1.8.2007 | 20:54
Einkavæðingu að þakka
Hefur fólk velt því fyrir sér að eftir að ríkisbankarnir voru einkavæddir hefur íslenskt efnahagslíf staðir í sérstaklega miklum blóma. Gömlu ríkisbankarnir hefðu ekki getað skilað þessum árangri ef þeir hefðu áfram verið í ríkiseigu. Fyrir einhverju síðan sá ég tölur sem sýndu það að skattarnir sem Kaupþing er að skila til Íslenska ríkisins fjármagnar algjörlega rekstur háskóla ríkisins.
Ég styð einkavæðingu
![]() |
Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 89,6 milljarðar króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 18:09
1. ágúst lottóið
Eins og margir aðrir þá fæ ég endurgreitt frá skattinum og fékk meira að segja meira heldur en endurskoðandinn var búinn að segja og er ég að spá í að kæra þá niðurstöðu.
Finnst þetta kerfi reyndar vera ansi kjánalegt og hefði talið eðlilegra að vera með eitthvað annað "system" á þessu heldur en að vera með endigreiðslur upp á fleiri hundruð milljónir á hverju ári.
Ég myndi vilja sjá annað kerfi heldur en vaxtabætur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 11:20
Yfirvegaður að vanda
Eins og mér finnst leitt að þetta hafi gerst þá er ég ánægður með að landsliðsfyrirliðinn hafi sýnt þá stillingu sem hann sýndi í þessu máli. Hann er ekkert að láta svona fyllerísröfl og stympingar slá sig út af laginu.
Hann ætti líka að vita það að jafn frægur maður og hann kallar á allskonar athygli, sérstaklega á þessum stað á þessum tíma.
Ég er ánægður með viðbrögð Eiðs Smára í þessu máli
![]() |
Veist að Eiði Smára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 22:35
Hélt fyrst að þetta væri brandari
Miðað við fyrirsögnina þá hefði maður séð fyrir sér að innihald fréttarinnar, ef frétt skildi kalla, að þeir væru 10 eða 15 mínútum lengri en ekki einni mínútu lengur en t.d. Breiðhyltingar.
Ég held að ég sé 12 mínútu í vinnuna
![]() |
Hafnfirðingar lengur á leiðinni til vinnu en aðrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2007 | 22:18
Gálgafrestur þjálfarans liðinn
Skil ekki í því af hverju ekki var gripið til þessara ráðstafana fyrr.
Ég spái því að KR muni falla í haust
![]() |
Teitur rekinn - Logi stjórnar KR út leiktíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 23:38
Dallas - part 2
Eins og áður hefur komið fram hér á blogginu þá er ég að horfa á Dallas seríuna og eru ótrúlegt að fylgjst með flækjunum sem eru í einni fjölskyldu.
JR heldur við systur Súellenar en Súellen heldur við Dusty en hafði áður haldið við Cliff Barnes. Pamela og Bobby eru í vandræðum með sambandið og Pamela kemst að þvi að pabbi hennar er ekki pabbi hennar heldur gamall vinnumaður sem var að vinna á South Fork en líkið að honum finnst á South Fork og er Jock grunaður um að hafa drepið hann. Cliff Barnes reynir að koma sökinni á Jock en þá kemur í ljós að Digger, sem Pamela hélt að væri pabbi sinn hafði drepið manninn en ekki Jock.
Súellen fer fram á skilnað við JR en þá deyr Dusty og Súellen fer aftur að drekka þannig en JR er rosalega ánægður með það þar sem hann er þá viss um að Súellen muni aldrei ná syni þeirra af honum ef hún ákveður að skilja við hann.
Ég veit að þetta er ruglingslegt en ég skil varla í þessu sjálfur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2007 | 23:19
"Vatn á myllu kölska"
Eitthvað held ég að þessi ummæli gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum og þannig framkallað hörð viðbrögð frá múslimum í Evrópu.
Ég sjálfur er kristinnar trúar
![]() |
Ritari páfa segir íslam ógna evrópskri sjálfsímynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 22:00
Ennþá rauð slykja yfir Rússlandi
Þó að ýmislegt hafi batnað í Rússlandi er greinilega enn þannig að kommúnísk stjórn er þar í gangi. Allt er fullt af boðum og bönnum og fólk verður að lifa við stöðugan ótta sem fylgir kommúnistastjórnum.
Kommúnistar og vinstrimenn eru á móti einkaframtaki og trúa frekar á valdboð og kúgun.
Ég er fylgjandi einkaframtaki og trúi á frelsi einstaklingsins
![]() |
Völd rússnesku leyniþjónustunnar vaxa stöðugt samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2007 | 21:59
Rétt niðurstaða
Sýnist að þetta sé besta lausnin í málinu enda ekki þjóðhagslega hagkvæmt að leggja í gangnagerð til Vestmannaeyja.
Ég verð að segja að ég fagna þessari niðurstöðu
![]() |
Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 17:42
Sjálfstæðisflokkurinn stendur við loforðinn
Eitt af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins var að lækka enn frekar skatta á einstaklinga og fyrirtæki og er ég fullviss um að staðið verður við það.
Ég treysti orðum Geirs Haarde og Sjálfstæðisflokknum
![]() |
Geir: Skattalækkunarskrefin enn ekki nógu mörg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)