1.10.2007 | 22:11
Skerpa á reglum um hundahald?
Er ekki á hreinu að ef þú átt hund þá áttu að passa þig á því að hann gangi ekki laus? Ef þú átt hund og passar ekki upp á að hann sé ekki laus þá áttu ekki að eiga hund.
Ég passa vel upp á hundinn minn
Hundur hefur ráðist á fólk á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2007 | 22:06
Hvað hefur Jóhanna gert?
Ég hef fylgst með Geir í gegnum ýmislegt og er mjög ánægður með hans störf.
Ég hef ekkert séð til Jóhönnu - getur einhver upplýst mig um hvað hún hefur gert?
Mest ánægja með störf Jóhönnu og Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.10.2007 | 17:21
Er þetta gott eða slæmt?
Hverju er þetta að þakka? Er þetta ekki því að þakka að vel hefur verið haldið um fjármálin? Væri þetta svona gott ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið við stjórnvölinn?
Ég held við verðum að vera þakklát fyrir þennan árangur
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 30,8 milljarða tekjuafgangi 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 16:46
Hvað verður það næst?
Hef séð tvær fréttir í dag sem tengjast hvarfinu á Madeline McCann, önnur segir að einhver hafi tekið mynd af stúlkubarni sem líkist Madelline en hin segir að foreldrarnir séu grunaðir um að hafa grafið lík dóttur sinnar á Spáni.
Ég held að allir séu hættir að botna eitthvað í þessu máli.
Tilgáta um að Madeleine hafi verið jörðuð á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 17:18
Í hvað fer tími lögreglunnar?
Finnst hreint með ólíkindum að lögreglan sé að svara kalli eins og þessu.
Í síðustu viku, eins og ég sagði frá hér á síðunnu, þá keyrði ég á kött sem var ómerktur en var með eyrnamerkingu. Ég lét lögregluna vita af því sem gerst hafði og þeir komu á staðinn og gerðu sínar ráðstafanir. Hafði mikinn áhuga á að finna út úr því hver hefði átt köttinn til þess að láta vita af þessu og var þá sagt að þeir hefðu hreinlega ekki tíma til þess að finna út úr eyrnamerkingunni og því er nú einhversstaðar fjölskylda eða einstaklingar sem vita ekki af hverju kötturinn þeirra kemur ekki heim.
Ég hreinlega skil ekki þessa forgangsröðun
Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2007 | 23:29
Ekkert að segja
Varð að setja eitthvað hér inn í staðin fyrir að segja ekki neitt. Síðasta færsla hjá mér var ekki gleðileg en núna hef ég hreinlega ekkert að segja.
Ég verð ekki oft kjaftstopp en er það núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 13:18
Ók yfir kött í morgun
Er leiður í dag en ég lenti í því eldsnemma í morgun, nálægt heimilinu, að aka yfir kött og er hann ekki lengur á meðal vor. Hans verður örugglega sárt saknað af heimilinu þar sem hann bjó.
Verst finnst mér að ég náði ekki að finna út úr því hver átti köttinn en hann var með ól en ómerktur. Hringdi í lögregluna og lét þá vita af því hvernig hafi farið en skv. þeirra upplýsingum var ekki hægt að finna út úr eyrnamerkingu þannig að blessaður kötturinn fór í venjulegan farveg hjá lögreglunni fyrir nafnlaus dýr.
Ég verð að ganga í hús og athuga hjá nágrönnunumBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2007 | 23:10
Bannað að hafa skoðanir á fréttum?
Rakst á eftirfarandi undir frétt á visir.is og finnst óskiljanlegt að þeir skuli banna fólki að hafa skoðanir á fréttum eða blogga um þær.
"Ritstjórn Vísis hefur ákveðið að taka út Skoðanir á fréttum en bendum lesendum á að hægt er að blogga um fréttir á blogsvæðum Vísis og BlogCentral.is og þær bloggfærslur birtast við þá frétt sem bloggað er um."
Skilur einhver þennan texta og ástæðuna fyrir honum? Getur verið að þeir vilji ekki fá skoðanir á sínum fréttaflutning?
Ég lýsi eftir einhverjum sem kann að útskýra þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2007 | 23:09
Loksins á Íslandi
Eftir áralanga bið eru loksins komnar fram vísbendingar um að spánarsniglar finnist í einhverjum mæli á Íslandi.
Legg til að RÚV eða Stöð-2 geri heimildamynd um þetta og fari ofan í saumana á því hvernig þeir hafi borist hingað.
Ég held að gúrkutíðin sé að ná hámarki
Spánarsniglar finnast hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 23:08
Útlenskur flugmaður?
Getur verið að flugmaðurinn hafi verið útlenskur og því ekki ratað til Ísafjarðar?
Ég rata, með bíl, til Ísafjarðar
Lenti næstum því á Akureyri í stað Ísafjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)