Samfylkingin er á móti breytingum

Hér kemur í ljós eins og ég hef haldið fram að Samfylkingin og aðrir kommúnistar eru á móti framþróun og breytingum.  Hjallastefnan er ein af framsæknustu menntastofnunum landsins og væri leitt ef þetta næði ekki fram að ganga.  Næst munu þau örugglega fara fram á að setja þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Gætu líka tekið upp á því að beita Bessastaðabóndanum fyrir sig.

Ég er fylgjandi einkaframtaki í menntamálum


mbl.is Greiddu atkvæði gegn samningi við Hjallastefnuna um Laufásborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir að lesa fréttina betur! Þetta ,,kommúnistíska" skólakerfi sem þú vísar til hefur líklega kennt þér að lesa. Samf. er á móti því að gjöldin verði hækkuð en ekki á móti innleiðingu Hjallastefnunnar sem þegar er rekin í leikskólanum.

Það vekur annars athygli mína að 4 af 5 síðustu færslum hjá þér varða Samfylkinguna...það er greinilegt að það eru fleiri en Vi-grænir sem hafa hana á heilanum :)

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:40

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er Vilhjálmur eitthvað sár?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.6.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: arnar valgeirsson

Ekki veit ég hvort Vilhjálmur er sár, en hann bendir þér hins vegar réttilega á að lesa greinina alla áður en þú kemur með svona blammeringar. fólk vinstra megin við miðju er ekki á móti öllu, þó einhverjir vinir þínir hafi kannski sagt þér það. Stjórnarandstaðan þarf nú að veita ykkur aðhald svo þið valtið ekki yfir allt og alla, ævinlega hreint. Aldrei er nú minnst á það sem andstaðan samþykkti í fyrri stjórn. ég er nú bara mjög ánægður með þær Oddnýju og Svandísi.

arnar valgeirsson, 7.6.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ja hérna eru til svona óupplýstir menn eða ertu bara að grínast

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2007 kl. 23:33

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sumir sjá bara það sem þeir vilja sjá. 

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 8.6.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband