Hált á svellinu

Eiríkur Egill á skautum

Fimmti bekkur Flataskóla fór nú í eftirmiðdaginn í Skautahöllina í Laugardal og fór ég þangað með Eirík Egil og Emil vin hans.

Frábær þátttaka var í þessu en um 50 börn mættu á svæðið og eiga foreldrafulltrúar 5. bekkjar í Flataskóla bestu þakkir fyrir frumkvæðið við að koma þessu í kring.

Ég gæti vel hugsað mér að fara á skauta einhvern daginn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

þú bara bjargar þessu með því að skella því á dagskrá starfsmannafélagsins

ég gæti alveg setið og hlegið að snillimennsku ykkar hinna

Rebbý, 1.11.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Já Rebbý, hvernig væri það?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.11.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég minnist margra bernskukvölda á skautum í myrkrinu heima á Húsavík, svellið var syðst í bænum og bara tveir staurar út við götu. Þetta voru yndisleg kvöld, fram og til baka, fram og til baka og svo kl. 10 var labbað heim og það lá við að ég sofnaði í þvottahúsinu, ég var svo uppgefin, en mikið var gaman.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband