31.1.2008 | 21:19
Háskólinn í Reykjavík
Hlustaði í dag á mjög áhugaverðan fyrirlestur um Háskólann í Reykjavík en Þorkell Sigurlaugsson kynnti skólann.
Greinilegt er að stjórnendur skólans eru með mjög metnaðarfulla stefnu og ætla sér að búa til besta og metnaðarfyllsta háskóla sem sögur fara af.
Staðsetning skólans og hugmyndafræðin við bygginguna er mjög áhugaverð þó ég sjálfur hefði frekar kosið að fá skólann í Garðabæ eins hugmyndir voru uppi um.
Ég hlakka til að fylgjast með uppbyggingu Háskólans í Reykjavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2008 | 21:17
Hvar eru konurnar?
Finnst merkilegt að aðeins karlar hafi fram að þessu (að mér meðtöldum) tjáð sig um þetta.
Ég ætla ekki að tjá mig um þetta í bili
Vilja banna nektarsýningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2008 | 20:21
Grímuball
Við í vinnunni hjá mér ætlum að vera með grímuball nú í febrúar og þarf maður nú á leggja höfuðið í bleyti um hvað við Klara eigum að vera.
Merkilegt nokk þá hvarflaði fyrst að mér að vera Ólafur F, Villi eða Bingó, þó að ég hefði síst af öllu viljað vera í hans sporum (eða fötum).
Nú kalla ég eftir góðum hugmyndum og útfærslum vegna þessa og vona að fá einhverja "brillíant" hugmyndir frá ykkur.
Ég er reyndar með eitt í huga en vil sjá hvort eitthvað annað komi upp úr pottunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2008 | 00:15
Spaugstofan á laugardaginn var skemmtileg
Ekki vil ég taka undir það sem margir hafa sagt um að Spaugstofan hafi farið yfir mörkin með þættinum á laugardaginn.
Fólk í opinberum störfum verður að geta tekið því að verða skotspónn þeirra Spaugstofumanna en frægt er þegar Davíð var með sína Bermúdaskál og þegar Steingrímur Hermannsson mundi ekki eftir því sem hann hafði sagt og er það enn fast við þessa ágætu menn.
Enn er gert grín af Árna Johnsen og þeim mistökum sem hann gerði og áfram mætti telja.
Prestar og prelátar hafa einnig fengið sitt hjá Spaugstofunni Þáverandi biskup fékk sinn skerf af þessu á sínum hremmingum sem og Eyþór Arnalds þegar hann var á leiðinni til "Tuborg", og núna er það Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur sem viðrast eiga við einhverja veilu að stríða.
Það er náttúrulega helst verið að veitast að Spaugstofunni og þeirra listsköpun og verður það að teljast ritskoðun af verstu gerð en þannig viðgengst aðeins þar sem lýðræðið fær ekki að njóta sín.
Ég held með Spaustofunni í þessu máli og hlakka mikið til að sjá næsta þátt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2008 | 23:54
Þorrinn er kominn
Merkilegt er hvað má oft treysta því að þorrinn sé kaldur og fallegur en fátt er fallegra en að vera úti í náttúrunni á frostköldu kvöldi með stjörnubjartan himinn.
Ég verð samt að segja að ég hlakka til sumarsins
Kuldatíð framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 22:49
Silfur Egils í dag
Heldur fannst mér dauft yfir Silfrinu í dag og einhvernvegin minnir mig að Egill hafi haft meiri áhuga á falli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en núna þegar vinir hans í Samfylkingunni misstu meirihlutann.
Ég er kannski að fara með vitlaust mál?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 23:48
"Fumlaus" samstaða
Það sem ég tel að sé sorglegast í þessu, fyrir vinstrimenn, er að þeir köstuðu frá sér tækifærinu að halda völdum í borginni.
Greinilegt er að einingin innan þessa hóps hefur ekki verið meiri en svo að það tókst ekki hjá þeim að mynda samstarfssamning á rúmlega 100 dögum.
Ferðalagið, sem Dagur kallaði svo, hefur greinlega gengið brösuglega og þessi sundurleit hópur hefur villst af leið og ekki fundið "fumlausu" leiðina út.
Ég held að meint samstaða hópsins hafi ekki verið til staðar
Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.1.2008 | 17:49
Er þetta einhverjum til framdráttar?
Það var hreint ótrúlegt að fylgjast með framferði fólks á pöllunum í Ráðhúsinu í dag. Verst fannst mér þó að heyra að Dagur væri að þakka fyrir þessar aðgerðir.
Dagur fannst mér sýna á sér nýja og óvænta hlið en þetta var honum ekki til framdráttar
Ég held reyndar að svona framkoma sé engum til framdráttar
Harma framferði ungliðahreyfinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.1.2008 | 00:33
Merkileg yfirlýsing
VG fannst í lagi að bjóða Birni Inga að koma inn með það litla fylgi sem Framsókn var með en sjá síðan að því að sjálfstæðismenn skuli fara saman með flokk sem er með helmingi meira fylgi úr síðustu kosningum.
Rétt er að Steingrímur J, lærifaðir þeirra hjá UVG, kenni sínu fólki að það sé ekki valið til Alþingis eða sveitastjórna eftir skoðanakönnunum.
Ég held að þau verði bara að sætta sig við mistökin hjá gamla meirihlutanum
Ung vinstri græn lýsa vantrausti á nýjan meirihluta í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 21:05
Fumlaust stjörnuhrap
Í nokkra mánuði hef ég beðið eftir því að skrifa um fall nýja R-listans og er það nú komið mun fyrr en mig hefði grunað og því enn gleðilegra en ella.
Þetta fall hjá nýjum "stjörnum" vinstrimanna, þeim Svandísi og Degi, er töluvert og hafa boðuð fumlaus vinnubrögð greinilega ekki verið viðhöfð, nema það að vera án samstarfssamnings í rúmlega 100 daga sé þeirra sýn á fumlaus vinnubrögð.
Eftir þetta fall nýja R-listans sýnist mér ljóst að R-listinn hafi endanlega rekið inn síðasta naglann í kistuna og gefa okkur Sjálfstæðismönnum nýtt og annað tækifæri til þess að rétta við slagsíðuna sem komin var á Reykjavíkurborg eftir valdatíð vinstrimanna í borginni.
Maður vonar og treystir að nýtt samstarf muni standa á traustum grunni og þeim skýra málefnasamning sem aðilar hafa orðið ásáttir um, en greinilegt er að þessi nýi meirihluti hefur verið mun samstígari en sá sem fallinn er og gefur það góð fyrirheit um nýtt meirihlutasamstarf.
Ég fagna því að Sjálfstæðisflokkurinn sé aftur kominn til valda í höfuðborginni
Bloggar | Breytt 23.1.2008 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)