Núna eiga olíufélögin að lækka bensínið

Olíufélögin hafa keppst við að hækka bensínið á þeim rökum að krónan væri að veikjast þannig að ég bíð núna spenntur eftir því að tilkynnt verði um lækkun á bensínverði strax í dag.

Ég held reyndar að það verði ekki raunin


mbl.is Krónan styrktist um 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrur í stað króna?

Það er búið að stimpla það inn í hausinn á mér og fleirum að það sé bara af hinu illa að taka upp Evrur í stað krónunnar en ég verð að segja að ég er aðeins farinn að efast um að krónan okkar eigi eftir að lifa þetta af.

Ég veit ekki alveg hvað meira ég á að segja vegna þessa.


mbl.is Gengi krónunnar aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gangi þér vel"

Var í nokkrum rannsóknum í dag en fór m.a. í laserskanna og lungnamyndatöku og var alveg einstakt að sjá og finna viðmót starfsfólks á Landsspítalanum.

Kveðjan "gangi þér vel" fylgdi manni í gegnum gangana og fannst mér verulega vænt um að heyra það og finna þetta góða viðmót.

Ég hef enn ekki fengið niðurstöðu en vonast til að heyra frá lækninum mínum á morgun


Fyrsta útilega sumarsins

Fórum nú um helgina í fyrstu útilegu sumarsins en fjölskyldan endurnýjaði ferðavagninn nú í vikunni.

Við enduðum í Húsafelli með góðum vinum og fengum þar allar útgáfur af verðri en verst þótti okkur rokið sem skók okkur vel og hressilega.

Ég hlakka mikið til næstu helgar en þá munum við bruna út úr bænum og njóta góðrar útiveru


Á skólabekk næsta haust

Hef ákveðið að fara í nám samhliða vinnu frá og með næsta hausti og hef fengið inngöngu í rekstrar- og viðskiptanám hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Það er engin spurning að svona nám á eftir að gagnast mér og vinnuveitanda mínum vel þannig að eftir þetta mun ég verða enn betri starfsmaður og einstaklingur.

Ég hlakka til að takast á við námið en veit líka að þetta getur tekið á.


Slitinn maður

Fer á morgun og hitti sérfræðing til þess að ákveða með hvernig á að meðhöndla kviðslit sem frumskoðun hjá lækni virðist benda til að sé að hrjá mig.

Ég get ekki sagt að það sé mikil tilhlökkun hjá mér vegna þessa


Langhlaup

Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur flokkur og Geir H. Haarde er traustur formaður og þó að mér og fleirum hafi þótt aðgerðir koma seint fram þá verðum við að muna að svona aðgerðir mega ekki vera gerræðislegar og fljótfærar og trúi ég og treysti að þetta sé á réttri leið og að erfiðleikarnir muni nú smá saman heyra sögunni til.

Langhlaupinu er ekki lokið en því fer að loka og þá munum við öll geta hvílt okkur sæl og glöð.

Ég trúi því og treysti að bráðum komi betri tíð


mbl.is Erfiðleikar víkja brátt fyrir betri tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er betra (eða verra)?

Er ekki betra að veiða örfáa hvali heldur en að láta þá éta fiskinn "okkar" úr hafinu?

Er ekki betra að fórna örfáum túristum heldur en að láta heilu og hálfu byggðalögin nær þurrkast úr vegna minnkandi afla?

Ég styð þessar hvalveiðar


mbl.is Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor í Berlín

Fer nú á föstudaginn til Berlínar með Kór Vídalínskirkju til Berlínar.

Í Berlín munum við meðal annars verða með tónleika í kirkju sem heitir Segenskirche en hún er staðsett á Prenzlauer Berg.  Þar munum við flytja bæði kirkjulega og veraldlega íslenska tónlist. 

Hópurinn sem fer telur 34 aðila með mökum og efa ég ekki að það verður skemmtilegt að koma til Berlínar.

Ef einhver á þarna leið um þá býð ég honum hér með á tónleikana, en þeir hefjast á sunnudaginn kl. 18:00 og standa í um eina klst.  Held að enginn verði svikinn af þessu

Ég hlakka mikið til að fara til Berlínar

 


Stefnubreyting Össurar

Skoðaði nú í kvöld síðu Össurar Skarphéðinssonar og finnst aðeins kveða við annan tón hjá honum heldur er þegar hann bloggaði á nóttinni.

Ef ég vissi ekki að hann er samfylkingarmaður þá myndi ég telja að hér væri sjálfstæðismaður að skrifa en hann er í síðustu færslu sinni óspar á lof til Geirs Haarde og Árna Matthiesen.

Kíkið endilega á síðustu skrif hans inni á http://eyjan.is/goto/ossur/

Ég held að hér sjáist að Össur geri sér nú grein fyrir því að hann er kominn í ríkisstjórn

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband