25.10.2007 | 17:12
Hvort er verra?
Hvort er verra að misnota börn eða flytja inn og selja eiturlyf? Þessir dómar finnst mér vera í samræmi við glæpinn en þegar kemur að aðilum sem hafa misnotað börn þá eru dómarnir miklu, miklu vægari og er það algjörlega óskiljanlegt.
Er ekki jafn alvarlegt að eyðileggja líf fólks með kynferðislegri misnotkun og að eyðileggja líf fólks með innflutning og sölu á eiturlyfjum?
Ég fagna þessum dómum en kalla líka eftir þyngingu dóma í kynferðisbrotum á börnum
9½ árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2007 | 17:10
Hið besta mál
Er ekki besta mál að verið sé að úthýsa þessum stöðum úr borginni? Ég velti því reyndar fyrir mér hvort ekki sé verið að úthýsa stöðum sem gamli "R-listinn" heimilaði þetta athæfi þegar þeir voru áður með meirihluta í borginni.
Ég fagna þessari ákvörðun
Borgarráð leggst gegn því að heimila nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 00:10
Hér er of langt gengið
Svona auglýsingamennska er ekki til þess að gera baráttu samkynhneigðra auðveldari. Það að nota barn í þessum tilgangi finnst mér vera ósmekklegt.
Ég held að þetta verði samkynhneigðum ekki til framdráttar
Auglýsing er sýnir samkynhneigt ungabarn veldur deilum á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.10.2007 | 00:07
Núna er ég hissa
Jahérna, getur verið að Olíufélögin séu að hækka bensínið. Skrítið að þau skuli tvö hækka á sama deginum. Ætli þriðja "stóra" Olíufélagið hækki á morgun?
Ég verð ekki hissa ef hin félögin hækka í kjölfarið
Eldsneyti hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 17:18
Styttra í grasið?
Getur verið að Magni og vinir hana vilji vera nær "gróðrinum" þannig að þeir geti lifað eins og "blómabörnin" gerðu forðum?
Ég held að einhverjir aðilar í Hveragerði séu með mjög öfluga ræktun á ýmsum "gróðri".
Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.10.2007 | 09:05
Sönnunarbyrgðin misjöfn
Finnst mjög einkennilegt að búið sé að dæma þennan ökumann til sviptingar ævilangt en síðan er einhver sem misnotar börn sýknaður eftir daga og vikur í dómsal þó að fullvíst sé talið að misnotkun hafi átt sér stað.
Ég er hér engan vegin að gera lítið úr þessari sviptingu en bendi á að búið sé að svipta hann áður en sannað þykir að hann hafi sýnt ofsaakstur en sagt er að rannsókn málsins hefjist innan skamms, þannig að ökumaðurinn er sviptur án dóms og laga.
Ég skil ekki þetta misræmi á milli dóma
Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.10.2007 | 00:07
Tony Blair til Brussel?
Eitthvað við persónu Tony Blair og hvernig hann hefur alltaf komið fram hefur einhvernvegin heillað mig og hef ég því ætíð verið hrifinn af manninum og hvernig hann svarar fyrir sig.
Ræddi þetta mál einhverju sinni við Breta sem er mikill hægrimaður og var hann mér mjög sammála í þessum máli og segði mér að hann hafi ætíð kunnað mjög vel við þennan mann þó þeir hafi ekki verið á sama stað í pólitík.
Ég gæti trúað að Tony Blair yrði flottur í þessu hlutverki
Blair kann að verða fyrsti forseti Evrópusambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 23:31
Haustlægðir
Þá eru fyrstu haustlægðirnar að sýna sig og verður maður að vona að enginn skaði verði af þeirra völdum.
Björgunarsveitir okkar Íslendinga eru ávalt í startholunum þegar eitthvað bjátar á og verðum við að muna eftir þeim þegar kemur að því að þær biðja okkur um að styrkja sig.
Ég hef sjálfur þurft á aðstoð björgunarsveita að halda og var það ómetanlegt
Viðbúnaður við Grófina í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 09:05
Var Óli upptekinn?
Getur verið að Óli og Dorrit hafi verið upptekin á Íslandi og þess vegna hafi Össur farið í staðin?
Ég tel að ráðherrar eigi frekar að sinna svona verkefnum
Össur ræðir við forseta Indónesíu um samstarf á sviði jarðvarma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 22:35
Innfluttar kýr?
Getur verið að fyrrverandi landbúnaðarráðherra myndi kyssa innfluttar kýr?
Ég held varla, eða hvað?
Nýtt kúakyn gæti sparað rúman milljarð á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)