Skammastu þín Katrín

Núna hefur Katrín fengið skömm í hattinn frá formanninum fyrir ummælin um að VG ætli að lækka laun og hækka skatta, en það átti ekki að segja frá þessu fyrr en eftir kosningar.

Núna keppast þingmenn og ráðherrar VG við að segja að þessi ummæli sé misskilningur.

Ég feginn að Katrín talaði af sér


mbl.is Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Heill og sæll Gísli!

Mér fannst þetta með því heiðarlegra sem ég heyrt í þessari kosningabaráttu.

Það hefur ENGINN flokkur þorað að kynna raunverulegar konkret hugmyndir hvernig megi skera niður ríkisútgjöld um 50-60 milljarða fyrir 2010, svo hallinn það ár verða "bara" í kringum 100 milljarðar.

Einar Karl, 16.4.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hæ Einar, einhverra hluta vegna þurftu þeir samt að bera þetta til baka.  Af hverju var verið að því?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.4.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Einar Karl

Það er bara til að friða BHM-arana sem svo margir kjósa VG...

Þetta er ástæðan af hverju enginn þorir að nefna neina konkret sparnaðartillögu, þú styggir alltaf EINHVERJA kjósendur. Ef Katrín hafði sagst ætla að leggja niður nýjan framhaldsskóla á Hellisandi hefðu sandarar orðið æfir og enginn þar viljað kjósa VG...

EN það eru alls ekki bara sitjandi ráðherrar sem þurfa að svara því hvernig skuli skera niður, heldur allir þeir flokkar sem telja sig eiga erindi í ríkisstjórn.

Einar Karl, 16.4.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband