Tjaldsvæðið Úthlíð - ekki fyrir fjölskyldufólk

Fór síðustu helgi í útilegu í Úthlíð í Biskupstungum með vinnunni hjá Klöru minni og urðum við þar fyrir verulegu ónæði frá unglingum þar sem lítið sem ekkert eftirlit var haft á svæðinu, nema þá til þess að innheimta leiguna. 

Annað sem olli verulegum ófrið var að hluti af tjaldsvæða gestum var á mótorhjólum og fjórhjólum og fengu þau að þeysa um tjaldsvæðið allan sólarhringinn án þess að "meintir" eftirlitsmenn gerðu eitthvað í því að þagga niður í þeim.  Hávaðinn af þessu var töluverður svo maður tali nú ekki um slysahættuna en það að ekki urðu slys af þessu háttalagi er mikil gæfa.

Að síðustu þá var salernisaðstaða á svæðinu verulega sóðaleg mest allan tímann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að fá það hreinsað og mættum við dónaskap þegar við settum út á hvað væri ábótavant og þegar við kvörtuðum yfir því að á svæðinu væru læti og allt skítugt í og við salernin.

Við umkvartanir okkar var meðal annars sagt að væri lítið við þessu að gera og þetta væri vandamál á fleiri stöðum.  Við hefðum ákveðið að koma þangað og væri auðvitað í sjálfs vald sett hvort við vildum vera þarna eða ekki.

Miðað við þetta þá verð ég að ráða fjölskyldufólki og þeim sem vilja eiga notalega stund á tjaldsvæði frá því að dvelja á tjaldsvæðinu á Úthlíð í Biskupstungum.

Ég fer örugglega ekki aftur á tjaldsvæðið í Úthlíð


Hvers vegna?

Skil ekki alveg af hverju nýr bæjarstjóri í Grindavík vill fá lægri laun en forveri hennar? 

Er hér verið að undirstrika launamisrétti milli kvenna og karla eða er ætlunin að spara með þessu þannig að hægt sé að greiða fyrir kostnaðinn við að borga Ólaf út? 

Ég hélt að Samfylkingin vildi sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kynferði


mbl.is Þiggur 20% lægri laun en fyrri bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaut helgi

Síðasta helgi var fremur blaut í útilegu í Borgarfirðinum en það var vitað áður en við fórum af stað þannig að maður getur ekki verið að gráta það þó að rignt hafi á okkur.

Vorum í Hraunsnefi hjá Brynju og Jóa en þar er alltaf gott að vera.  Magga, Árni og Sveinn Atli voru með okkur í för en það er alltaf glatt á hjalla þegar þau eru með í för.

Þrátt fyrir smá rigningu má maður ekki láta slá sig út af laginu í ferðagleðinni.

Ég fer örugglega í útilegu næstu helgi


Læknakrísa

Eins og áður hefur komið fram hjá mér á ég við smá (vonandi) heilsufarsvandamál og hef "gengið" á milli lækna og rannsókna og er ennþá jafn óviss um hvað er að mér.  Læknar sem ég "gekk til" voru ekki sammála í sjúkdómsgreiningu og núna virðist vera gjörsamlega ómögulegt fyrir þá að ná saman til þess að ræða saman og ákveða með framhaldið.  Þess á milli ræði ég við þá í sitthvoru lagi án þess að fá einhver svör eða niðurstöður.

Á meðan þarf "greyið" ég að bíða milli vonar og ótta um hvað er að mér og bíta á jaxlinn á meðan verstu verkirnir ganga yfir og má eignlega segja að maður sé að verða vanur þessum óþægindum.

Ég er ekki að kvarta en er samt orðinn frekar þreyttur á óvissunni


Hentistefna

Í þessum málaflokki sem sem mörgum öðrum er Samfylkingin langt frá því að vera samstíga eða sammála en segja má um Samfylkinguna í þessu máli sem og mörgum öðrum að kosningaloforðin þeirra voru fljót að gleymast um leið og þau komust í ríkisstjórn.

Ég myndi kalla svona "gleymsku" hentistefnu.


mbl.is Einhugur um Fagra Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjórsárdalur og handarbrot

Fjölskyldan var nokkra daga í útilegu í Þjórsárdal en útilegan fékk enda aðeins fyrr en ætlað var þar sem Klara mín datt og handarbraut sig en þetta er í annað skiptið á einu ári þar sem handarbrot verður í tenglum við útilegu hjá okkur, en Valli okkar handarbraut sig fyrir ári síðan þegar við vorum í útilegu.

Næstu helgi stefnum við ótrauð á næstu útilegu en þá förum við í Hraunsnef í Borgarfirði en þangað er alltaf gott að koma.

Ég vona að við komumst klakklaust í gegnum þetta


Vitlaus afgreiðsla

Fór í gær í ónefnda lyfjabúð eins og ég geri reglulega til þess að kaupa mér nikótíntyggjó og ekki vildi betur til en svo að ég fékk helmingi sterkara tyggjó en ég er vanur að kaupa þannig að ég þurfti að fara aftur í búðina í dag til þess að fá því skipt.

Einhverjar vöflur voru á afgreiðslufólkinu í lyfjabúðinni vegna þessa þar sem ég var byrjaður á skammtinum en um síðir þá gekk þetta eftir og ég fékk eins og ég hafði beðið um og endurgreiðslu þar sem styrkurinn á því sem ég fékk var minni.

Ég er feginn að ég var ekki að kaupa VIAGRA Whistling


Hvað gerir ÍLS?

Nú verður fróðlegt að sjá hvað ÍLS mun gera en mun það virkilega gerast aftur að ríkisrekið batterí fari í samkeppni við ríkið eins og gerðist síðast þegar bankinn lækkaði en þá lækkaði ÍLS sína vexti.

Íslenska ríkið á ekki að standa í samkeppnisrekstri

Ég er á því að það eigi að leggja ÍLS niður í núverandi mynd.


mbl.is Kaupþing lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er samkeppnin á Íslandi?

Er ekki merkilegt að horfa til þess að samkeppnin hér á Íslandi virðist ganga út á það að herma eftir samkeppnisaðilanum eða vera rétt aðeins undir því verði sem hinir eru að bjóða.

Þetta hefur maður horft upp á, t.d. með olíufélögin í verðlagningu á bensíni og síðan núna hjá Iceland Express.  Um leið og annað flugfélagið fækkar ferðum þá gerir hitt það líka.  

Einhvernvegin hefði maður haldið að í alvöru samkeppni þá hefði hitt félagið gefið í og aukið þjónustuna og framboðið á meðan hitt myndi minnka sitt framboð?

Ég held að "meint" samkeppnin á Íslandi sé aðeins til á pappírnum


mbl.is Iceland Express fækkar ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært Ívar

Frábært hjá Ívari frænda.  Gaman að sjá svona góða hluti verða að veruleika.

Innilega til hamingju með þetta

Ég er rosalega stoltur af frænda mínum


mbl.is Ronaldo auglýsir íslenskan íþróttadrykk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband