Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur

Ánægjulegt er að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur en þeir eru með öll veigameiri og erfiðari ráðuneyti en halda samt kjörfylgi á þessum erfiðu tímum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir.

Samfylkingin gefur verulega eftir miðað við þetta en þeirra ráðuneyti hafa nær ekkert verið í sviðsljósinu og lítið gerst á þeirra vígstöðvum. 

Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi bara eftir að styrkjast


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Snemma í morgunsárið er förinni heitið til Danmerkur þar sem ég mun dvelja í góðra vina hópi fram á sunnudag.

Skilst að sumarið sé komið í Danmörku og vona að það komi hingað til Íslands á morgun.

Ég óska öllum gleðilegs sumars


Hvar er Össur?

Eitthvað hefur mér þótt lítið fara fyrir næturskrifum Össurar undanfarið og spurning hvort formaðurinn hafi getið honum orð í eyra og bannað honum að blogga á nóttinni.

Kannast annars einhver við að Össur hafi verið að skrifa eitthvað?

Ég man ekki eftir að vitnað hafi verið í skrif hans lengi


Kafbíll

Ég vona að þeir hafi verið með myndavélarnar í gangi en það er alþekkt að bílarnir hans Bonds lenda stundum í sjónum.

Ég man eftir mynd það sem bíllinn breyttist í kafbát


mbl.is Bond bíllinn hafnaði í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðum meira

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni hjá mér þá er ég á þeirri skoðun að einkarekstur á fleiri sviðum muni leiða til þess að fjárlög muni standa.

Ef hver stofnun væri gerð sjálfstæð og gert að standa undir sé sjálf þá væri hagrætt og öllum óþarfa rutt út vegi.

Ég er ákafur stuðningsmaður einkavæðingar


mbl.is Virðingarleysi fyrir fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kosta svona mótmæli?

Hafa þessir trukkabílstjórar ótakmarkaðan tíma og tekjur til þess að leggja niður vinnu dag eftir dag?  Eru þeir á það góðum launum að þeir eru tilbúnir til þess að leggja niður vinnu í fleiri klst. á viku? 

Gaman væri ef einhver töluspekúlant myndi setjast yfir þeirra aðgerðir og reikna út hvað þær hafa kostað þá?

Ég held að það hljóti að vera dágóð summa


mbl.is Búist við að bílstjórar fjölmenni á Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að skoða heildarmyndina

Þingmenn VG vilja stundum ekki skoða heildarmyndina en í þessu tilviki virðist í fyrstu að verið sé að sóa peningum til einskins en þegar heildarmyndin er skoðuð þá er þessi leið skynsamlegust fyrir land og þjóð.  Held reyndar að ISG og Samfylkingin myndu gagnrýna þetta ef þau væri ekki í ríkisstjórn.

Þeir sem aðhyllast einkarekstur skoða hlutina alla leið en ríkisrekstarsinnar eins og vinstrimenn vilja aðeins horfa á eina hlið á teningnum.

Í fyrstu fannst mér sem verið væri að skjóta yfir markið en þegar ég kynnti mér málið þá sá ég að þetta er skynsamlegasta leiðin.

Ég aðhyllist þá sem eru fylgjandi einkarekstri

 


mbl.is Ferðamáti gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki nóg komið?

Eftir fundinn í kvöld hefðu maður haldið að hápunkti þessara mótmæla væri náð og menn myndu nú snúa til sinna starfa. 

Það getur skapað hættuástand að loka svona stofnæðum og megum við teljast heppin að þessar lokanir hafi ekki hindrað forgangsakstur sjúkrabíla, slökkviliðs eða lögreglu.

Þó að ég styðji og skilji þessi mótmæli þá finnst mér mál að linni.  Skilaboðin eru skýr og ættu að hafa komist til skila til ráðamanna og þá sem málið varðar.

Ég tel að hætta beri leik þá hæst hann stendur


mbl.is Bílstjórar loka Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel útfærð aprílgöbb

Á degi eins og 1. apríl þá vill maður vera vel á varðbergi þannig að maður sé ekki að hlaupa apríl, eins og það er kallað. 

Aprílgabb Fréttablaðsins um bensínlækkunina fannst mér vera einum og fyrirsjáanlegt og var mér alla vegana löngu orðið ljóst að einhver myndi nota það, en Ísland í bítið notaði líka eitthvað um bensínlækkun.  Ekki mikil hugmyndaauðgi hjá 365.  Verð bara að segja það.

I-phone á Stöð 2 var ágætlega útfært og vel gert en einum of augljóst fyrir mína parta, sérstaklega þegar talað var um að opið yrði frameftir.

Hvar varðar niðurhalið á myndunum hjá mbl.is þá fannst mér það sérlega vel úr garði gert og þó ég væri viss um að þetta væri gabb þá hreinlega stóðst ég ekki mátið að fara alla leið og sá þá standa á skjánum "niðurhald mistókst vegna dagsetningar" eða eitthvað á þá leið.

Ég hljóp ekki apríl í dag.


mbl.is Varstu gabbaður í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiríkur Egill Gíslason 11 ára 31. mars 2008

Eiríkur Egill

Á miðnætti í kvöld mun renna upp 11. afmælisdagur Eiríks Egils Gíslasonar.

Á afmælisdaginn mun hann fá til sín 22 skólafélaga í pizzu og köku en eftir því sem árunum fjölgar verður auðveldara að vera með svona veislur en nú orðið eru börnin rólegri og meðfærilegri.

Ég og mamma viljum óska Eiríki Agli innilega til hamingju með 11 ára afmælið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband