17.10.2007 | 23:53
Þegar væntingarnar eru miklar
Allir "íþróttaspekúlantar" voru búnir að spá því að þessi leikur væri bara ef við virðumst því miður alltaf klúðra þeim leikjum og stöndum síðan á hárinu á sterkari þjóðum. Hér er eitthvað sem vantar upp á í huganum hjá "strákunum okkar".
Ég er verulega spektur með það að skíttapa eins og við gerðum í kvöld
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 17:10
Illa skrifuð frétt
Þessi frétt er vitlaust stafsett og orðum sleppt úr.
Ég held að menn verði að nota púkann til þess að lesa yfir
Gísli Marteinn: Milljarðar renna til manna sem stýrðu Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2007 | 17:03
Fyrstu mistök nýs meirihluta
Eru hér komin fyrstu mistök nýs meirihluta i Reykjavík og þau eru varla tekin við? Getur það staðist að Margrét Sverrisdóttir sé ekki gjaldgeng í nýjum meirihluta?
Ég held að mistökin hjá þeim verði mun fleiri
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 23:26
Vilhjálmur eða Bjarni - hvor var trúverðugri?
Eftir að hafa horft á Vilhjálm og Bjarna í Kastljósinu í kvöld er ég viss um það að annar þeirra er ekki að segja satt um minnisblaðið og er það ekki Vilhjálmur.
Bjarni Ármannsson var stöðugt að fara undan í flæmingi og tók ég sérstaklega eftir því að hann forðaðist að horfa í augun á Vilhjálmi en þannig hagar sá sér sem hefur ekki hreina samvisku. Ef atferlisfræðingur eða aðilar vanir yfirheyrslu myndu skoða hvernig Bjarni var allt viðtalið þá kæmust þeir örugglega að sömu skoðun og ég.
Áður hef ég sagt hér að ég trúi Vilhjálmi ekki til þess að segja ósatt um þessa hluti og held ég mig áfram við það eftir þetta viðtal. Rétt er að taka það fram að ef ég hefði kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík hefði ég ekki kosið Vilhjálm í fyrsta sæti.
Ég trúi Vilhjálmi nú sem áður
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.10.2007 | 23:12
Ekkert óeðlilegt við þessa niðurstöðu
Þessi niðurstaða í skoðanakönnun eftir allt sem á hefur gengið er ekkert óeðlilegt. Þegar Fréttablaðið hefur sett þessa könnun af stað hafa þeir fyrirfram vitað að t.d. Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki mælast vel, en eins og vitað er þá er Fréttablaðinu og eigendum þess ekki mjög hlýtt til Sjálfstæðisflokksins.
Ég veit að þegar nýr meirihluti mun steyta á einhverju skeri mun niðurstaða úr skoðanakönnunum verða önnur.
Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2007 | 23:06
Aftur segir frétt um þetta ekkert um hver stóð fyrir þessu
Ef Lettarinir hefðu staðið fyrir þessu þá hefði það örugglega verið nefnt í fréttina og því verð ég sem lesandi að draga þá ályktun að íslenskir stuðningsmenn hafi staðir fyrir þessu og er það okkur til mikillar skammar.
Ég held að þetta lið verði að skammast sín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 23:02
Frábært
Frábært að heyra að þessu en ég tel að bygging álvers við Húsavík eigi eftir að vera mikil lyftistöng fyrir Norðurland.
Ég styð þetta heilshugar
Kjördæmisráð D-lista lýsir stuðningi við byggingu álvers við Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2007 | 23:04
Þetta held ég að þurfi frekari útskýringu
Er ekki rétt að Björn Ingi útskýri þetta frekar?
Ég tel að hann verði að svara fyrir þetta
Vildi styðja samrunann aftur þó fundur yrði dæmdur ólöglegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2007 | 22:57
Kryfjum málið
Er ekki rétt að málið sé krufið og allt, ég segi allt, dregið fram í dagsljósið. Ef hægt er að sýna fram á að Björn Ingi eða einhver annar er að ganga erinda sinna manna á hann að segja af sér og allt það ferli sem komið er í gang að ganga til baka. Ef hægt er að sýna fram á að aðrir hafi komið að þessu með þessum hætti ber að víkja þeim frá þessu máli.
Ég hvet menn til þess að kryfja málið til fulls
Áhrifamenn í Framsókn hluthafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 22:51
Fréttin segir í raun ekki neitt
Hvað gerðist á leiknum eða eftir leikinn? Voru Íslendingar með læti eða Lettarnir?
Ég skil ekki þennan fréttaflutning
Átök fótboltaáhugamanna stöðvuð í fæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)