12.11.2007 | 17:19
Skemmtilegt tungumál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 17:16
Hverjir eru þessir
Hverjir eru þessir svokölluðu "hollvinir"? ´
Við værum ekki að lenda í þessu ef ríkið myndi selja RÚV en ríkið á ekki að standa í samkeppnisrekstri. Meðan RÚV er opinbert fyrirtæki mun það aldrei skila krónu til ríkisins.
Ég er á því að við eigum að selja RÚV við fyrsta tækifæri
Hollvinir RÚV mótmæla samningi við Björgólf Guðmundsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 17:01
Hverju er hér um að þakka?
Verður ekki að teljast frábær árangur að atvinnuleysi hér á Íslandi sé undir 1%?
Spáið aðeins í hvernig þetta gæti verið ef t.d. VG eða Samfylkingin hefðu haldið um stjórnartaumana á undanförnum árum. Samfylkingin og VG fundu að öllu sem síðasta ríkisstjórn vildi gera.
Ég held að hér væri mikið atvinnuleysi ef VG og Samfylkingin hefðu haldið um stjórnartaumana
Atvinnuleysi 0,8% í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 23:12
Lítur vel út á pappírnum
Svona auglýsing lítur vel út á pappírnum en þegar betur er að gáð er þetta mjög ómerkilegt tilboð.
Ég hef ekki áhuga á að skipta við SPRON
300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2007 | 22:56
Landsliðsfyrirliðinn
Ekki fannst mér Eiður komast inn í leikinn í kvöld en stundum hefði mér þótt að félagar hans hefðu mátt gera meira af því að setja á hann boltann í staðin fyrir að reyna sjálfir að böðlast í gegnum vörnina.
Er það bara ég eða voru félagar hans markvisst að sleppa því að senda á hann boltann í vítateignum?
Ég er mjög stoltur af því að Íslendingur sé að spila með Barcelona
Eiður lék 20 mínútur í sigri Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2007 | 17:03
Engin alvöru samkeppni á eldsneytismarkaði
Það er engin alvöru samkeppni á eldsneytismarkaði en olíufélögin virðast vera sátt við sitt og eru ekkert að gera til þess að lækka eldsneytisverðið. Það er öruggt að þegar eitt olíufélag hækkar verðið þá koma hin í kjölfarið.
Getur það talist eðlilegt á markaði sem gæti með smá vilja verið samkeppnismarkaður.
Atlantsolía kom af miklum krafti inn á þennan markað en passa sig á því að vera aðeins undir hinum og hef ég ekki enn tekið eftir einhverjum "drastískum" verðlækkunum hjá þeim.
Ég væri til í að stofna fyrirtæki sem færi í alvöru samkeppni við olíufélögin - vill einhver koma með mér í það?
Enn hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 17:01
MBL.is ber höfuð yfir herðar í netmiðlum
Hvað sem þessari niðustöðu líður þá er ég á því að fréttamennskan á mbl.is er ekki eins vönduð og hún var og má oft sjá að þeir eru greinilega ekki að láta "púkann" yfirfara hjá sér ritunina. Ég hef svo sem ekki mikinn samanburð þar sem ég er ekki á öðrum fréttamiðlum en finnst mbl.is vera að reyna einhverskonar "æsifréttastíl", allavegana í fyrirsögnunum.
Þessi niðurstaða finnst mér sýna að "Baugsmiðlarnir" njóta ekki eins mikils trausts og vinsælda og þeir vilja halda fram. Þó að Fréttablaðið sé vissulega að skora hátt í skoðanakönnunum þá verður að íhuga það að blaðið er jú borið frítt út á öll heimili og óeðlilegt að það væri ekki að skora hátt ef það er borið saman við Morgunblaðið sem selt er í áskrift.
Réttlátur samanburður er það að bera saman mbl.is og visir.is og sést þar að mbl.is er langtum vinsælla heldur en visir.is. Þar sem mbl.is er ekki selt í áskrift þá velja greinilega mun fleirri mbl.is heldur en visir.is.
Ég reglulegur "áskrifandi" að mbl.is
Lestur á mbl.is eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.11.2007 | 08:55
Bensínið dýrara á morgun
Sennilega verður bensínið líka dýrara á morgun en stundum "heldur" maður að það sé samráð á þessu bensínmarkaði.
Ég er örugglega ekki einn um þessa skoðun
Maturinn dýrari á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 23:31
Playstation
Þetta eru svona úrlsit eins og maður hefur séð í Playstation en ekki í sterkum deildum, hvað þá í meistaradeildinni. Mínir menn sýndu frábæra takta og gekk allt með okkur.
Ég var roslalega stolltur af mínum mönnum í kvöld
Liverpool skoraði 8 mörk og metsigur á Meistaradeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 21:21
6-0 fyrir Liverpool
Fljótt að gerast en Liverpool var að skora 6. markið og þvílíkt sýningarmark.
Ég bíð eiginlega eftir fleiri mörkum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)