Samfylkingin ósamstíga

Kemur ekki á óvart að ekki sé hægt að ná samstöðu í flokk eða fylkingu sem er myndaður úr nokkrum brotum af uppgjafaflokkum.

Ég held að þau muni aldrei ná sátt um þetta innan sinna raða


mbl.is Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setjum þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu að hætti Samfylkingarinnar

Er ekki rétt að við setjum þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Samfylkingin vill gera þegar kemur að óþægilegum málum?  Samfylkingin þorði t.d. ekki að taka afstöðu með eða á móti stækkuninni hjá ALCAN í Hafnarfirði.  Nú getur Samfylkingin skýlt sér á bakvið það að íbúarnir hafi ákveðið þetta.

Ég er ekki sammála hækkun á launum seðlabankastjóranna


mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strax byrjuð að mjólka ríkissjóð

Formaður Samfylkingarinnar er strax byrjaður að mjólka ríkissjóð en eitt er gott við að hún sé að fara en þá er hún ekki hér á landi á meðan.  Í stjórnarandstöðu hefði Samfylkingin gangrýnt svona ferð og kallað hana fjáraustur á vegum hins opinbera.

Ég á verulega erfitt með að venjast því að Samfylkingin, og núverandi formaður hennar, sé komin í ríkisstjórn


mbl.is Ingibjörg Sólrún vill heimsækja Miðausturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarandstaðan á móti breytingum?

Rosalega er maður hissa á því að stjórnarandstaðan sé á mót þessu og finni því allt til foráttu.  Vinstri-grænir eru þekktir fyrir það að vera á móti breytingum og framþróun og er greinilega sama upp á teningnum núna.  Vinstri-grænir eru "stærsti" stjórnarandstöðuflokkurinn og spurning hvort þeir verið ekki að stofna te bandalag eða nýtt kaffibandalag með hinum í stjórnarandstöðunni.

Ég stend með Geir H. Haarde og þessum breytingum


mbl.is Forsætisráðherra fái vald til að fækka ráðuneytum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaloforð

Hér er komið fram eitt af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og verður fróðlegt að sjá hvernig viðbrögð stjórnarandstöðunnar verða við þessu.

Ég fagna þessu frumvarpi


mbl.is Tekjur 70 ára og eldri hafi ekki áhrif á greiðslur lífeyristrygginga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskipti Samfylkingarinnar

Greinilegt er að formaður Samfylkingarinnar hefur umpólast við það að komast í ríkisstjórn.  Núna á að sammælast um mál sem Samfylkingin hefði annars verið á móti í stjórnarandstöðu.

Ég man vel eftir því þegar Samfylkingin var á móti flestum málum


mbl.is Ingibjörg: „Verðum að sammælast þvert á alla pólitík"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisgæsla

Jákvætt ef þetta kemst í framkvæmd.  Verðum samt að velja vel í stöðurnar.

Ég er ákafur stuðningsmaður einkaframkvæmdar


mbl.is Rætt við einkaaðila um öryggisgæslu í miðborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Helgi

Gott að Helgi Hjálmsson er orðinn nýr formaður

Ég óska honum og öðrum til hamingju með þetta


mbl.is Helgi kjörinn formaður Landssambands eldri borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósmekkleg samlíking

Ágætur þingmaður ætti að vara sig á því orðalagi sem hann notar en ég man eftir því að Steingrímur J. Sigfússon krafði aðila úr öðrum flokki um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann taldi ósmekkleg í sinn garð.  Hvað mun hann núna segja um þessi ummæli?  Finnst honum í lagi að flokksmenn hans tali svona um aðra?  Hvað finnst öðrum um þessi ummæli? 

Ég tel þessa samlíkingu ósmekklega


mbl.is Flateyringar eru skítugu börnin hennar Evu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borð forsetans

Fór nú á dögunum út að borða í miðbænum.  Þannig var að á Íslandi var staddur einn af erlendum byrgjum fyrirtækisins sem ég vinn fyrir og vildum við bjóða honum út að borða í miðbæ Reykjavíkur. 

Þegar borðið var pantað bað ég sérstaklega um borð við glugga þannig að þessi ágæti erlendi viðskiptafélagi gæti setið við gluggann og séð þannig hluta af mannlífinu í Reykjavík. 

Þegar á staðinn var komið var mér sagt að við myndum fá forsetaborðið og var ég frekar ánægður með það í fyrstu en þegar ég vissi ástæðuna fyrir nafngiftinni þá var ég ekki jafn ánægður með borðið.  Málið er að Forsetinn pantar alltaf þetta borð og er hann þá eins og Al Capone var á sínum tíma en þá hefur hann gott útsýni yfir salinn og sér alltaf hverjir eru að koma og og er viss um að allir sem koma inn á staðinn sjái hann örugglega. 

Er það eitthvað atriði að Forsetinn sé sýnilegur þegar hann fer út að borða eða á kaffihús?  Tíðkast svona sýndarmennska erlendis þegar þjóðhöfðingjar eru á ferð?  Er forsetaembættið eitthvað sem við viljum sjá í slúðurblöðum og viljum við vita hvort hann sé á veitingahúsi sem maður er að borða á eða njóta annarra veitinga?  Mér finnst núverandi Forseti hafa fært virðinguna fyrir forsetaembættinu niður á mun lægra plan en áður var.

Ég hef aldrei kosið núverðandi Forseta


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband