ICE SAVE samningnum hafnað aftur

Hvað ætla Jóhanna og Steingrímur að þráast við lengi? 

Á núna að halda áfram að reyna að verja glæpinn?

Hvenær mun ríkisstjórnin viðurkenna að búið er að fella ICE SAVE samkomulagið?

Ég vona núna að heilög Jóhanna og Steingrímur játi sig sigruð í þessu máli


mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er mikill misskilningur hjá þér að búið sé að fella þennan samning. Óskhyggja stjórnarandstöðunar um uppgjöf þessarar ríkisstjórnar eru draumórar sem ætti að spara verulega.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hólmfríður, Bretar og Hollendingar, hafna þeirri niðurstöðu, er Alþingi komst að. Aftur á móti, sýna þeir þó sveigjanleika, þ.s. að í stað þess að setja allt í frost, koma þeir með gagntilboð.

Alþingi, getur lokið málinu, með því að samþykkja það gagntílboð, en Alþingi getur einnig, komið fram með nýtt tilboð á móti þeirra gangtilboði,,,og þannig, hafist samningaviðræður, er geta orðið stuttar - eða kannski ekki.

En, eitt er þó sannað - að Indriði og Steingrímur höfðu margítrekað rangt fyrir sér; að, ekki væri möguleiki til að endursemja við Breta og Hollendinga, að - samningurinn hefði verið það besta er hægt var að ná fram, að samningurinn væri tiltölulega góður miðað við aðstæður.

Allar þessar fullyrðingar eru nú afsannaðar með öllu, þeim báðum til ævarandi háðungar, og ríkisstjórninni einnig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.9.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hólmfríður, ég skil ekki hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki búið að hafna samningnum.  Getur verið að þú sért bara svona blind á þá sem sitja nú við stjórnvölinn?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.9.2009 kl. 07:37

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hver er blindur spyr ég nú bara?  Hjákátlegt er vælið í Þorgerði Katrínu þar sem hún mótmælir og mótmælir eigandi sjálf þátt í allri spillingunni og stjórnaði hrunferlinu öllu ásamt samflokksmönnum og Framsókn. Stjórnarandstaðan hagar sér lítilmannlega verð ég að segja. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.9.2009 kl. 10:24

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þórdís, er ekki ljóst að það er búið að hafna þessum samning tvisvar?

Sagði Alþingi Íslands ekki nei við samningnum sem Bretarnir lögðu fyrir og sögðu Bretarnir ekki nei við því sem við lögum til?

Er þetta ekki tvöföld höfnun?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.9.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband