Húmoristi

Þessi drengur er greinilega mikill húmoristi en það sem mér finnst merkilegast við þetta er það að enginn er í dag óhultur fyrir yfirvöldum eða grínistum.

Þetta mál er ekki öðrum til eftirbreytni en ég spái því að við eigum einhvern tíman eftir að sjá eitthvað meira eða merkilegra frá Vífli. 

Áræðni hans og húmorinn á örugglega einhvern tíman eftir að koma honum langt.

Ég þekki Vífil ekkert en spái þessu


mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Jón, það er þín skoðun. en slæmt er að alhæfa eins og þú gerir

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 6.12.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að þetta hafi nú bara verið fíflagangur í drengnum sem kom honum ótrúlega nærri forsetanum. Þeir hljóta að herða varnirnar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Hilmar Einarsson

1. Hvaða óskaplega húmor er verið að tala um?2. Ert þú tilbúinn til þess að viðurkenna rétt Vífils til þess að taka til handagagns skilríki þín bara upp á grín til þess að hann fái aðgang hingað og þangað á þínum forsendum?3. Það væri náttúrulega mjög fyndið ef Vífil gripi með skilríkjunum tékkheftið þitt, bara si sona til þess að skemmta sér og öllum landslýð á þinn kostnað óumbeðið?4. Það væri óskaplega fyndið þegar hann væri búinn að klára úr bankabókunum þínum, því að allir aðrir skemmta sér svo voða lega vel yfir uppátækinu hans.5. Af því að Vífill fer að komast á bílprófsaldur væri alveg ofsalega sniðugt ef hann tæki nú bara bílinn þinn, (það er svo þægilegt að grípa bara lyklana sem þú leggur frá þér), Það finnst ÖLLUM svo svakalega gaman í klessubílakeppni, sérstaklega ef það er bara hægt að fá bílinn þinn lánaðan, án þess að spyrja. Finnst þér það ekki?6.  Þér finnst svakalega fyndið ef kettirnir í hverfinu hafa skriðið inn um opinn glugga á meðan þú ert bak við hús og pissa í öll horn í stofunni og svefnherberginu er það ekki? Þetta væri sko svakalega fyndið og er ég viss um að hálf þjóðin mundi skemmta sér konunglega á bloggsíðum mbl.is. það væri svo mikinn húmor í þessu.

Hilmar Einarsson, 6.12.2007 kl. 22:21

4 identicon

Með fullri virðingu Hilmar, er ekki allt í lagi með þig? Heimskulegasta svar sem ég hef lesið lengi.

Leifur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Himar, mér finnst þetta vera fyndið, og mér finnst kommentin þín eiginlega enn fyndnari

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.12.2007 kl. 00:02

6 identicon

Nei..... Hilmar, kúturinn minn, þessar líkingar eru nú alveg útí hött er það ekki. Á mínum yngri árum hringdi ég iðulega í eitthvað fólk úti í bæ og spurði hvort ,,Bolli" væri heima. Enn þann dag í dag er fólk frussandi sunnudagskakóinu yfir matarborðið í geðshræringu yfir því uppátæki. Ekki kemur hláturkrampinn til með að minnka við kaffiborð íslendinga við þessa snilld hans Vífils. Þar fyrir utan er ég nokkuð viss um að Vífill tæki því bara ekkert illa ef forseti U.S. Of A. hrekkti hann í gegnum síma.

Valgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:22

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Góður Valgeir.

Talandi um símaat, þá man maður eftir að hafa hringt heim til Bolla og spurt hvort "undirskál" væri heima.  Ótrúlega fannst okkur það fyndið.

Man líka eftir því að hafa hringt heim til loftskeytamanns og beðið um hann og þegar hann kom í símann þá spurði maður manninn einhverrar spurningar og eftir hana þá sagði maður "skipti".  Það var jafnvel enn fyndnara.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.12.2007 kl. 00:33

8 Smámynd: Hilmar Einarsson

Sælir ágætu Gísli og Valgeir.

Verst hvað spurningarnar mínar urðu mikið kraðak, það átti að vera eitt línubil á milli spurninganna.  (mér fannst þær "steikt" fyndnar) :-)

Ég er hræddur um að eitthvað af mannskapnum hafi misskilið eitthvað, en er samt ekki hissa á því. 

Hver hefur ekki sent jólakveðju,  ...gleðileg jól elskurnar mínar, bára barði börnin.. jú heimilishaldið hjá bolla og undirskál fór nú allt í vaskinn... 

Við erum barasta ekki að tala um svona venjulegan aulahúmor og ég  var ekki að agnúast sérstaklega út í símaatið hjá drengnum því slíkur húmor  fylgir nú  ungdómnum.  Hver kannast nú ekki við að vakna við það að það sé búið að graffa alla bílskurshurðina með ódauðlegum listaverkum :-O .  Sumum fannst líka stundum ægilega fyndið að brjóta perur í ljósastaurum. :-( (það er þó altént ekki verið að skaða "neinn sérstakann").

Í alvöru talað, Ég var að benda blessuðu fólkinu, (ég gerði það á fleiri stöðum en hér), á það að þó svo að maður laumist til að brosa útí annað yfir svona "saklausum strákapörum".

Ég er einfaldlega á að Það er ekki hægt að horfa framhjá því að drengurinn villti gróflega á sér heimildir.  Ekki bara að hann héldi fyrir nefið, "hellúúú is this  the sekretarí off the wæthás" "jea this is jor frend míster grímson presídent off æsland".

Nei drengurinn var búinn að viða að sér öllum hugsanlegum persónuupplýsingum sem hann hafði ímyndunarafl til að finna sem hann átti von á að verða spurður um. (þetta var einbeittur ásetningsglæpur).

það getur svosem ýmsum fundist þetta lítið atriði en.... Drengurinn sagði jú á vísi.is að hann gæti allveg hugsað sér gera eitthvað svona aftur. 

???? spennufíkn ????

Hilmar Einarsson, 7.12.2007 kl. 17:54

9 Smámynd: Hilmar Einarsson

Afsakið nokkrar innsláttarvillur, kópí peist draugurinn komst í bloggið hjá mér.

Hilmar Einarsson, 7.12.2007 kl. 17:57

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er ennþá á því að þetta er sniðugt hjá honum.

Þetta er einbeittur "brotavilji" hjá honum.

Frábær undirbúningur hjá honum.  Hann á einhvern tíman eftir að láta ljós sitt skína á öðrum vettvangi.  Það held ég að sé öruggt.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.12.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband