Haglabyssa í miðbænum

Getur verið að Ísland sé að ala af sér harðsvíraða glæðamenn sem víla sér ekki við að beita skotvopnum gegn þeim sem andmæla þeim eða eru á móti þeim?

Getur verið að varnir Íslands séu það veikar að erlendir glæpahringir renni hýru auga til Íslands eins og sagt hefur verið um vændiskonur sem sagt er að koma hingað frá Austantjaldsþjóðum í gegnum erlenda glæpahringi?

Getur verið að útrás Íslendinga geri það að verkum að erlendir glæðahringir eigi auðveldar með að koma eiturlyfjum til Íslands?

Verður íslenska lögregla ekki að vera tilbúinn til þess að mæta því að íslenskir undaheimar eru að verða harðari?

Ég held að Ísland sé ekki jafn öruggt og margir vilja halda


mbl.is Tveir menn handteknir á Hverfisgötu með hlaðna haglabyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undirheimarnir verða harðari einfaldlega vegna þess að yfirvöld vilja fara einstefnu í þessu stríði gegn fíkniefnum, hermt eftir Bandaríkjamönnum. Reglulega talað um að nú þurfi sko að herða baráttuna þrátt fyrir að allar hinar tilraunirnar hafi misheppnast. Eina leiðin til þess að stöðva þessa þróun er að hætta að berjast í stríði sem ekki er hægt að vinna, lögleiða fíkniefni og frekar einbeita sér að forvörnum og meðferðarúrræðum.

Pældu í því að frá því að 1/10 allra fanga í heiminum eru Bandarískir dópistar, einnig eru þeir búnir að eyða um trilljón dollurum frá því þeir lýstu yfir stríði gegn fíkniefnum. Samt er neysla meiri í dag heldur en þegar stríðið hófst. Rifjum svo upp mafíuspillinguna sem náði rótum þar við áfengisbannið og allir höfðu auðveldan aðgang að ólöglegu bruggi. Bandaríkjamenn eru búnir að sanna fyrir heiminum að það er ekki hægt að koma í veg fyrir neyslu einstaklinga með valdi, samt virðast flestir herma eftir þeim eins og heilalausir hálfvitar. 

Geiri (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 01:01

2 identicon

ég vitna bara í Rammstein... "Amerika"

Rammstein (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband