Verulega ósmekklegt

Hvað er eiginlega að fólki að setja svona hluti á prent í virðulegum blöðum eða tímaritum.  Verður hugsanlega næst grein um gullfiska ofan á brauð og léttsteikta páfagauka?

Ég held að sá sem þetta skrifaði hafi ekki verið með öllum mjalla


mbl.is Hvernig matreiðir þú kött?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Junglespeed

Fjölskyldan sest stundum niður og spilar saman en við Klara Lísa höfum alla tíð haft mjög gaman af að spila og hefur það greinilega smitast eða erfst til strákanna okkar.

Í kvöld settumst við niður með strákunum og spiluðum spil sem heitir "Junglespeed".  Spilið gengur í stuttu máli út á það að sérstök spil með mismunandi táknum er dreift á spilamenn og síðan er flett upp spilum þar til upp koma eins spil og á því að reyna að hrifsa til sín sérstakan "verndargrip" sem er staðsettur á miðju borðinu. 

Sá sem nær ekki gripnum á að taka öll spilin sem safnast hafa saman hjá þeim sem náði "verndargripnum" en aðeins þeir tveir sem fengu eins spil eiga að reyna að ná "verndargripnum". 

Mörg táknanna eru mjög lík að lögun og eða lit þannig að auðvelt getur verið að ruglast og ef maður hrifsar til sín "verndargripinn" í þannig tilvikum á maður að taka til sín öll spil sem eru komin í borðið.

 Hvet alla sem hafa gaman af spilum að kíkja við hjá Magna á Laugaveginum (ef búðin er þar enn) og sjárfesta í svona spili því það er hin besta skemmtun.

Ég tapaði alltaf í spilinu í kvöld


Skrifað í nafni eigendanna?

Getur verið að þessir fyrrverandi ritstjórar hjá DV hafi verið að ganga erinda eigenda sinna en Jónína hefur verið ómyrk í máli vegna þeirra.  DV hefur verið frægt fyrir það að "taka menn" af lífi opinberlega með dylgjusögum og órökstuddum fréttum og hefur maður stundum þótt þeir taka fyrir menn sem eru "sumum" ekki þóknanlegir.

Ef ég man rétt þá hefur ný ritstjórn gefið út að "fréttastefna" DV muni ekki breytast þannig að við verðum að reikna með að þeir séu ekki hættir með sína fréttamennsku þó að eitthvað hafi breyst í ritstjórninni.  Blaðið er enn í eigu sömu aðila!

Ég vil óska Jónínu til hamingju með þessa niðurstöðu


mbl.is Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða miskabætur og sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var ekki spurður

Ekki var hringt á mig til þess að spyrja mig álits á þessu en ég veit vel hverju ég hefði svarað.

Ég er greinilega í minnihluta í þessu máli


mbl.is Tæplega 65% vilja Ólaf Ragnar áfram sem forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert nýtt

Það er ekkert nýtt að Steingrímur og VG sjái bara svartnætti í því sem ríkisstjórnin er að gera.  Samfylkingin lét líka svona áður en þeir komust í ríkisstjórn.

Ég held almennt að staða mála hér á Íslandi hafi sjaldan verið betri.


mbl.is Steingrímur J: Hagstjórn í molum og áætlanagerð úti í hafsauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldvaka í Vídalínskirkju

Mætti síðastliðið sunnudagskvöld á kvöldvöku í Vídalínskirkju í Garðabæ en við nokkrir félagar í kirkjukórnum, undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista, voru hluti af þeim sem þar tóku þátt.

Ræðumaður kvöldsins var Sigríður Hulda Jónsdóttir en inntak þess sem hún ræddi var að tvinna saman fjölskyldulíf, uppeldi barna og einkalíf við atvinnu.  Ýmislegt í ræðu hennar vakti mig, og örugglega aðra, til umhugsunar um hvað er það mikilvægasta í heimi.

Gospelkór Jóns Vídalín kom þar einnig fram var hreinlega frábær og er aðdáunarvert að sjá þann árangur sem hefur náðst með kórinn.  Hljómsveitin Exodus sló síðan botninn í kvöldvökuna sem heppnaðist í alla staði frábærlega.

Þessi nýbreytni í safnaðarstarfinu í Garðasókn á án efa eftir eftir mælast mjög vel fyrir en Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, starfsfólk kirkjunnar og sjálfboðaliðar eru að vinna frábært starf í Garðasókn.  Það að vera með fulla kirkju á sunnudagskvöldi sýnir að fólk er í dag ánægt með safnaðarstarf í Garðasókn og tilbúið til þess að koma í kirkjuna sína til þess að taka þátt í almennu safnaðarstarfi.

Næsta kvöldvaka verður í nóvember en þar mun Halldóra Gyða Matthíasdóttir, góð vinkona okkar Klöru Lísu, verða ræðumaður kvöldsins og hlakka ég mikið til að heyra hvað hún hefur fram að færa.

Ég mun örugglega mæta á næstu kvöldvöku í Vídalínskirkju

 

 


Rós í hnappargatið fyrir Björn Bjarnason

Þessi framkvæmd sýnir að almenningur vill fá meiri sýnilega löggæslu en ekki einhverjar pappalöggur eða öryggismyndavélar.  Björn Bjarnason, sem oft er ekki vinsælasti stjórnmálamaðurinn, á án efa, heiðurinn af þessu þarfa verki.

Ég er ánægður með langflest embættisverk Björns Bjarnasonar


mbl.is Mikill stuðningur við hertar lögregluaðgerðir í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trekkir væntanlega einhverja til þess að koma og fylgjast með?

Þessi leið fær væntanlega einhverja til þess að mæta og eða fordæma verknaðinn?  Er ekki talað um að allt umtal sé gott?

Ég held að ég myndi allavegana fylgjast með svona mótmælum ef ég hefði tök á því Whistling


mbl.is Nakin mótmæli í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirburðir Sjálfstæðisflokksins

Þessi könnun eins og aðrar sýna verulegan styrk okkar sjálfstæðismanna og verður það að teljast afrek eftir allan þann tíma sem flokkurinn hefur haldið um stjórnartaumana. 

Getur verið að þetta sé tilviljun eða er verið að launa fyrir vel unnin störf og skýra stefnu?

Ég þarf ekki að taka fram að ég er sjálfstæðismaður


mbl.is Litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak hjá leigubílstjórum á Hreyfli

Tók eftir því í dag að einhverjir leigubílar voru komnir með bleik taxamerki og vissi þá ekki hver tilgangurinn var en veit það núna og finnst framtakið frábært.

Ég vona að mín kona þurfi aldrei að glíma við brjóstakrabbamein


mbl.is Leigubílar skipta út gula litnum fyrir bleikan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband