Tjaldsvæðið Úthlíð - ekki fyrir fjölskyldufólk

Fór síðustu helgi í útilegu í Úthlíð í Biskupstungum með vinnunni hjá Klöru minni og urðum við þar fyrir verulegu ónæði frá unglingum þar sem lítið sem ekkert eftirlit var haft á svæðinu, nema þá til þess að innheimta leiguna. 

Annað sem olli verulegum ófrið var að hluti af tjaldsvæða gestum var á mótorhjólum og fjórhjólum og fengu þau að þeysa um tjaldsvæðið allan sólarhringinn án þess að "meintir" eftirlitsmenn gerðu eitthvað í því að þagga niður í þeim.  Hávaðinn af þessu var töluverður svo maður tali nú ekki um slysahættuna en það að ekki urðu slys af þessu háttalagi er mikil gæfa.

Að síðustu þá var salernisaðstaða á svæðinu verulega sóðaleg mest allan tímann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að fá það hreinsað og mættum við dónaskap þegar við settum út á hvað væri ábótavant og þegar við kvörtuðum yfir því að á svæðinu væru læti og allt skítugt í og við salernin.

Við umkvartanir okkar var meðal annars sagt að væri lítið við þessu að gera og þetta væri vandamál á fleiri stöðum.  Við hefðum ákveðið að koma þangað og væri auðvitað í sjálfs vald sett hvort við vildum vera þarna eða ekki.

Miðað við þetta þá verð ég að ráða fjölskyldufólki og þeim sem vilja eiga notalega stund á tjaldsvæði frá því að dvelja á tjaldsvæðinu á Úthlíð í Biskupstungum.

Ég fer örugglega ekki aftur á tjaldsvæðið í Úthlíð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

En hvað það er leiðinlegt að lenda í svona þegar maður ætlar að hafa það gott með fjölsk í útilegu gott að vita af þessu! Við vorum á Laugarvatni og allt til fyrirmyndar þar enda eru þeir með Aldurstakmark svo allt var þetta bara fjölsk fólk og salernisaðstaða fín gengið vel um

Brynja skordal, 22.7.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er ótrúlegt, hvað er eiginlega að Íslendingum, geta þeir ekki fundið sér annað leiksvæði? Ég er að verða einhverju nær af hverju takmarkanir eru settar á tjaldsvæði sem jaðra við skerðingu á mannréttindum - en hvað á að gera? Þetta þarf meiri umræðu greinilega.

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þetta þarf án efa frekari umræðu.

Umræðan þarf líka umræðu sem snýr að skyldum þeirra sem halda úti ferðaþjónustu eins og t.d. tjaldsvæði.

Það gengur t.d. ekki upp að vera með "smástelpur" í því að halda uppi lögum og reglum á tjaldsvæði.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.7.2008 kl. 13:31

4 identicon

Var þessa sömu helgi í Úthlíð með vinum og börnum og tek ég heilshugar undir þessi ummæli. Mæli með Fossatúni í Borgarfirði, Þórisstöðum í Hvalfirði og Hellishólum í Fljótshlíð.

Hrafnhildur Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband