29.8.2007 | 23:19
Ódýr hausverkur
Margt er skrítið bæði í kýrhausnum og lögfræðinni.
Ég held að ég myndi fá lítið fyrir hausinn á mér
![]() |
Missti hluta höfuðsins í heilaaðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 22:49
Gríðarlegur fjöldi af mótmælendum
Fróðlegt verður að fylgjast með því hvað mun gerast í kjölfarið af þessu. Það að þetta stór hluti bæjarbúa er tilbúið til þess að skrifa sig á lista hlýtur að hafa eitthvað að segja en það kæmi mér svosem ekki á óvart að þessar undirskriftir verði að engu hafðar líkt og gerðist í íbúakosningunni í Hafnarfirði vegna kosningarinnar um álverið. Meirihlutinn í Hafnarfirði er ennþá að tala um að stækka álverið þrátt fyrir allan fjöldann sem kaus á móti því. Í raun og veru þá skildi ég aldri þann skrípaleik eins og ég hef margsinnis sagt hér á blogginu.
Ég spá því að meirihlutinn á Selfossi muni halda sínu til streitu
![]() |
Á annað þúsund mótmælir miðbæjarskipulagi á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2007 | 17:38
"Það jafnast ekkert á við jazz"
Búið er að skipuleggja það af betri helmingnum hjá mér og góðum vin að fara og sjá eitthvað af því sem verður á boðstólnum á Jazzhátíð Reykjavíkur.
Ég hef mjög gaman af því að hlusta á jazz
![]() |
Djass í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2007 | 00:59
Hervald Rúnar Gíslason 17 ára
Þegar klukkan sló miðnætti í kvöld varð hann Valli okkar Klöru 17 ára en það er ótrúlegt að það séu 17 ár síðan hann fæddist. Valli okkar er þessi týpíski unglingur sem finnst margt "fáránlegt" í þeim reglum sem honum eru settar af foreldrunum en þannig hefur sennilega verið um okkur flest í uppvextinum. Valli okkar er góður strákur og við finnum að hann er mikið að þroskast og koma til þessa dagana og við foreldrarnir væntum mikils af honum í náinni framtíð.
Ég, mamma hans og Eiríkur Egill bróðir hans óskum honum innilega til hamingju með daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2007 | 23:51
Frábær sigur hjá Liverpool
Gaman að sjá að Liverpool landaði góðum sigri og var aldrei spurning um hver myndi vinna sigur í kvöld.
Ég held að Pollarar séum til alls líklegir í vetur
![]() |
Benítez: Sýndum hvað liðið er sterkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 23:46
Haglabyssa í miðbænum
Getur verið að Ísland sé að ala af sér harðsvíraða glæðamenn sem víla sér ekki við að beita skotvopnum gegn þeim sem andmæla þeim eða eru á móti þeim?
Getur verið að varnir Íslands séu það veikar að erlendir glæpahringir renni hýru auga til Íslands eins og sagt hefur verið um vændiskonur sem sagt er að koma hingað frá Austantjaldsþjóðum í gegnum erlenda glæpahringi?
Getur verið að útrás Íslendinga geri það að verkum að erlendir glæðahringir eigi auðveldar með að koma eiturlyfjum til Íslands?
Verður íslenska lögregla ekki að vera tilbúinn til þess að mæta því að íslenskir undaheimar eru að verða harðari?
Ég held að Ísland sé ekki jafn öruggt og margir vilja halda
![]() |
Tveir menn handteknir á Hverfisgötu með hlaðna haglabyssu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2007 | 18:40
Hræðileg lífsreynsla
Lenti eitt sinn í því að brotist var inn á skrifstofu sem ég var að vinna á þar sem allt var hreinsað út og umgangurinn var hreinlega ömurlegur. Í marga daga var ég að ná úr mér hrollinum eftir þetta og fannst ekki gott að vita til þess að einhverjir hefðu verið þar að athafna sig og fara í gegnum mína hluti.
Þegar kemur að helgum stað eins og heimilinu þá má vel ímynda sér að ábúendum hlýtur að líða illa yfir þessu og á það alla mína samúð.
Ég vona og óska að ég muni aldrei þurfa að upplifa þetta
![]() |
Voru uppi í rúmum og sófum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 21:55
Tilfinningalegt svigrúm
Hvar man ekki eftir manninum sem bað um tifinninningalegt svigrúm en var svo sjálfur mættur í Séð og heyrt þegar það hentaði fyrir hann.
Svona fólk er duglegt í sviðsljósinu þegar allt leikur í lindi en hleypur svo í felur þegar eitthvað bjátar á.
Ég held að fólk verði að axla ábyrgð á gjörðum sínum
![]() |
Owen Wilson óskar eftir að fá tíma til þess að ná bata í friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.8.2007 | 20:54
Ritstjóri sem er þóknanlegur eigendunum?
Getur verið að nýr ritstjóri sé þóknanlegur eigendum DV? Getur verið að hann þori að kryfja mál eigendanna á DV en eins og kunnugt er hefur DV verið þekkt fyrir óvægna umfjöllun á ýmsum málum.
Ég spá því að hann muni ekki þora að segja styggðaryrði um eigendurna
![]() |
Nýr ritstjóri DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 20:46
Klórað yfir mistökin?
Fyrst breytir Samfylkingin og félagsmálaráðherra hámarkslánum vegna íbúðalána og ákveða svo að skipta nefnd? Hvað á þessi nefnd eiginlega að gera? Á hún kannski að segja þeim að það hafi verið rangt að breyta hámarkslánunum?
Ég skil yfirleitt ekki hvað Samfylkingin er að spá
![]() |
Nefnd skipuð um eflingu húsnæðislánakerfisins og lánveitingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)