Hvað er að óttast?

Hvað er að óttast í því þó að einn maður komi inn sem ritstjóri á dagblaði?  Getur verið að sumt fólk á þingi óttist eitthvað sem Davíð Oddsson veit um það?

Ég skil ekki að fólk sé að hlaupa upp til handa og fóta út af einni ráðningu


mbl.is Davíð: Mun nýta reynslu úr fyrri störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gísli, venjulegu fólki er bara svo fulkomlega ofboðið þegar maðurinn sem ekki aðeins seldi Landsbankann ICESAVE-hrunurunum heldur ruddi allri þeirri stefnu braut sem leiddi til hrunsins á að fara stýra umfjöllun virtasta dagblaðs landsins næstu misseri og ár sem án vafa mótast mjög af þessum atburðum öllum.

Það væri líkt og NIXON hefði orðið ritstjóri stærstu fjölmiðla USA eftir Watergate.

Það þarf engan annan ótta eða aðra pólitík en óttann við skelfilegt og almenn siðleysi Davíðs Oddssonar. Flestir sem hafa og verða verst fyrir barðinu á honum persónulega eru Sjálfstæðisflokksmenn, - Sjálfstæðisflokksmenn í „röngum“ fylkingum spilltra viðskipta og auðs, Sjálfstæðisflokksmenn sem eru ekki í spilltum fylkingum Davíðs heldur öðrum spilltum fylkingum SJálfstæðisflokksmanna.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.9.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Helgi, ef þér mislíkar þetta þá getur þú alltaf sleppt því að lesa Moggann

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.9.2009 kl. 00:43

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er alveg rétt Gísli enda sagði ég Mogganum upp í gærkvöldi með tölvupósti og fékk uppsögnina staðfesta með svari áskirftadeildar í dag.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.9.2009 kl. 00:46

4 Smámynd: Einar Karl

Heill og sæll Gísli!

Þú segir:

Getur verið að sumt fólk á þingi óttist eitthvað sem Davíð Oddsson veit um það?

Davíð er nokkrum sinnum búinn að lýsa því yfir að hann viti heilmargt, m.a. uim ástæður þess að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög, gott ef það var ekki fyrir áramótin síðustu, í erindi hjá Viðskiptaþingi. Í frægu Kastljósvðitali nokkru síðar kom hann líka inn á að hann vissi sko fjölmargt og blakaði blaðabunka því til staðfestingar. Ekkert af þessu hefur hann upplýst um enn, samt eru liðnir margir mánuðir. Ætlar hann að ljóstra því upp í nýja djobbinu? 

Einar Karl, 26.9.2009 kl. 00:58

5 identicon

Það er satt að varasamt er að setja jafn umdeilann mann í svona stöðu. Hví ekki að velja einhvern sem er ekki svona tengdur hruninu? Þetta er svipað eins og að dómari dæmdi í máli skyldmenna sinna og væri því vanhæfur hvort sem dómurinn væri réttur eða ekki.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 03:01

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Einar, ég vona að DO muni upplýsa um hvað það var sem varð endanlega ástæða fyrir því að Bretarnir settu á okkur hryðjuverkalögin.

Helgi, hvað finnst þér um að Jón Ásgeir hafi fengið að stýra hér fjölmiðlum á undanförnum árum.  fjölmiðlalögin hefðu komið í veg fyrir það. 

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.9.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband