Lögfræðingar "skúrkanna"

Merkilegt hvað sumir lögfræðingar virðast sækja í það að verja "skúrkana".

Fyrir mér virðist það að þessir aðilar (lögfræðingarnir) séu haldnir einhverri einkennilegri athyglisþörf og hefði ég talið að fæstir myndu vilja fá athygli af því að verja aðila sem hafa misnotað börn, nauðgað konu eða drepið mann.

Við hér eigum okkar svona lögfræðinga og virðast þeir eiga sérstaklega greiða leið inn á alla fjölmiðla og hreinlega skil ég ekki að þeir skuli fá að komast þar inn til þess að verja þessa "skúrka".

Ég nefni engan þeirra á nafn en þið vitið um hverja ég er að ræða um


mbl.is Meintur fjárkúgari af íslenskum ættum lifði tvöföldu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í réttarríki eiga allir rétt á málsvörn, sama hvaða illmenni á í hlut. Við skulum ekki áfellast lögfræðingina fyrir að vinna vinnuna sína.

Þórður G (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 02:34

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég skil samt ekki að sömu lögfræðingarnir virðast sækja í að verja svona "plebba"

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 31.10.2007 kl. 09:00

3 identicon

Sækjast í, þessir lögfræðingar eru ráðnir. þeir eru kannski bara góðir og menn sækjast í að ráða þá. Sammála Þórði.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:50

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Æi, góðir og ekki góðir.

Hreint með ólíkindum hvernig þeir ganga erinda þessa misyndismanna og fá þá jafnvel sýknaða þó að allt, ég segi allt, bendi til þess að þeir séu sekir.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 31.10.2007 kl. 12:32

5 identicon

Þegar ég segi góðir þá á ég við í sínu starfi(ef þeir fá menn sýknaða á annað borð) ég er ekki að tala um persónuna sjálfa. En þú getur ekki dæmt þá fyrir að sinna sínu starfi. En er þessi umtalaði lögmaður góður, tapaði Saddam ekki :) en eins og Þórður sagði þá eiga allir rétt á vörn. Við vitum ekki hver er sekur og hver er saklaus, jafnvel þó að það bendir flest á þennan mann þá er hann ekki endilega sekur. Myndir þú ekki vilja fá vörn ef þú værir sakaður um eitthvað? Átt þú eitthvað minni eða meiri rétt á vörn en aðrir. Þetta er sérstaklega erfitt þegar kemur að kynferðisglæpum, þar er mjög erfitt að sanna hlutina og byggist það kannski bara á að fórnarlambið segir að þú hafir gert þetta, við viljum ekki dæma saklaust fólk í fangelsi. Ég nefni bara sem dæmi þegar stelpurnar í keflavík sökuðu hermanninn um nauðgun. Þær sögðu sannleikann seinna meir en þetta sýnir bara að maður getur ekki trúað öllu sem meint fórnarlömb segja, við vorum ekki viðstödd. Niðurstaðan er sú að við verðum að virða alla og gefa þeim jafnan rétt til varnar.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 12:50

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Óli

Ég kaupi þessi rök hjá þér.  Finnst þér samt ekki einkennilegt hvað sömu lögfræðingarnir eru alltaf að verja aðila fyrir sömu eða svipaða glæpi? 

Stuðar það þig ekkert?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 31.10.2007 kl. 13:13

7 Smámynd: Þarfagreinir

Ég hef tekið eftir þessu og finnst það umhugsunarefni. Mér finnst líka undarlegt þegar lögfræðingar eru að mæta í fjölmiðla að sýknun lokinni og verja niðurstöðuna og skjólstæðing sinn með kjafti og klóm. Það þykir mér nú varla venjubundinn hluti af þeirra starfi.

Þarfagreinir, 31.10.2007 kl. 14:09

8 identicon

Ástæðan fyrir því er sennilega sú að þeir hafa kunnáttu hvað þá glæpi varðar. Ef þú verð alltaf sömu glæpina þá hlýtur þú að læra meira og meira í hvert skiptið sem þú ert að verja einhvern. Þú verður semsagt betri með hverju málinu. Þeir verða eðlilega þeir bestu á sínu sviði og eru ráðnir, það er ekki lögmanna að dæma einstaklinga, þeir eiga að sinna starfi sínu. Þykir þér þá ekki eðlilegt að einhver ráði mann sem hefur fengið menn sýknaða í svipuðum málum?

Það stuðar mig ekki að þeir séu að vinna starf sitt, það stuðar mig frekar þegar einhver er sýknaður út af formsatriði. Allt getur bent til sektar en það var eitthvað vitlaust sem var gert í ferlinu. Lögmennirnir verða þá að nýta sér þá glufu til að verja skjólstæðing sinn. Ég hef bara lært það að þú getur ekki kennt lögmönnunum og dómurunum um þessa hluti, þeir eru bara við störf í þessu kerfi og verða að fylgja því.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:17

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Algjörlega sammála því sem þarfagreinir segir.  Spurning hvort þeir séu að gera það "frítt", eða hvort þeir séu að gera það til þess að réttlæta sjálfa sig.

Óli, þetta með formsatriðið er einmitt það sem þessir "góðu" lögfræðingar eru að fá glæðamenn og níðinga synjaða fyrir. 

Þeir leita uppi glufurnar og fá einhvern sem hugsanlega hefur svívirt barnið þitt lausan allra mála.  Er nema von að einhverjir hafi talað um að taka lögin í sínar eigin hendur!

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 31.10.2007 kl. 16:55

10 identicon

Eins og ég benti á þá eru kynferðisglæpir mjög erfiðir viðfangs og í raun aldrei hægt að segja til um það. Já það er ömurlegt þegar einhver sekur sleppur í gegn, en það er gjaldið sem við greiðum fyrir að reyna að fangelsa ekki saklaust fólk. Þeir sem verjendur verða að verja skjólstæðinga sína, og fellst það stundum í því að tala við fjölmiðla. Það sem vantar oft er að við heyrum bara frá verjendunum, en ekki hinni hliðinni. Enda er almenningsálitið yfirhöfuð á móti þeim sem verið er að verja. Við höldum ekki með meintum barnaníðingi, margir eru að rakka hann niður, án þess að vita málavexti. Fólk heyrir bara að maður hafi verið ákærður fyrir barnaníð og dregur strax fram þá ályktun að hann sé sekur, það er hinsvegar eitthvað sem við vitum aldrei fyrir víst og eru dæmi um að slíkar ákærur eiga ekki rétt á sér. Þegar staðan er þannig, finnst þér þá ekki eðlilegra að verjandinn tali við fjölmiðla um sakleysi skjólstæðingsins. Jafnvel þó að maðurinn sé sýknaður(saklaus eður ei) þá er hann ennþá með þennan stimpil á sér, Verjandinn er kannski að reyna að hreinsa stimpilinn aðeins af, en hann hverfur aldrei. Þetta er vandmeð farið og verður að gæta sig með hvert skref, þess vegna reyni eftir fremsta megni ekki að stimpla meinta glæpamenn. Það er ekki ég heldur dómurinn sem sér um að dæma. Ég skil samt alveg að einhverjir vilji taka lögin í sínar hendur. Að sjálfsögðu reyna lögmennirnir að réttlæta sig, þeir eru eingöngu að vinna starfið sitt og ber skylda að gera það með bestu getur. Hvað með þann sem stendur í því að rukka, er hann vondur? sá sem er að undirbúa fjandsamlega yfirtöku á fyrirtæki að skipun yfirmannsins, er hann vondur? Eða eru það kannski bara þeir sem eru að hjálpa glæpamönnum? Benda þér líka á eitt, það eru lögmenn sem flytja málin í rétti.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband