3.2.2009 | 21:47
Sporin skelfa
Þeir sem eldri eru muna mjög vel hvernig ástandið var á árum áður þegar vinstriflokkar voru við stjórnvölinn.
Þeir sem eldri eru muna vel eftir skattpíningu vinstri stjórna, gengisfellingum og hinum alræmda Skattmann sem alla var að drepa með sköttum og álögum.
Þeir sem eldri eru muna vel að vinstristjórnir hafa staðið fyrir skattheimtu, höft og minni þjónustu.
Þeir sem yngri eru ættu að muna að mesta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar varð til undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.
Bæði ungir og aldnir ættu að hlusta vel á málflutning nýrrar ríkisstjórnar. Þau vilja núna fara auðveldu leiðina sem alltaf var farin á árum áður. Hækka vexti og skerða þjónustu.
Góðir hlutir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir á undanförnum 18 árum mega ekki falla í skuggann af þeim atburðum sem dunið hafa yfir á okkur á undanförnum vikum og mánuðum.
Ég hvet ala til þess að kynna sér gjörninga undanfarinna vinstristjórna
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja hérna! Er hægt að vera heimskari?
Kristján H Theódórsson, 3.2.2009 kl. 21:56
Kristján, um hvað ertu að spyrja?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 22:04
Gísli, það er augljóst hvað Kristján er að fara.
Ég hugsaði það sama eftir að hafa lesið bloggið þitt.
Það er afskaplega furðulegt að fólk skuli elska nauðgara sína eftir aðra eins útreið og þjóðin hefur fengið síðastliðin 18 ár. Ekki bætir svo úr skák þín undarlega söguskoðun. Eitt er víst Gísli, þú átt margt eftir ólært eins og allir Sjálfstæðismenn.
Magnús Bergsson, 3.2.2009 kl. 22:37
Magnús, kynntu þér sögu vinstristjórnanna sem þú virðist aðhyllast og segðu mér hvað er ekki rétt í söguskoðuninni hjá mér.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 22:46
Vinstrimenn hafa flestir gert upp sína fortíð.
Nú er hinsvegar tími til komin til að hægri menn geri það líka (þó fyrr hefði mátt vera). Það er hinsvegar skelfilegt til þess að hugsa hvað margir Sjálfstæðismenn eru veruleikafirrtir í þeim kringumstæðum sem óstjórn flokksins hefur skapað þjóðinni. Mér sýnist að þú sért einn þeirra. Í mínum huga eru þessi rúmlega 20% sem enn styðja Sjálfstæðisflokkinn sálfræðilegt rannsóknarefni.
Stjórnmálaflokkur er ekki fótboltalið sem þú getur haldið með þó það geri mistök.
Magnús Bergsson, 4.2.2009 kl. 00:35
Gísli: hlustaðir þú á Sigurð Kára í Kastljósinu í gærkvöldi. Vildi hann ekki einmitt skerða þjónustu og spara hjá ríkinu, þ.e. segja upp fólki? Árni Páll greindi frá í sama þætti að réttara væri að hækka skatta á þá sem meira mega sín frekar en þeirra sem eiga minna og hafa misst vinnu. Er það óréttlátt?
Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.2.2009 kl. 09:28
já hún er mjög ,,tragíkómisk" þessi hræðsla hægri manna við spor vinstri manna þegar spor hægri manna eru svo miklu skelfilegri og dýpri. Má ég þá biðja um vinstri sporin:)
Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.2.2009 kl. 09:33
Þórdís, ég tel að það eigi frekar að skerða þjónustu tímabundið heldur en að hækka stattana.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.2.2009 kl. 17:04
Ég er á sama máli og þeir sem skrifa hér í andsvörum. Ég er það gamall að ég man alla þá tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið þessari þjóð í þrot,þú segir að vinstri flokkar hafi komið með skattpíningu,það er bara ekki satt og þú ættir að lessa allar blaðsíðurnar,vinstri flokkar hafa viljað jafna skatta þannig að þeir sem þéna mikið borgi meira en hinir sem þéna lítið minna og ef það er óréttlátt þá eru reiknimeistarar út á þekju.Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað sattpína láglaunafólkið á kostnað fyrirtæja og þeirra sem hafa háar tekjur það er þessi réttsýni sem þú telur þig hafa sem ert kannski búinn að spá í stjórnmál í tíu til fimmtán ár.
Guðjón H Finnbogason, 6.2.2009 kl. 14:25
Alveg er það dæmalaust fyrir vinstri menn að þegar sett er á blað málefni sem þeim þóknast ekki þá er það afgreitt sem heimska e.þ.h nú eða ráðist í persónuna sem setur hugrenningar sínar á blað sbr, athugasemd hér að ofan "Er hægt að vera heimskari" !!!!! Þvílík lágkúra.Ísland lenti í alþjóðlegri bankakreppu. Litla hagkerfið okkar hafði minni varnir en flest önnur. En það var mikilvægt í þessu að ríkissjóður var nánast skuldlaus og gat endurreist bankana. Skuldastaða eða skuldleysisstaða hins opinbera var þetta góð eftir langvarandi stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins, sem hafði greitt niður nánast allar sínar skuldir. Flokkurinn tók við mjög skuldsettum ríkissjóði árið 1991 þrátt fyrir geysilega skattlagningu áratugina á undan.Flott innlegg hér að ofan.
Gísli Gíslason, 9.2.2009 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.