Fyrsta útilegan?

Sumarið

Eins og staðan er núna þá er fjölskyldan að plana fyrstu útilegu sumarsins.  Fátt veit ég betra en að sitja úti í sumarnóttinni og hlusta á kyrrðina.  Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvert á að fara en eins og oftast áður þá er stefnan sett á að elta góða veðrið en núna virðist það ekki finnast.

Ég get ekki beðið eftir að komast í fyrstu útileguna


Klárir krakkar

Ánægjulegt að sjá það frumkvæði sem börnin sýna með þessu.  Hér eru einstaklingar en setja sig inn á málin, mynda sér skoðun, benda á lausnir og segja frá ávinning.

Ég er ánægður með svona frumkvæði


mbl.is „Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að heyra, en ...

Gott er að heyra þetta, en betra væri að heyra hvaða borgir verið er að bera saman.

Ég veit ekkert um hvaða borgir er um að ræða


mbl.is Minni fíkniefnaneysla barna og ungmenna í Reykjavík en í samanburðarborgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti?

Er það jafnrétti að ákveða fyrirfram að það skuli vera jafn margar konur og karlar sem ráðherra eða í öðrum stöðum?  Á þá að fara í dag að ákveða þetta einnig á öðrum sviðum?  Á að stofna skóla þar sem ákveðið er að 50% af börnum verði stelpur og 50% strákar og loka þá að annað kynið þegar kvótanum er náð?  Gætum kannski líka gert þetta á spítölunum þegar verið er að velja inn sjúklinga?  Við gætum þá líka hugsað þetta fyrir embætti Forseta Íslands, þannig að ákveðið væri að alltaf myndi skiptast á að vera karl og kona sem Forseti. 

Finnst svona jafnrétti ekki virka fyrir mína parta.  Í raun má segja að þetta sé öfugt jafnrétti.

Ég trúi á einstaklinginn, ekki á kynjakvóta


mbl.is Kvennahreyfing Samfylkingar ánægð með nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það andaði köldu frá Bessastöðum

Var í gær ásamt nokkrum góðum félögum staddur í kirkjugarðinum við Garðakirkju við gróðursetningu á nokkrum plöntum.  Maður fann vel fyrir köldum blæstrinum frá Bessastöðum og veit ég ekki hvort kuldinn orsakaðist af atburðum undanfarinna daga.

Ég setti niður nokkrar plöntur


mbl.is Ný ríkisstjórn tekur við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eins og maður með mönnum

Ford Explorer ltd

Núna getur maður loksins sagt að maður sé eins og maður með mönnum en fjölskyldan var að versla sér jeppa en bílasalinn okkar í USA fann fyrir okkur draumakerru og held ég að þetta hljóti að vera alveg frábær bíll (fyrir þennan pening).

Núna mun maður kynnast frelsinu við það að smella í fjórhjóladrifið og þeysa upp um fjöll og firnindi.

Ég hlakka rosalega mikið til að fá jeppann í hendur


Össur er alltaf skemmtilegur

Skemmtilegt er að hlusta á Össur segja frá.  Hann er skemmtilegur þó hann sé í rauða liðinu.

Ég hef alltaf haft gaman af Össuri


mbl.is Össur: Er eins og gamall öróttur fressköttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög jákvætt að flokka

Mjög gott framtak hjá þessum aðilum.  Snjallt "slogan".

Ég starfa hjá fyrirtæki sem er í sorphirðu og endurvinnslu


mbl.is Flokkunarátaki hleypt af stokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin í vanda?

Getur verið að Ingibjörg hafi verið í vandræðum með að sannfæra sitt fólk um skiptingu ráðuneyta og stjórnarsáttmálann?  Ætli það sé ekki sátt innan Samfylkingarinnar? 

Ég held að eitthvað hafi farið öðruvísi en formaðurinn ætlaði


mbl.is Flokksstjórn Samfylkingarinnar enn á fundi um stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðförin að Birni Bjarnasyni mistókst

Greinilegt er að aðförin að Birni Bjarnasyni mistókst og er ánægjulegt að sjá að hann verður áfram ráðherra.  Viðskiptaveldinu mistókst að koma Birni Bjarnasyni frá og hefur sennilega tryggt það enn frekar að hann heldur sínu ráðuneyti áfram.

Ég get ekki annað en glaðst yfir þessu


mbl.is Fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokks lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband