Hvað hefur Jóhanna gert?

Ég hef fylgst með Geir í gegnum ýmislegt og er mjög ánægður með hans störf.

Ég hef ekkert séð til Jóhönnu - getur einhver upplýst mig um hvað hún hefur gert?


mbl.is Mest ánægja með störf Jóhönnu og Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einnig ánægður með Geir; flokkur hans mætti þó leyfa frjálslegri umræður um Evrópumálin því auðvitað kemur að því að þjóðin þarf að kjósa um þetta stóra mál.  Jóhanna er vinsæl ekki aðeins vegna þess að hún hefur reynslu af ráðherrastörfum, heldur vegna umhyggju hennar fyrr og síðar í garð þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og búa við lág laun, já, jafnvel búa við skort. Svona er nú það.

Addi (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Hilmar

Hmmm... hún ætlaðiað leysa einhvern vanda. Man bara ekki hvaða. Veit að hún skipaði allavega eina nefnd.

Það er nú soldið.

Hilmar, 1.10.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er það ekki akkúrat málið.  Hún segist ætla að gera margt en einhversstaðar var það kallað umræðupólitík. 

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.10.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ok. ef umræðu pólítík er slæm og kannsi gagnslítil, hvað er þá hægt að segja um að forsætisráðherrarnir Geir og Davíð segi aftur og aftur að Evrópumálin séu ekki til umræðu. Þau eru til umræðu um allt, ekki síst í viðskiptalífinu.

Mér finnst þeta ansi kínversk pólítík hjá Geir, sem er þó hinn mætasti maður.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 23:07

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvað ætli Jón sé að meina með "kínversk pólítík"?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.10.2007 kl. 08:59

6 Smámynd: Sigurjón

Ég skal segja þér hvað Jóhanna hefur gert:

Hún strikaði með einu pennastriki út möguleika ungs fólks, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, til að eignazt eigið húsnæði.  Hún spekúlerar ekkert í því að leyfa ætti kannske 90% lán til þeirra sem eru að kaupa sitt fyrsta húsnæði, eða eru að kaupa á svæði sem er miklu dýrara en annars staðar...

Hún er alltaf að reyna að redda hlutunum, en það klúðrast. 

Sigurjón, 2.10.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband