Skondin yfirlýsing

Yfirlýsing Bónus finnst mér ansi skondin.  Mesta púðrið í henni fer að segja frá því að þessi fyrrverandi starfsmaður hafi ekki unnið allan þann tíma sem fram kom og að hann hafi ekki verið aðstoðarverslunarstjóri. 

Það sem mér finnst síðan enn fyndnara er það sem kemur fram í yfirlýsingunni varðandi af hverju var frekar bent á Holta bringurnar.  Þar segir orðrétt:  " ...ekki þótti nægilegt magn til af Bónusbringum þann daginn til að réttlæta að taka þær í verðkönnun"  Þvílík og önnur eins rökleysa en vissi þá viðmælandinn þar að ekki var til nóg af þessum "verðkönnunarbringum"? 

Megintilgangur þessarar yfirlýsingar viðist vera sá að gera Árna Ragnar tortryggilegan en hitt finnst mér ekki ná til mín nema síður sé.

Ég versla ekki í Bónus!


mbl.is Bónus gerir athugasemd við frétt Sjónvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband