1.6.2007 | 19:27
Fleiri kommúnista til Sjónvarpsins?
Egill Helgason er sagður á leið til Sjónvarpsins en síðast þegar ég vissi þá var hann mikið til vinstri en allir sem er staddir þeim megin í pólitík eru kommúnistar í mínum augum. Egill getur verið skemmtilegur en mér hefur stundum þótt hann grípa meira frammí fyrir t.d. sjálfstæðismönnum en látið vinstrimenn eins og þau hjá Samfylkingu og Vinstri-grænum frekar óáreitta þegar þeir hafa verið að "bulla" í þáttunum hjá honum.
Ég horfi stundum á Silfur Egils
![]() |
Egill sagður á leið til Sjónvarpsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2007 | 18:09
Jákvætt?
Mín fyrsta hugsun vegna þessa var að þetta væri jákvætt fyrir ákæruvaldið en samt má segja að þetta mál sé orðið svo flókið að erfitt sé að botna eitthvað í þessu. Þeir einu sem eiga eftir að græða eitthvað á þessu máli eru lögfræðingarnir. Spurning er hvort þeir versli allir í Bónus?
Ég var hættur að skilja þetta mál fyrir löngu síðan
![]() |
Frávísunum í Baugsmálinu vísað aftur í hérað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 08:33
Nauðsynlegt að kunna skyndihjálp
Gleðilegt er að heyra svona fréttir en það sýnir nauðsynina á því að kunna hjálp í viðlögum. Fyrst hjálp á slysstað getur bjargað mannslífum.
Ég kann hjálp í viðlögum
![]() |
Sautján ára sundlaugarvörður bjargaði tveggja ára barni frá drukknun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 15:37
Ein kona, tveir kallar
Ég hélt að þetta væri ekki í anda Samfylkingarinnar. Jafnréttir þeirra gengur út að að velja karlar og konur til jafns í staðin fyrir að velja fólk eftir verleikum. Hvernig getur það talist jafnrétti? Er ekki vont eða erfitt að vera sá einstaklingur sem verður ekki fyrir valinu af því að kynið er "vitlaust"?
Ég er ekki í Samfylkingunni
![]() |
Lúðvík kjörinn þingflokksformaður Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 00:22
Fékk hann leyfi fyrst?
Getur verið að bæjarstjórinn í Hafnarfirði hafi fyrst fengið leyfi hjá formanni Samfylkingarinnar?
Ég bý ekki í Hafnarfirði
![]() |
Þjóðahátíð verður hluti af Björtum dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 21:30
Álverið fer úr Hafnarfirði?
Við getum þakkað núverandi utanríkisráðherra fyrir þetta. Er það eitthvað til þess að stæra sig af eða var þetta gert til þess að tryggja atkvæði?
Ég hefði kosið að álverið hefði fengið að stækka á núverandi stað
![]() |
Alcan á Íslandi skoðar möguleika á að færa álverið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2007 | 00:09
Fyrir þá sem eru forsetnanum ekki þóknanlegir?
Gæti verið góð leið fyrir þá sem forsetinn mun aldrei hengja svona orðu í að kaupa sé þetta á e-Bay.
Ég hef aldrei fengið svona orðu
![]() |
Fálkaorður boðnar til sölu á eBay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 12:24
Þetta er gott mál
Gott mál að Guðlaugur ætlar ekki að sitja sem stjórnarformaður OR.
Ég man vel eftir því þegar borgarstjórinn í Reykjavík ætlaði að vera bæði borgarstjóri og forsætisráðherra.
![]() |
Guðlaugur Þór lætur af stjórnarformennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 11:10
Kalt var það
Fórum í útilegu með góðum vinum um helgina og verðum að viðurkenna að það var nokkuð kalt. Um nóttina fór hitinn undir frostmark þannig að vatnið í dallinum hjá hundinum okkar botnfraus. Fengum úrhellisrigningu á gær en þetta var svona "útlandarigning". Að því loknu kom sól og "hiti" en þá var hægt að láta fellihúsið og fortjaldið þorna áður en pakkað var saman. Gott er að búið er að fara fyrstu útilegu sumarsins en þá kemst maður að því hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í geymslunni um sumarið en við komumst t.d. að því að vatnsdælan var farin í sundur og fengum við því vatn hjá okkur út um allt.
Ég er ánægður að búið er að fara í fyrstu útileguna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 01:14
Förum varlega
Reikna má með töluverðri umferð nú um helgina og er vonandi að allt gangi vel fyrir sig. Förum nú varlega!
Ég vona að helgin verði slysalaus
![]() |
Talsverð umferð frá höfuðborginni, en gengur vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)