20.1.2008 | 18:16
"Hugsum áður en við hendum"
Var nú um helgina staddur í Stykkishólmi til þess að fylgja úr vör verkefni sem vinnan mín er að hefja vegna sorphirðu á Stykkishólmi.
Stykkishólmur mun fyrst sveitarfélaga á Íslandi ganga alla leið í flokkun heimilissorps og fórum við nokkrir úr vinnunni í öll hús í Stykkishólmi til þess að kynna verkefnið og svara þeim spurningum sem íbúar gætu haft vegna þessa nýja fyrirkomulags.
Sérstaklega ánægjulegt var að heyra hvað íbúar Stykkishólms eru jákvæðir fyrir þessu nýja fyrirkomulagi og stoltir af því frumkvæði sem bæjarstjórn Stykkishólms sýnir með þessu frumvæði.
Ég óska íbúum Stykkishólms til hamingjum með að "hugsa áður en þeir henda"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.1.2008 | 22:18
Rotary
Var nú í kvöld tekinn inn í Rotaryklúbb hér í bæ en áður hafði ég verið kynntur inn af Rotaryfélögum úr þeim klúbbi.
Svona félagsskap, sem starfar fyrir opnum tjöldum, tel ég vera mjög góðan vettvang til þess að efla tengslanet og styrkja mig sem einstakling, en einnig til þess að fræðast um málefni líðandi stundar.
Hér að neðan koma upplýsingar um Rotary og fyrir hvað það stendur (af heimasíðu Rotary).
Rótarýhreyfingin er starfandi í 166 löndum. Klúbbar eru 32.180 og félagar rúmlega 1.2 miljón. Á Íslandi eru starfandi 28 klúbbar með tæplega 1100 félögum. Ísland er eitt umdæmi en alls eru umdæmi í heiminum 529. Ísland er það land sem hefur flesta rótarýfélaga miðað við íbúafjölda.
Meginmarkmið Rótarýhreyfingarinnar er að stuðla að friði og bættum skilningi meðal manna, bæði á alþjóðlegum vettvangi og í íslensku samfélagi. Önnur megin markmið Rótarý eru að vinna að háleitum siðfræðilegum hugsjónum og stuðla að yfirgripsmiklu framlagi til mannúðar- og menntamála, ekki síst í þróunarlöndunum og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.
Rótarýklúbbar starfa að ýmsum framfara- og stuðnings málum í sinni heimabyggð, vinna að verkefnum á landsvísu. Á innlendum vettvangi kemur Rótarýhreyfingin að margvíslegum samfélagsmálum. Má þar nefna stuðning við aldraða, fatlaða og námsmenn auk umhverfismála í nágreni við klúbbana, en þar má meðal annars nefna framtak Seltjarnarnesklúbbsins til varðveislu Nesstofu og til verndar lands- og mannvistarleifa í Gróttu. Umhverfismál og landvernd eru og verða ofarlega á dagskrá Rótarýhreyfingarinnar hér á landi.
Ég hlakka mikið til að starfa í Rotary og vona að ég nái að láta gott af mér leiðaBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.1.2008 | 23:10
Eru þetta nauðsynlegar upplýsingar?
Skil ekki alveg tilganginn með þessari tölfræði en svona upplýsingar eru aðeins til þess að ala á útlendingahatri. Fólk má ekki gleyma því að erlent vinnuafl er forsenda þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað hér á Íslandi.
Svona fréttaflutningur finnst mér að eigi ekki að eiga sér stað í siðmenntuðu samfélagi eins og okkar.
Ég hvet fólk og fréttamenn til þess að láta af svona samanburði
Hátt hlutfall útlendinga í ölvunarakstursmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.1.2008 | 21:03
Áfram Ísland
Frábært að sjá íslenska landsliðið landa sigri í þessum leik. Sigurinn virtist vera í hættu í lokin en frábær stuðningur í Höllinni gerði örugglega gæfumuninn.
Ég vona að þetta sé aðeins byrjunin á einhverju miklu meiru
Íslenskur sigur í Höllinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2008 | 18:09
Á kassa í Krónunni
Fórum að versla í Krónunni í dag og prófuðum þar sjálfsafgreiðslukassa en þar er yfirskriftin "Verslaðu á eigin hraða".
Þar má segja að ég hafi í fyrsta skiptið prófað að vera á kassa.
Hugmyndin um þetta er ágæt en spurning hvort að þetta muni virka fyrir óþolinmóða.
Ég held að við reynum þetta ekki aftur í bráð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2008 | 02:04
Rauð kaffikanna ekki fyrir mig
Ef ég hefði fengið svona rauða kaffikönnu þá hefði ég örugglega skilað henni.
Ég hefði örugglega tekið á móti blárri kaffikönnu
Jólagjöf Glitnis of rauð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2008 | 07:53
Hvort er verra?
Hvort er verra að fara á vændishús í leit að kynlífi eða fara á vændishús til þess að bjóða kynlíf?
Ég hvet ykkur til þess að svara þessu
Hitti konuna í vændishúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.1.2008 | 23:52
Stórmerkilegt, eða hvað?
Hvað þýðir þetta nákvæmlega? Er þetta gott eða slæmt? Erum við þá að fara að fjárfesta í Egyptalandi eða eru þeir að fara að fjárfesta á Íslandi?
Var hún kannski að fjárfesta í píramída og ætlar að vera þar með sendiráð?
Ég skil ekki alveg hvað fellst í þessu
Skrifað undir fjárfestingarsamning við Egypta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2008 | 23:43
Fagra Ísland
Greinilegt er að Össur er búinn að átta sig í því að hann er kominn í ríkisstjórn. Nú verður gaman að heyra frá "fyrrverandi" vinum Samfylkingar í VG.
Ég bíð allavegana spenntur eftir þeim orðaskiptum
Össur ekki á móti álveri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 21:09
Lækkun á bensíni á morgun?
Núna munu þeir örugglega lækka bensínið á morgun ...
Ég held ekki
Olíuverð lækkar aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)