Ósýnileg löggæsla

Fór austur á Selfoss í eftirmiðdaginn í dag og sá þar í brekkunni við Skálafell þar sem lögreglan lá í grasinu (næstum því í felulitunum) og var að reyna að hanka einhverja bílstjóra sem hætta sér yfir hámarkshraðann.

Finnst mjög einkennilegt að lögreglan skuli telja það betri aðferð til þess að halda niðri umferðahraða að liggja í grasinu og fela sig og ná hugsanlega 1-2 bílum af hundrað á ólöglegum hraða í staðin fyrir að halda niðri hraðanum á öllum bílum með því að vera sýnilegir.  Það að sjá lögreglubíl í vegkanti hægir ósjálfrátt á ökumönnum.

Ég ók á löglegum hraða þar sem ég var búinn að mæta lögreglubíl


mbl.is Á 139 km hraða til að skoða Gullfoss og Geysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt ákvörðun

Ég tel þessa ákvörðun hjá Akureyrabæ hafi verið rétt en vandamál undanfarinna hátíða hjá þeim á Akureyri kalla á þessar aðgerðir.  Snyrtilegt og heiðarlegt hjá bænum að koma fram strax og segja frá þessu.

Á meðan foreldrar eru að samþykkja að senda börnin sín ein á svona hátíðar þurfa hátíðahaldarar að grípa til svona aðgerða.

Ég er hjartanlega sammála þessari ákvörðun hjá Akureyrabæ


mbl.is Efast um að ákvörðun bæjaryfirvalda á Akureyri standist lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonarneistinn farinn?

Þá held ég að síðasta hálmstráið sé fari frá KR.  Ef þeir hefði náð að vinna leikinn hefðu þeir hugsanlega fengið smá vonarneista.

Ég spái enn að KR muni falla í haust


mbl.is KR er úr leik í UEFA-keppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt bannað á þjóðhátíð í Eyjum?

Fyrst banna þeir Árna Johnsen, síðan banna þeir að tjalda og næst munu þeir sennilega banna áfengi í Herjólfsdal.  Hvað er þá eftir af því sem fólk er að sækja til Vestmannaeyja?

Ég hef aldrei farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum


mbl.is Bannað að tjalda í Herjólfsdal í kvöld vegna slæmrar veðurspár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG mæta á staðinn

Þingmenn VG munu örugglega mæta og forsvarsmenn "Saving Iceland" eiga eftir að hlekkja sig fasta við fjallið til þess að varna því að það gjósi.

Ég veit ekki hvað Upptyppingar er, hélt fyrst að þetta væri eitthvað dónalegt


mbl.is Almannavarnir í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra eldsumbrota við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert þeirra ætli verði fyrir valinu?

Miðað við umræður í þjóðfélaginu þá kæmi mér ekki á óvart að konan verði fyrir valinu.

Ég spá því allavegana


mbl.is Fjögur sóttu um embætti hæstaréttardómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froskur í forrétt

Hef heyrt af því að froskalappir þyki herramannsmatur.

Ég hef aldrei smakkað froskalappir


mbl.is Fúsi flakkari tók sér far með salatblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrulegur draumaprins

"Halló, ég er Bogi banani, viltu koma með mér heim?"  Þetta gerist varla náttúrulegra.

Ég er náttúrunnandi, en "common" Grin

 


mbl.is Ástráður dreifir smokkum um Verslunarmannahelgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dallas - part 3

Spennan í Dallas er núna í algleymingi en búið er að skjóta JR og allra augu beinast að því að Sú Ellen hafi skotið hann, en fleiri eru taldir líklegir.  Íundanförnum þáttum hefur JR stigið á fólk eða gabbað það út í viðskipti sem reyndust síðan enginn fótur fyrir.

Getur verið að "businessmenn" á Íslandi séu eitthvað frábrugðnir því hvernig JR var?

Ég man hver skaut JR


Hækkun á bensíni fyrir helgi?

Eins og fyrir margar aðrar verslunarmannahelgar þá spái ég því að öll olíufélögin hækki verð á bensíni fyrir næstu helgi.

Ég yrði ekkert rosalega hissa á því


mbl.is Olíuverð aldrei verið hærra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband