Alþingi Íslendinga

Fór í kvöld í góðra félaga hóp í heimsókn á hið háa Alþingi Íslendinga en Jón Magnússon þingmaður Frjálslyndra bauð til þessarar heimsóknar. 

Jón og starfsmaður Alþingis fóru með okkur í gegnum hvern krók og kima Alþingishússins og var ég mjög hrifinn af þessu en ég hafði aldrei áður stigið þar inn fæti.  Eitt herbergi með kóngabláum lit á veggjum fangaði sértaklega hugann en þar var meðal annars portrett mynd að Ólafi G. Einarssyni fyrrverandi sveitastjóra okkar Garðbæinga, ásamt fjölmörgum öðrum góðum mönnum.

Jón og starfsmaður Alþingis rakti í stórum dráttum fyrir okkur sögu Alþingis Íslendinga frá upphafi og til dagsins í dag og hvernig breytingar hafa orðið á þingstörfum.

Ég held að við Íslendingar getum verið stoltir af því að vera sjálfstæð þjóð


Mun Dagur axla ábyrgð?

Núna mun Dagur örugglega axla ábyrgð og segja af sér strax á morgun?  Væru það ekki fumlaus vinnubrögð? 

Ingibjörg Sólrún mun örugglega koma með yfirlýsingu þar sem hún mun tilkynna að Dagur hafi gengið á fund hennar til þess að tilkynna sér það að hann muni axla pólitíska ábyrgð og segja af sér sem oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík?

Ég held reyndar að ég eigi ekki eftir að verða sannspár um þetta


mbl.is Geir segir Dag fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað gleðjast bankastjórarnir

Er ekki vel skiljanlegt að bankastjórarnir skuli gleðjast yfir hækkun stýrivaxta, en þetta bætir afkomu bankanna og þ.a.l. tekjur bankastjórnenda.

Ég myndi gleðjast yfir þessu ef ég væri bankastjóri


mbl.is Stýrivaxtaákvörðun skiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver og hverjir græða á háum vöxtum?

Hverjir græða á þessum háu vöxtum, en Seðlabankastjóri vildi meina að einhverjir væru viljandi og með handafli að halda uppi háum vöxtum.

Ég er alla vegana ekki að græða á þessu


mbl.is Stýrivextir hækka í 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska gott fólk

Við Klara vorum vöknuð eldsnemma í morgun og vorum mætt til æfinga í Vídalínskirkju kl. 7:15 í morgun en það var messa hjá okkur kl. 8:00 og síðan var tekin athöfn kl. 10:30 í Holtsbúð og síðan önnur á Vífilsstöðum kl. 11:15.

Maður er vel heilagur og fullur af kristilegum boðskap eftir þessa "útreið".

Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska


Allt tekur enda

Erum nú komin heim frá Flórida með fullt af farangri og góðum minningum.  Það er með þetta eins og allt annað, að hætta ber leik þegar hæst stendur og er maður hálf feginn að vera kominn aftur heim.

Flugið heim var reyndar eins og hálfgerður rússíbani en vélin hristist og skalf í um 2 klst af þeim 6,5 klst sem við við vorum á flugi.  Ekki alveg það besta þegar maður er á flugi.

Ég vona að ég komist fljótt aftur til Flórída

 


For a few dollars more

IMG_2999 

Höfum haft það frábært hér í Flórída undanfarna daga en við fórum í Universal á þriðjudaginn og tókum síðan rólegri dag í dag (miðvikudag).

Dino

Það var mikil upplifun að koma í Universal en við Klara fórum þangað 1994 þannig að ýmislegt hefur breyst frá þeim tíma.  Í dag er Universal 2 garðar, annar Universal Studios og hinn Universal's Islands of Adventure.  Þar sem við vorum þarna á þriðjudegi komumst við hratt og vel í gegnum Universal Studios garðinn og náðum að prófa allflest tæki sem voru í boði (fyrir fólk á okkar aldri Whistling), en við tókum síðan seinni garðinn meira sem skoðunarferð en rákumst þar á fræga kvikmyndahetju en mynd  af henni er  hér fyrir ofan.

Í dag var laugin og sólin tekin eitthvað framyfir hádegið en þá var haldið áfram að þræða búðirnar og fara út að borða en peningurinn hér úti getur verið fljótur að fara ef maður er í því stuðinu.

Á morgun reiknum við með því að fara yfir á Cocoa Beach, Kennedy Space Center og enda síðan í Flórida Mallinu þannig að þetta verður einn af þessum maraþon dögum.

Ég held að við gætum orðið sæmilega þreytt annað kvöld

 


Harley Davidson, reiðhjólatúr og "powershopping"

IMG_2921

Í gær fóru Magga og Árni sem eru með okkur Klöru hér úti í hjólaferð en við skutluðum þeim til Harley Davidson hér í Orlando þar sem ferðin hófst.  Á meðan þau voru að leika sér á götunum á hjólinu vorum við Klara að leika okkur með VISA kortið í outlet Malli. 

Í dag var síðan tekinn "rólegur" dagur við sundlaugina og skoðuðum við næsta nágrenni hjá okkur á reiðhjólum sem eru hér í húsinu.  Á svæðinu hér í Eagle Creek er golfvöllur en í skoðunarferðinni kíktum við aðeins við á 19 holunni.

Kvöldið var síðan tekið smá "powershopping" í Florida Mallinu, og á morgun er stefnan sett á Universal Studios.  Eitthvað hefur sólin náð að grilla suma og er skinnið vel rautt og ansi heitt.

Ég sem hélt að við værum að fara í afslöppunarferð


See you later aligator

Aligator 

Hér í Flórída er víst eins gott að fara varlega en í vatninu við hliðina á húsinu hjá okkur eru aligatorar og er fólk eindregið ráðið frá því að senda börn niður að vatninu. 

Núna einn morguninn maraði einn hér fyrir utan hjá okkur og hefði þess vegna getað verið gróður eða eitthvað annað en hann lét ekkert að sér kræla og beið eftir bráð af einhverju tagi.

Veðrið hér hér í gær var í kaldara lagi en við fórum þá til St. Augustine sem er elsta borg USA.  Það mátti vel finna stemminguna sem var á uppvaxtarárum borgarinnar en sennilega hefur oft verið hlýrra þar heldur en var í gær.

Tímabreyting varð hér í dag (nótt) þannig að núna er kominn sumartími en þá myndi maður halda að veðrið ætti að breytast Wink

Ég vona að það verði hlýrra í dag en þeir eru að spá 19 gráðum


Sól, hiti, króm og drunur

Er núna staddur í Florída en hér er bara fínt veður og verður þannig vonandi áfram. 

Fórum í gær inn á Daytona þar sem Bikeweek stendur yfir.  Þarna koma saman þúsundir og aftur þúsundir af mótorhjólum og mótorhjólafólki og var einstök upplifun að koma þarna og fá stemminguna beint í æð.

 DSC00254

Við reiknum með að fara aftur inn á Daytona í dag og taka inn smá meira af stemmingunni.

Ég hvet alla til þess að að prófa þetta ef þeir hafa tök á því


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband