Betur sjá augu ...

Ég fór í búð í dag til þess að prófa að mæla í mér augun til þess að setja linsur í þau.

Oft hef ég verið ruglaður en hef nú í dag verið enn ruglaðri þar sem styrkleikinn á linsunum er aðeins sterkari en gleraugun mín þannig að þetta eru smá viðbrigði.

Ástæða þess að ég vildi prófa hvort ég gæti notað linsur er að ég vil geta notað alvöru sólgleraugu en ekki sólgleraugu með styrk eða eitthvað framan á gleraugun mín.

Ég get núna orðið eins og miðaldra töffari


Alger óþarfi að gera svona

Fyrir mína parta þá var ég ánægður með að Eurobandið hafði það af í keppninni en fannst ummæli Friðriks vera bæði ósmekkleg og óþörf.

Maður veit svo sem ekki hvað búið var að gerast á bak við tjöldin en samt held ég að ekkert geti réttlætt þessi ummæli.

Eitt er að kunna að tapa og annað er að kunna að vinna.  Friðrik Ómar átti að láta sér nægja að fagna sigrinum og ekki gera lítið úr þeim sem létu í minni pokann.

Ég held að frambærilegasta lagið hafi sigrað keppnina þetta árið


mbl.is Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna þarf "starfsmaður í þjálfun" að passa sig

Miðað við margt sem "starfsmaður í þjálfun" hefur skrifað á nóttunni þá held ég að þessi dómur hljóti að fá hann til þess að íhuga vel hvað hann setur inn á sína bloggsíðu.

Það er reyndar spurning hvort hann gleymi því á nóttunni að hann er kominn í ríkisstjórn.

Ég blogga helst ekki á nóttunni, alla vegana ekki þegar ég er búinn að fá mér einn eða tvo


mbl.is Sekur um meiðyrði á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úti að aka

Valli okkar Klöru kláraði verklega bílprófið sitt í dag þannig að hann getur farið einn út að aka á nýja bílnum sínum.

Maður er nú með hjartað í buxunum að vita af honum í umferðinni en sennilega eru það eðlileg viðbrögð, eða hvað?

Ég bið og vona að Valli verði farsæll í umferðinni


Kalli Tomm kl. 21:15 - Sveinn Elías Hansson vann hjá mér í kvöld

Kalli Tomm kl. 21:15.

Ég hef hugsað mér manneskju


Frjálst og óháð blogg

Loksins hefur "bloggið" hjá Mogganum brugðist við og gefið kost á því að blogga án auglýsinga.

Ég hef ekkert á móti NOVA eða Bifröst sem núna er komið inn á bloggsvæðin en vill alls ekki taka sénsinn á því að fá auglýsingar frá t.d. mínum samkeppnisaðila inn á mitt heimasvæði

Ég er núna með frjálsa og óháða bloggsíðu


NOVA auglýsingin

Eitthvað hafa mbl bloggarar verið að tjá sig um NOVA auglýsinguna og verð ég aðeins að leggja orð í belg til þess að mæla á móti þessari "innrás" á bloggsvæði þeirra sem skrifa hér á mbl.

Ef ég væri starfsmaður Símans eða annars símafyrirtækis þá væri ég sem bloggari allt í einu farinn að auglýsa á minni bloggsíðu minn aðal samkeppnisaðila og yrði þá, hvort sem mér myndi líka betur eða ver, að hætt með bloggsíðuna eða þá að breyta um vinnustað.  Þessi rök finnst mér nægjanleg til þess að stjórnendur bloggsins á mbl fjarlægi þetta út af síðum bloggara. 

Annað dæmi sem gæti verið mjög slæmt er það að pólitískur bloggari í prófkjöri innan síns flokks gæti á einni nóttu fengið inn á síðuna sína auglýsingu frá samflokksmanni sínum sem væri að keppa við hann í prófkjörsbaráttu.

Hef núna í tvígang sent inn tölvupóst á stjórnendur bloggsins þar sem ég spyr um sjálftekið leyfi og ástæðu fyrir þessum auglýsingum inn á "minni síðu" en ekki fengið svör við því enn og finnst þögn þeirra gangvart skeytum mínum lýsa ákveðinni vanvirðingu við mig.

Svona vinnubrögð samræmast ekki mínum pólitísku skoðunum eða því frelsi sem ég trúi á en þarna er einhverju neytt inn á mig án þess að ég geti haft nokkur áhrif á það.

Ég hlýt að hafa rétt á því að þeir svari mér persónulega á einhvern hátt?


Enn halda Danirnir áfram

Danir eru ekki ennþá búnir að jafna sig á því að Íslendingar komu til Danmerkur og "stálu" frá þeim fyrirtækum og byggingum sem voru táknrænar fyrir Kaupmannahöfn.

Ég held að þeir séu ekki ennþá búnir að jafna sig á þessu


mbl.is Óttast íslenska kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkum álögur á bensíni

Er ekki núna kominn tími til þess að Árni Matt og ríkisttjórnin lækki álögur á bensínið? 

Ég held að núna hljóti að vera kominn tími á það


mbl.is Eldsneyti hækkar mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftnet á flugi

Þurfti í morgun að skrölta upp þak eins og eftir síðasta vonda verður og laga hjá mér örbylgjuloftnetið.  Það hafði nú ekki farið langt og lá í snjónum á þakinu.  Heyrði það í alla nótt dingla utan í rörinu sem heldur diskinum og loftnetinu en einhvern tíman í nótt hætti glamrið þannig að ég vissi þá að það var losnað.

Ég vona að ég þurfi ekki að fara mánaðarlega eða svo og laga hjá mér loftnetið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband