merkilegt ef rétt er.
Ég held að hið sanna hljóti að koma bráðlega í ljós
Týndi ræðarinn handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 18:42
Um hvað?
Um hvað á þetta hættumat að snúast?
Ég skil þetta ekki alveg
Starfshópur gerir hættumat fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)