Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur

Ánægjulegt er að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur en þeir eru með öll veigameiri og erfiðari ráðuneyti en halda samt kjörfylgi á þessum erfiðu tímum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir.

Samfylkingin gefur verulega eftir miðað við þetta en þeirra ráðuneyti hafa nær ekkert verið í sviðsljósinu og lítið gerst á þeirra vígstöðvum. 

Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi bara eftir að styrkjast


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gísli, ég er ekki sammála þér að í ráðuneytum Samfylkingar þingmanna hafi lítið gerst, enda ekki nema von kannski þar sem við erum á sitt hvorum meiði. Ég er á því að ráðuneyti Sjálfstæðismanna eru veigameiri í heildina og þess vegna eru ráðuneyti Samfylkingarmanna minna áberandi. Ég held að það færi betur á því að halda saman heldur en að vera með úrtölur.

Þú vilt þó ekki meina að Geir eigi það skilið að detta svona rosalega niður í vinsældum?

Enda eru þetta erfiðir tímar eins og þú veist og það hefur ætíð verið lenska að sá flokkur sem situr með Sjálfstæðisflokknum verði blórar þegar eitthvað neikvætt gengur yfir og nú erum við það.

Þú veist og það er bara gott fyrir ykkur, að sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hefur alltaf forskotið þess vegna. Langar þig kannski frekar í Framsóknarmennina aftur?

Ég held að Sjálfsæðismenn upp til hópa eigi mun meira ef ekki mest af öllum eitthvað sameiginlegt með Samfylkingunni eins og pólitíska landslagið er í dag. mér hugnast þeir í það minnsta betur en Framsóknarmenn. Ég gæti líka hugsað mér samstarf með Vinstri Græn en óttast líka kverulantana þar.  

Edda Agnarsdóttir, 2.5.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hæ Edda

Getur þú útskýrt fylgishrun hjá Samfylkingu og það að Sjálfstæðismenn halda velli?  Ráðuneyti fjármala hefur t.d. átt verulega undir högg að sækja en það viirðist ekki koma fram í könnuninni þó að ráðherran fái á baukinn

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.5.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll Gísli.Er ekki Fjármálaráðherra í Sjálfstæðisflokknum og er flokkurinn einn í ríkisstjórn.Það hefur loðað við Sjálfstæðisflokkinn að velja sér létt ráðuneyti sem ekki eru mjög krefjandi til atkvæðamissis ef illa gengur í efnahagsmálum eða utankomandi erfiðleikum,Dómsmála,Menntamála,Fjármála og Forsætisráðuneytin.

Guðjón H Finnbogason, 2.5.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Bíddu Guðjón, létt ráðuneyti?  Þetta hafa hingað til ekki talist létt ráðuneyti.

Ekki gleyma heilbrígðis og sjávar- og landbúnaðar

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.5.2008 kl. 02:06

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Gísli. Ég er auðvitað ánægður líkt og þú að Sjálfstæðiflokkurinn skuli halda svo miklu fylgi og verð að viðurkenna að ég var nokkuð hissa á því. Mér skilst að einhverjar aðgerðir séu í pípunum hjá Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu, en mér finnst menn hafa brugðist ansi seint við þar á bæ. Síðan er spurning hvað hægt sé að gera í ástandi sem þessu og hvort ekki sé skynsamlegt að fara sér hægt við þessar aðstæður?

Annað, sem ekki má gleymast þegar talað er um að við höldum alltaf okkar fylgi, en það er að á hægri vængnum er í raun aðeins einn flokkur og því færist fylgið minna yfir til annarra stjórnmálaflokka. Ég sé það ekki fyrir mér að ég - sem kallast víst miðjumoð flokksins - geti kosið Framsóknarflokkinn eða Frjálslynda. Nei, það er af og frá og ég held að þetta gildi um flesta í flokknum.

Ég vona að okkur beri gæfa til þess að halda flokknum saman í framtíðinni og horfi ég með kvíða til þess dags er Evrópuaðild kemst á dagskrá Landsfundar.

Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.5.2008 kl. 12:02

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er ánægð með okkar hlut og svolítið hissa á fylgistapi Samfylkingar.  VG fá greinilega þeirra atkvæði núna, en aldrei í kosningum. Mín skoðun.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nei Gíslio það er mér óútskýranlegt - ekki síst fyrir að ég er nú ekki mjög hrifin að Árna í þessu ráðuneyti og hann kom svo sem ekki vel út úr Sjávarútvegsráðuneytinu heldur.

En svona er þetta, þetta hefur rosalega mikið að gera með sjrma þeirra sem standa í þessu í fjölmiðlum

'eg hef hitt Árna persónulega og hann býður af sér mjög góðan þokka en það nær því miður ekki til fjölmiðla - svipað má segja um Björn Bjarnason nema hann er fyrir mér mun verðugri fulltrúi en flestir aðrir en kemur mjög ílla úrt í fjölmiðlum. Einn besti menntamála´ráðherra sem við höfum haft.

Edda Agnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 19:02

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

já Edda, oft fer ekki saman að vera duglegur og iðjusamur og vinsæll

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.5.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband