5.11.2007 | 22:07
Einhver er alltaf að græða
Einhvern tíman lýsti ég eftir því að fá að komast í að verða svona "handhafi forsetavalds" því að á meðan forsetinn er svona duglegur að ferðast til annarra landa þá eru einhverjir aðrir en ég sem græða fullt á því. Enginn var í sambandi við mig!
Getur ekki einhver reynt að koma mér í það að verða svona "handhafi".
Ég bíð við símann
Forseti Íslands ræddi áhrif loftlagsbreytinga á orkubúskap heimsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 08:42
Fumlaus vinnubrögð
Eru þetta fumlausu vinnubrögðin sem Dagur lofaði? Er þessi flýtir ekki sama og var gagnrýnt hjá fyrri meirihluta? Hver stjórnar ferðinni hjá OR og REI?
Ég held að þetta sé ekki dæmi um fumlaus vinnubrögð
Þurftum að taka afstöðu því tíminn var að renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2007 | 22:03
Hvernig kaffi ert þú? - Takið prófið
Samkvæmt þessu prófi er ég ...
Espresso!
Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.
Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hér fylgir vottorð sem staðfestir að þú hefur tekið og staðist kaffiprófið. Til að sýna vottorðið á vefsíðunni þinni getur þú afritað HTML kóðann úr boxinu fyrir neðan.
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2007 | 22:41
Orðabók Nútíma-Íslendingsins
Afleggjari : maður í megrunAtvinnuglæpamaður : lögfræðingur, hefur atvinnu af glæpum
Annarra bálreið : slökkviliðsbifreið
Blaðka : kvenkyns blaðamaður
Bleðill : karlkyns blaðamaður
Blóðsuga : starfsmaður Blóðbankans
Brautryðjandi : snjóruðningsmaður á flugbraut
Bráðabrundur : of brátt sáðlát
Brennivínsbrjálæðingur : alkóhólisti
Brúnkubrjálæði : ásókn manna í sólarlampa
Bumbubúi : ófætt barn
Bylgjubæli : vatnsrúm
Dauðahafið : vatnsrúm þar sem kynlíf er ekki stundað
Djúpsteiktir jarðeplastrimlar : franskar kartöflur
Djöfladjús : brenndir drykkir
Dótakassinn : Kaffi Reykjavík, þar sem menn fara þangað til þess að finna sér nýtt leikfang
Dragtardrós : kona sem gengur í dragt
Dritriti : bleksprautuprentari
Eiturblys : sígaretta
Eldát : það að borða grillmat
Endurholdgun : að fitna eftir megrun
Farmatur : matur sem er tekinn heim af veitingastað (sbr. e. take away)
Frumsýning : að kynna hugsanlegan maka í fyrsta sinn fyrir vinum og venslafólki
Fylgikvistir : foreldrar
Gamla gengið : foreldrar
Gleðigandur : titrari, víbrador
Gleðiglundur : jólaglögg
Græjugredda : fíkn í alls konar tól og tæki
Gullfoss og Geysir : niðurgangur og uppköst
Heimavarnarliðið : foreldrar stelpunnar sem eru alltaf að stressa sig yfir stráknum sem hún er með
Hreinlætiseyðublað : blað af klósettrúllu
Hvatahvetjandi : eggjandi
Hvataklæðnaður : hvers kyns klæðnaður sem vekur hvatir hjá körlum til kvenna sem og konum til karla
Kjerkönnun : samfarir
Kjetkurlssamloka : hamborgari
Klakakrakki : egg sem búið er að frjóvga og er geymt í frysti
Kúlusukk : Perlan, þar sem sukkað var með peninga við byggingu hennar
Limlesta : pissa (gildir aðeins um karlmenn)
Orkulimur : bensínslanga
Plastpokapabbi : karlmenn sem flytja inn til einstæðra mæðra með búslóð sem rúmast í einum plastpoka
Pottormar : spagettí
Rafriðill : titrari, víbrador
Ranaryk : neftóbak
Samflot : það að sofa saman í vatnsrúmi
Sjálfrennireið : bíll
Stóra hryllingsbúðin : Kringlan (hjá mér IKEA)
Svipta sig sjálfsforræði : gifta sig
Tungufoss : málglaður maður
Veiðivatn : ilmvatn
Viðbjóður : afgreiðslumaður í timburverslun
Þurrkaðir hringormar : cheerios
Ég fékk þetta sent frá einum vinnufélaga og vildi endilega deila þessu með ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.11.2007 | 17:28
Fumlaust vinnubrögð?
Þeir ætla sér áfram að vera í útrás en vita ekki hvernig eða með hverjum? Er þetta dæmi um fumlaus vinnubrögð?
Hvernig getur OR reiknað með því að einhverjir aðilar hafi áhuga á að starfa með aðilum sem viðhafa svona vinnubrögð að sparka einum út til þess að taka inn annan?
Ég tel þetta ekki vera fumlaus vinnubrögð
Áfram stefnt að útrás Orkuveitu Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 17:19
Góð yfirlýsing
Þessi yfirlýsing finns mér mun trúverðugri en það sem Bónus sendi frá sér í dag. Hér er fyrst og fremst verið að koma sér að kjarna málsins og þeim ásökunum sem dunið hafa á Krónuna og Bónus.
Fyrir mína parta þá finnst mér frábært að komin sé fram góð lágvöruverslun sem keppir við Bónus. Það er sérlega gott að versla í Krónunni og búðirnar eru snyrtilegar og fágaðar, þannig að maður finnst einhvernvegin ekki eins og maður sé staddur í lágvöruverslun.
Ég versla oft í Krónunni
Kaupás mótmælir ásökunum um samráð og blekkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 17:01
Útvarpið og bensínið í botni
Er þá ekki málið að vera bara með útvarpið í botni og geta þannig komist hjá því að greiða hraðasektir
Ég held að lögreglan og dómskerfið hafi hér orðið að athlægi.
Hljómtæki kunna að hafa valdið mæliskekkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 17:00
Skondin yfirlýsing
Yfirlýsing Bónus finnst mér ansi skondin. Mesta púðrið í henni fer að segja frá því að þessi fyrrverandi starfsmaður hafi ekki unnið allan þann tíma sem fram kom og að hann hafi ekki verið aðstoðarverslunarstjóri.
Það sem mér finnst síðan enn fyndnara er það sem kemur fram í yfirlýsingunni varðandi af hverju var frekar bent á Holta bringurnar. Þar segir orðrétt: " ...ekki þótti nægilegt magn til af Bónusbringum þann daginn til að réttlæta að taka þær í verðkönnun" Þvílík og önnur eins rökleysa en vissi þá viðmælandinn þar að ekki var til nóg af þessum "verðkönnunarbringum"?
Megintilgangur þessarar yfirlýsingar viðist vera sá að gera Árna Ragnar tortryggilegan en hitt finnst mér ekki ná til mín nema síður sé.
Ég versla ekki í Bónus!
Bónus gerir athugasemd við frétt Sjónvarpsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 21:35
Hált á svellinu
Fimmti bekkur Flataskóla fór nú í eftirmiðdaginn í Skautahöllina í Laugardal og fór ég þangað með Eirík Egil og Emil vin hans.
Frábær þátttaka var í þessu en um 50 börn mættu á svæðið og eiga foreldrafulltrúar 5. bekkjar í Flataskóla bestu þakkir fyrir frumkvæðið við að koma þessu í kring.
Ég gæti vel hugsað mér að fara á skauta einhvern daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007 | 20:23
Skipbrotið á eftir að koma
Hvenær ætli nýi Rei-listinn muni lenda í fyrsta skipbrotimu? Einn sem ég þekki vildi líkja þessum nýja meirihluta saman við hluti sem tengjast BDSM.
Fólk þarna virðist vera lamið áfram og látið gera hluti sem geta verið sársaukafullir, en er um leið múlbundið þannig að ekkert sé sagt sem getur skaðað þeirra málstað.
Þeirra málstaður er reyndar mjög óskír og virðist helst vera "dægurmálastefna" þar allsráðandi.
Ég býð eftir því að einhver springi á limminu
Björn Ingi: Alls ekkert skipbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)