6.3.2008 | 13:04
Sól, hiti, króm og drunur
Er núna staddur í Florída en hér er bara fínt veður og verður þannig vonandi áfram.
Fórum í gær inn á Daytona þar sem Bikeweek stendur yfir. Þarna koma saman þúsundir og aftur þúsundir af mótorhjólum og mótorhjólafólki og var einstök upplifun að koma þarna og fá stemminguna beint í æð.
Við reiknum með að fara aftur inn á Daytona í dag og taka inn smá meira af stemmingunni.
Ég hvet alla til þess að að prófa þetta ef þeir hafa tök á því
Athugasemdir
Kveðja til ykkar allra úr snjókomu og roki
Anna Kristinsdóttir, 6.3.2008 kl. 13:09
einhvernvegin grunar mig að nokkrir vinnufélagar okkar séu smá grænir í framan þegar þeir hugsa til þín þarna á bikeweek
góða skemmtun í sólinni og hitanum
Rebbý, 6.3.2008 kl. 17:46
Já Rebbý, ég veit um nokkra þeirra. Hef aðeins verið að nudda þeim upp úr þessu
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.3.2008 kl. 03:30
Hafið það rosalega gott á Flórída og á BIKEWEEK - við vorum þarna í fyrra og það var alveg meiriháttar gaman - hefði samt gjarnan viljað vera sjálf á mótorhjóli - var þá bara akandi og gangandi
Er einhver tenging á milli fyrirhugaðra linsukaupa og fáklæddu stúlknanna í DAYTONA
Hafið það rosalega gott
kær kveðja
Haddý
Halldóra Matt (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 23:39
Haddý, thats for me to know and you maby not to find out
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 8.3.2008 kl. 04:25
Góða skemmtun þarna úti. Það er yndislegt að vera á Florida. Kveðja úr kuldanum og slabbinu.
Bjarndís Helena Mitchell, 8.3.2008 kl. 11:30
Iss allt of heitt, eða "þau eru súr sagði refurinn" skemmtu þér rosa vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.