Þingmaður VG ávíttur af Forseta Alþingis?

Heyrði af því í gær að Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG hafi verið ávítt af Forseta Alþingis fyrir framgöngu hennar og hluttekningu þegar búsáhaldabyltingin svokallaða gekk yfir.

Heyrði einnig af því að sendinefnd frá VG hafi mætt á fund hjá aðilum frá Landssambandi Lögreglumanna til þess að biðjast afsökunar á framgöngu Álheiðar gagnvar lögreglumönnum við skyldustörf.

Getur verið að þetta sé rétt?

Ég skora á fjölmiðla að komast að því rétta í þessu


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mátti reyna

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Davíð Löve.

Ég heyri líka margt, en kokgleypi ekki hlutina eins og saklaust barn.

Davíð Löve., 16.4.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Væri ekki betra að koma þessu á hreint?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.4.2009 kl. 23:51

4 identicon

Ég heyrði líka í gær að Guðlaugur Þór hefði lofað sýknu í Baugsmálinu ef flokurinn fengi vænan styrk frá félaginu, og að Landsbankanum sáluga hafi verið lofað vænni sneið af orkuútrásinni gegn litlum 30 milljónum.

Heyrði einnig af því að B.Bjarnason hefði greitt væna summu í sjóði Landsambands Lögreglumanna ef óeirðsveitin myndi taka almennilega á mótmælendum og stjórnleysingjum.

Getur verið að þetta sé rétt?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:37

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvað veit maður Elvar.

Eru mótmælendur VG ennþá með mjólkina í augunum?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 17.4.2009 kl. 14:12

6 identicon

 Ertu að meina mótmælendur Sjálfstæðisflokksins úr VG?

Mótmælendur VG væru sennilega ungir sjálfstæðismenn? En þeir eiga svo ríka pabba að þeir baða sig líklegast upp úr mjólk. Ég get rétt ímyndað mér að hún fari þá í augun líka. Þú veist kannski meira um það, verandi tíður gestur á heimasíðu sjálfstæðisfélags Garðarbæjar.

Mótmælendur Sjálfstæðisflokksins úr VG, og öðrum flokkum eða óflokksbundnir einstaklingar(það eru nú ekki nema 2-3000 manns í VG á öllu landinu) sem fengu piparúða í augun eru líklega búnir að hreinsa í sér augun. Enda nokkrir mánuðir síðan. Nema náttúrulega hústökufólkið af Vatnsstígnum, einhverjum gæti sviðið enþá, en þá er einmitt gott að nota mjólk.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:20

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Jahérna Elvar

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.4.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband