Heimkoman

Eftir að fluginu mínu frá Akureyri var frestað vegna veðurs ákvað ég að keyra frekar heim á bílaleigubílnum sem ég var með heldur en að verða nótt til viðbótar á Akureyri.

Ekki skilja það þannig að ég hafi ekki viljað vera á Akureyri áfram en ég vildi frekar komast heim heldur en að vera að heiman eina nóttina enn.

Þegar ég fór til Akureyrar var einnig vesen með flugið en svona getur þetta verið hér á Íslandi þegar veturinn er kominn.

Ég vona að ég lendi ekki í þessu veseni næst þegar ég fer til Vestmannaeyja


Akureyri

Verð á Akureyri næstu daga vegna vinnunnar.  Fékk reyndar SMS frá flugfélaginu nú í kvöld sem segir að flug geti riðlast eitthvað á morgun þannig að nú er ekki alveg vitað hvenær ég fer en þetta gæti orðið svona "hopp og skopp" flugferð.

Ég vona að ég komist Norður og heim aftur á fimmtudaginn


Útsvar - Garðabær vann

Mitt lið vann í Útsvari í gær og var sérlega gaman að fylgjast með þessum þætti og ekki laust við að maður væri pínulítið stoltur.

Ég tel að Útsvar sé með því betra sem komið hefur fram í íslensku sjónvarpi í langan tíma


Vanrækt

Undanfarna daga hef ég verið frekar dapur í því að blogga en vinnan og fjölskyldan hefur eitthvað verið að trufla mig.

Ég verð kannski duglegri í næstu viku


"Queen of the night"

Whitney Houston er flott söngkona og vona ég svo sannanlega að rugltímabilið hjá henni sé lokið og nú byrji hjá henni nýr og glæsilegur ferill.

Ég hlakka til að heyra nýja plötu hjá Whitney


mbl.is Whitney Houston snýr aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Það kæmi mér ekki á óvart að einhverjir í nýjum meirihluta verði með óbragð í munninum þegar fundurinn fer fram. 

Þetta verður örugglega "rosalega" fumlaus niðurstaða.

Ég bíð rosalega spenntur eftir því að sjá hver mun lúffa


mbl.is Stjórnarfundi í OR frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega að?

Þessi þarf greinilega að láta líta á sig.

Ég á ekki til orð


mbl.is Grunaður um að hafa nauðgað hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikrit

Þetta leikrit er á enda og fékk greinilega mjög "óvæntan endi".

Ég hefði ekki borgað mig inn á þessa leiksýningu


mbl.is Sátt í máli Svandísar gegn OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt ...

Merkilegt að það skuli helst vera karlar sem eru að skrifa um þetta.

Ég held að ég móðgi sumar ef ég skrifa mínar hugsanir vegna fréttarinnar


mbl.is Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chris Gardner

Fór í gær í veislu þar sem Chris Gardner var ræðumaður kvöldsins en kvikmyndin "The Persuit of Happyness" á að lýsa hans lífshlaupi og hvernig hann náði því að verða verulega efnaður.

Fyrirlesturinn fjallaði um það að hann gafst aldrei upp, þó á móti blési, og var mjög einbeittur í því að láta drauma sína rætast.  Hann ólst sjálfur upp við það að vera föðurlaus og kynnist föður sínum ekki fyrr en hann var 28 ára gamall.  Hann hét því að börnin hans yrðu myndu aldrei alast upp föðurlaus og er það rauði þráðurinn í gegnum hans lífshlaup en hitt takmarkið var að verða efnaður og hefur hann svo sannanlega staðið við það en hann varð efnaður á Wall Street.

Á meðan hann varð allra manna söluhæstur á Wall Street ól hann einn upp 14 mánaða son sinn en eftir skilnað sá hann einn um son sinn og það oft við ansi kröpp kjör.  Næturstaður þeirra var annaðhvort athvarf fyrir fátæklinga eða almenningssalerni þegar ekki var laust fyrir þá á athvarfinu. 

Lífshlaup þessa manns sýnir okkur að við eigum aldrei að gefast upp og stefna ótrauð á drauma okkar, sama á hverju gengur. 

Ef maður óskar sér einhvers nógu heitt og stefnir á það ótrauður þá eru manni allir vegir færir.

Ég á mér draum

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband