1.11.2007 | 08:59
Samkeppni
Er ekki rétt að gefa sveitarfélögum tækifæri á því að vera með samkeppni sín á milli í þessu málum? Það er hálf skrítið að ríkið sé að setja hömlur á sveitarfélög í þessu málum.
Ég er ákafur stuðningsmaður í öllu því sem viðkemur heilbrigðri samkeppni
Burt með bann við skattalækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2007 | 08:52
Æi ...
Hvað á ég núna að gera? Var búinn að safna og safna til þess að geta komist í þessu flugvél með eitt að leiðarljósi.
Ég verð þá bara að prófa þetta í "Fokker".
Háloftakynlíf bannað í risaþotu Airbus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 17:32
Ég er nú svo aldeilis hissa
Núna er ég kjaftstopp. Getur það virkilega verið að börn hafi gaman af að kasta snjóboltum í bifreiðar ???
Án gríns þá held að ég verið sé að setja þetta inn sem einhverskonar forvörn þannig að foreldrar brýni fyrir börunum sínum að þetta er stórhættulegur leikur. Það er ekkert grín að fá svona í bílinn þegar maður er í mestu makindum að aka í borg eða úti á landi.
Ég man vel hvað það var gaman að henda snjóboltum í bíla og annað en veit betur í dag og að þetta getur verið mjög varasamur leikur
Köstuðu snjóboltum í bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 17:28
Þrátt fyrir allt
Ánægjulegt er að heyra af því hvað Ísland er ennþá vinsælt hjá erlendum ferðamönnum.
Enn ánægjulegra er að heyra þetta vegna þess að hrakspár sögðu að hvalveiðar, virkjanir og það að við værum ein af "staðföstu þjóðunum" myndi gera það að verkum að ferðamönnum til Íslands myndi fækka.
Ég er ánægður með að við skulum þrátt fyrir allt vera vinsæll áningastaður erlendra ferðamanna
Útlendir ferðamenn aldrei fleiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 00:37
Lögfræðingar "skúrkanna"
Merkilegt hvað sumir lögfræðingar virðast sækja í það að verja "skúrkana".
Fyrir mér virðist það að þessir aðilar (lögfræðingarnir) séu haldnir einhverri einkennilegri athyglisþörf og hefði ég talið að fæstir myndu vilja fá athygli af því að verja aðila sem hafa misnotað börn, nauðgað konu eða drepið mann.
Við hér eigum okkar svona lögfræðinga og virðast þeir eiga sérstaklega greiða leið inn á alla fjölmiðla og hreinlega skil ég ekki að þeir skuli fá að komast þar inn til þess að verja þessa "skúrka".
Ég nefni engan þeirra á nafn en þið vitið um hverja ég er að ræða um
Meintur fjárkúgari af íslenskum ættum lifði tvöföldu lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.10.2007 | 00:16
Verndarhendi
Greinilegt er að einhver hefur haldið verndarhendi yfir þessari litlu stúlku.
Ég vona að einhver haldi verndarhendi yfir mér og mínum
Þriggja ára stúlka lifði af flugslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 20:51
Fíkniefnasmygl = líflát
Þeim er ekki fisjað saman í Íran en þrátt fyrir líflátið á þessum smyglurum þá held ég að aðrir eigi eftir að reyna það sama, og síðan enn aðrir einnig.
Ég held að margt sé til verra heldur en líflát
Tveir teknir af lífi í Íran fyrir fíkniefnasmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2007 | 17:16
Stefnubreyting hjá VG?
Ætlar Steingrímur og VG núna að fara að skoða hlutina í samhengi? Loksins segi ég!
Þetta er mjög fróðlegt að heyra því yfirleitt hafa þeir tekið allt úr samhengi og mótmælt öllum góðum hlutum og framförum, án þess að skoða hlutina í samhengi.
Ég hlýt af fagna þessari stefnubreytingu hjá VG þó ég muni seint kjósa þá
Steingrímur: Verðum að skoða loftslagsmálin í heildarsamhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2007 | 17:09
Ekkert nýtt
Það er ekki ný bóla að Guðlaugur Þór sé að styðja það sem Björn Valur Gíslason kallar "brennivínsfrumvarpið".
Ég er ánægður með að Guðlaugur Þór sé ekki að breyta sinni skoðun eða áherslu þó hann sé kominn í þá stöðu sem hann er í í dag en stundum hefur verið sagt að SUS frumvörp eða ályktanir breytist þegar menn komist inn á þing.
Það er heldur ekki ný bóla að VG-liðar séu á móti framþróun og nýungum en stundum hefur maður á tilfinningunni að þeir séu á móti bara til þess að vera á móti.
Ég er á báðum áttum um þetta "brennivínsfrumvarp" en er ánægður með staðfestuna hjá Guðlaugi Þór
Efast um hæfni heilbrigðisráðherrans til að gegna embætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 17:26
Hefur einhver spáð í þetta?
Allaf svoldið gaman að velta fyrir sér:
Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?
Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?
Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?
Af hverju límist ekki límtúpan saman?
Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?
Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?
Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?
Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?
Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?
Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?
Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?
Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?
Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?
Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?
Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?
Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?
Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?
Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?
Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?
Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?
Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?
Ég sef varla fyrir þessum pælingum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)