Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Þessi ráðstöfun fjármálaeftirlitsins er sennilega rökrétt þegar öllu er á botninn hvolft og skiptir nú öllu máli að fólk standi saman og hugi að því að á margir sitja í dag eftir með sárt ennið.

Á bakvið þá aðila eru börn og fjölskyldumeðlimir sem horfa nú jafnvel á að ævistarf foreldranna eða fjölskyldu þeirra hverfur eins og hendi sé veifað og er nóg að þurfa að horfa á eftir því þó að ekki sé verið að níða þessa aðila niður og sparka í þá liggjandi og brotna.

Í dag skiptir máli að við stöndum saman og vinnum okkur saman út úr þeim þrengingum sem að okkur steðja. 

Sameinuð munum við sigra á endanum.

Ég hvet fólk til þess að sýna aðgát í skrifum sínum


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála þér í þessu. Sama má beina til stjórnmálamanna og seðlabankastjóra!

Vilborg Traustadóttir, 8.10.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Vissulega þarf að sýna aðgát. Hins vegar er þörf á að þeir sem bera ábyrgð á því að þjóðin sitji nú skuldum vafin, leiki ekki lausum hala vaðandi í seðlum þrátt fyrir mikið tap sem almenningur þessa lands þarf að borga en ekki þeir sjálfir.

Svo er miklu auðveldara að vinna sig upp frá núllinu en að vinna sig upp úr skuldum. Þar af leiðandi finnur maður minna til með þeim sem hafa tapað hlutabréfum (sem er áhættufjárfesting) heldur en þeim sem treystu bönkunum fyrir sínu fé og skuldum.

Mikilvægara er að styðja þær fjölskyldur sem illa standa, fjölskyldur sem sytja uppi með stór lán og fáránlega háar afborganir.

Ég get því ekki vorkennt hluthöfum. Því miður.

Margeir Örn Óskarsson, 8.10.2008 kl. 01:38

3 identicon

Etv er eitthvað til í þessu en það þarf að koma því upp á borðið hvernig þetta gat gerst.

Það átti að vera virkt banka og fjármála eftirlit sem síðan gerði ekkert annað en að pumpa út skýrslum um að ástandið væri bara helvíti gott.

Þú ættir etv að kíkja á þessa síðu   hjá Landsbankanum frá 23. September þar sem má finna "Hagspá Greiningardeildar Landsbankans: 2008-2012"sem segir "Öfundsverðar langtímahorfur - Hagspá Landsbankans 2008-2012"

Þó það verði sárt þá Það þarf að komast að því hvernig þetta gerðist og af hverju og að þíðir ekkert að benda bara á einhverja vonda útlendinga sem vildu ekki lána okkur peninga, það er ekki ábyrg hugsun. 

Fransman (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband