9.8.2007 | 01:45
Borgarspítalinn - frábær þjónusta
Fór nú í fyrrakvöld á bráðamóttökuna hjá Borgarspítalanum og verð að segja að þótt ég væri ekki með mjög merkilegt vandamál miðað við marga aðra sem þar voru þá fékk ég einstaklega góða þjónustu hjá læknum og hjúkrunarfólki og mætti ég þar einstaklega góðu viðmóti.
Var mættur þar um kl. 16:30 og farinn út um kl. 23:00 og var boðið upp á hressingu sem var í formi ristaðs brauðs með osti og djús en brauðið kom til mín smurt og á bakka og síðan sótt til mín þegar ég var búinn að næra mig.
Einstakt var að fylgjast með móttökum sem fólk í allskonar ásigkomulagi var að fá hjá hjúkrunarfólki en þrátt fyrir mikinn eril þetta kvöld var allt andrúmsloft mjög afslappað og þægilegt.
Ég held að við búum við mjög góða þjónustu á okkar spítölum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 23:17
Enn meiri gúrka
Enn og einu sinni sést hvað er mikil gúrkutíð á landinu þegar Mogginn sér ástæðu til þess að segja frá einhverri málverkasýningu á Eyrarbakka. Er hér alls ekki að gera lítið úr þeim sem búa á Eyrarbakka eða þá myndlistarmanninum, en þetta er sett inn sem frétt.
Ég veit ekki hver þessi mynlistarmaður er.
![]() |
Hallur Karl sýnir á Eyrarbakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2007 | 22:58
Síðasti naglinn í kistuna
Þar held ég að vonir KR-inga um að halda sér uppi í deildinni séu endanlega farnar út í veður og vind en svona tap getur ekki talist óheppni.
Ég segi það enn og aftur, KR á eftir að falla í haust
![]() |
Valur sigraði KR 3:0 í Vesturbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2007 | 19:35
Montreal
Fer á morgun til Montreal með fjölskyldunni og verð að segja að það er töluverður spenningur vegna þessa.
Yngsti maðurinn á heimilinu er stöðugt að spyrja hvað sé langt í klukkustundum og mínútum þar til við förum en hann og bróðir hans fóru í klippingu í dag þannig að þeir verði ekki landi og þjóð til skammar.
Reikna með að vera með einhverja pistla í gangi frá Montreal og mun þá segja frá því markverðasta sem á daga okkar mun drífa og vona að meira verði að frétta þaðan heldur en í gúrkutíðinni sem er hér heima.
Ég er líka nýlega klipptur og farinn að hlakka "doltið" til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 22:49
Mótmælaaðgerðir?
Þetta er örugglega eitthvað sem VG og "Saving Iceland" standa fyrir.
Ég er alveg viss um það
![]() |
Truflun í spennustöð olli keðjuverkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2007 | 22:48
Spádómurinn minn rættist
Í síðustu viku spáði ég því að Olíufélögin myndu hækka verð á eldsneyti um verslunarmannahelgi og hvað gerist síðan.
Ég hlýt að búa yfir skyggnigáfu
![]() |
Eldsneyti hækkaði í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 22:47
Hvernig getur viti hreppt verðlaun?
Hefði ekki verið eðlilegra að geta þeirra sem bjuggu til vitann en þeirra er ekki getið í fréttinni?
Ég hefði talið eðlilegra að geta þeirra sem sáu um "smíðina"
![]() |
Viti hreppti verðlaunin í sandkastalakeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 17:09
Rennur af stað ungi riddarinn
Rosalega eru þeir heppnir að geta verið á mótorhjólum í vinnunni.
Ég vildi að ég ætti svona mótorhjól
![]() |
Fjögur sérútbúin lögreglubifhjól tekin í gagnið - bylting fyrir umferðardeildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.8.2007 | 17:09
Fyrirsögn sem má misskilja
"Maður grunaður um þrjár íkveikjur í haldi lögreglu" er fyrirsögn sem má skilja þannig að hann sé grunaður um þrjár íkveikjur á meðan hann var í haldi lögreglu. Einhvernvegin finnst mér eins og Mogganum sé að fara aftur í mörgu sem þeir skrifa.
Ég er kannski bara svona laginn við að misskilja?
![]() |
Maður grunaður um þrjár íkveikjur í haldi lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 17:08
Nafn með réttu
Er eitthvað óeðlilegt að það skuli ekki vera ljós í Skuggahverfi.
Ég held að ég ætti að gefa út brandarabók
![]() |
Rafmagnslaust í hluta Skuggahverfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)