20.9.2009 | 16:59
Getur þetta verið?
Getur það verið að Ögmundur ætli sér að loka St. Jósefsspítala?
Getur virkilega verið að hann ætli að gera það sama og hann fordæmdi Guðlaug Þór fyrir á sínum tíma?
Getur verið að það að hætt við það sem Guðlaugur Þór var búinn að ákveða hafi aðeins verið kosningatrix á Ögmundi?
Ég held að við mörg bíðum spennt eftir því að sjá hvað verður í þessu máli
St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2009 | 20:59
ICE SAVE samningnum hafnað aftur
Hvað ætla Jóhanna og Steingrímur að þráast við lengi?
Á núna að halda áfram að reyna að verja glæpinn?
Hvenær mun ríkisstjórnin viðurkenna að búið er að fella ICE SAVE samkomulagið?
Ég vona núna að heilög Jóhanna og Steingrímur játi sig sigruð í þessu máli
Óska eftir trúnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2009 | 23:32
Jóhanna fékk símtal
Jóhanna fékk símtal frá Bretum en hélt að það væru frönsku fréttamennirnir aftur og skellti á.
Ég segi bara svona
Engin viðbrögð enn vegna Icesave-fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 16:45
Hvar eru ráðherrarnir okkar?
Alveg er það merkilegt að forsætisráðherra landsins virðist vera flúinn land eða þorir ekki að koma fram til þess að tala máli okkar Íslendinga? Getur verið að hún óttist það að Bretar og Hollendingar skilji hana ekki?
Hvar er utanríkisráðherrann sem talaði svo digurbarkalega eftir fall bankanna og vildi aðgerðir að okkar hálfu eftir að Bretar beittu okkur Íslendinga og NATO þjóð hryðjuverkalögum?
Getur verið að fjármálaráðherra sé forsætisráðherra á bak við tjöldin?
Er Eva Joly kannski búin að yfirtaka þrotabúið?
Ég tel að við höfum heimtingu á því að ráðherrarnir okkar vinni vinnuna sína og komi fram fyrir skjöldu og berjist í okkar þágu
Bankahrun líkist máli Madoffs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2009 | 19:32
Vanhæfur ekkiflokkur
Hvernig gat annað gerst en að "ekki flokkurinn" snérist á móti sínum eigin samherjum.
Ég held að þetta hafi bara verið spurningin um hvort heldur um hvenær þetta myndi gerast
Átök innan Borgarahreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2009 | 00:09
"Skjaldborg" um aldraða og öryrkja?
Hvernig má það vera að fyrrverandi skjólstæðingar Jóhönnu Sigurðardóttur lenda í gríðarlegri skerðingu eins og þessari?
Getur verið að boðuð skjaldborg ríkisstjórnarinnar sé að snúast upp í gjaldborg?
Ég bara spyr
Ósáttir að vera krafðir um endurgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.7.2009 | 00:13
ÁFRAM ÍSLAND
Ágætu þingmenn
Köstum ekki íslensku þjóðinni í gin ljónsins en það er ljóst að við munum endanlega glata okkar sjálfstæði ef við ætlum eð leyfa háum herrum í Brussel að ráðskast með okkar mál.
Það hefur sýnt sig t.d. í Ice-save málinu og í samskiptum við IMF að við erum algjörlega varnarlaus og lítið peð í höndunum á stórveldunum.
Ég skora á ykkur ágætu þingmenn að segja nei við ESB aðild - ÁFRAM ÍSLAND!
Niðurstaða um ESB á hádegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 18:17
Kemur ekki á óvart
Það kemur ekki á óvart að flokksmenn VG séu ekki ánægðir með formanninn sinn. Hann fer þvert á flest sem hann boðaði í kosningabaráttunni.
Ég er hissa á að þetta hafi ekki komið fram opinberlega fyrr
Steingrímur ómerkingur orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 22:12
Seðlabanki Samfylkingarinnar hefur talað
Jóhanna lét bera Davíð Oddsson út úr Seðlabankanum og vildi setja þar inn fólk sem hún treysti.
Hvað ætlar Jóhanna að gera núna eftir að Seðlabanki Samfylkingarinnar og VG fordæmir samninginn um Icesave-samninginn?
Ég sé ekki annað en að ríkisstjórnin muni fara eftir áliti Seðlabankans?
Icesave gjaldfalli ef Landsvirkjun bregst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 21:57
Með svipuna á lofti
Hvað ætli sé búið að berja marga stjórnarliða til hlýðni í þessu máli?
Ég held að við fáum aldrei að vita það
EES-samningurinn var í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)