Sönnunarbyrgðin misjöfn

Finnst mjög einkennilegt að búið sé að dæma þennan ökumann til sviptingar ævilangt en síðan er einhver sem misnotar börn sýknaður eftir daga og vikur í dómsal þó að fullvíst sé talið að misnotkun hafi átt sér stað.

Ég er hér engan vegin að gera lítið úr þessari sviptingu en bendi á að búið sé að svipta hann áður en sannað þykir að hann hafi sýnt ofsaakstur en sagt er að rannsókn málsins hefjist innan skamms, þannig að ökumaðurinn er sviptur án dóms og laga. 

Ég skil ekki þetta misræmi á milli dóma


mbl.is Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hann hafði verið sviptur áður, sem sé, hann var próflaus þegar þessi ofsaakstur átti sér stað

Stefán (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:13

2 identicon

Þú ert nú ekki fæddur í gær og hlýtur að hafa orðið var við það á undanförnum árum að ökunýðingar eru iðulega sviptir ökuréttindum á staðnum, þannig eru lög yfir slík athæfi og í þessu tilfelli þá var viðkomandi brjálæðingur búinn að vera sviptur áður.

Stefán (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:14

3 identicon

Minnir að sviptur ævilangt sé nú 3 ár og þá má hann sækja um prófið aftur.

Jón (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:16

4 identicon

Þegar menn eru sviptir á staðnum, eins og það er kallað, þá er ekki um ævilanga sviptingu að ræða heldur tímabundna. Þú ættir að vera farinn að kannast við óvandaðan fréttaflutning fréttamiðla í dag þar sem skiptir öllu að vera fyrstur með fréttina. Í staðinn er hún kannski illa unnin með stafsetningavillum og óvönduðu orðalagi.

Birkir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:19

5 identicon

Það heitir sönnunarbyrði, vegna þess að sú byrði hvílir á ákærandanum að sanna mál sitt.

hvað varðar ökuleyfisleysi var auðséð á fréttinni að þessi ökumaður hafði verið sviptur ökuleyfi áður og var því að aka próflaus þarna á ofsahraða. Ég hefði ekki vilja verða fyrir honum þarna og þakka guði fyrir að svona mönnum er ekki sýnd linkind í lögum. Tel það með öllu óviðkomandi þeirri linkind sem dómarar sýna kynferðisafbrotamönnum. Allir sem ég þekki eru á móti henni.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:31

6 Smámynd: Áddni

Mér er spurn Guðrún, ef að allir sem að þú þekkir eru á móti þessum vægu refsingum, af hverju gerist þá ekkert ?

Er fólk hrætt við að beyta lýðræðislega kjörna fulltrúa okkar þrýstingi í þessum málum ?

Það hefur lítið uppá sig að tala um þetta yfir kaffibollanum, og gera svo ekkert í því! Það er á þína ábyrgð að standa upp og segja: Hingað og ekki lengra, og hvetja aðra til þess líka!

Nú ef þessir "allir"  sem að þú þekkir eru ekki tilbúnir til að standa með þér, þá veistu víst hver þeirra skoðun er...

Áddni, 24.10.2007 kl. 10:26

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ekkert í fréttinni segir að viðkomandi ökumaður hafi verið sviptur áður.  Skil ekki hvernig hægt sé að segja að það sé auðséð á fréttinni.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.10.2007 kl. 13:07

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sjálfsagt eins og með annað, ef fólk veit betur þá telur það eitthvað augljóst fyrir aðra þó svo við höfum ekki hugmynd um það, ekki sá ég það frekar en þú.  Annars datt mér í hug að það væri gott að geta svipt níðinga kynfærum sínum.  Já, ég er grimm.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 17:05

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ásdís, þú hefur ekki ein hugsað þetta með kynfærin

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.10.2007 kl. 17:09

10 Smámynd: Hundur

hahaha

Ásdís þessi var skondinn....en hvernig yrði þá skilorðsbundinn dómur, græurnar innkallaðar tímabundið. haha.  þú ert ekkert grimm.

Hundur, 24.10.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband