Ristilspeglun lokið

Fór í dag í ristilspeglun og kom hún mjög vel út og virðist sem að ristilkrampar hafi verið að hrjá mig.  Magaspeglunin fyrir helgi sýndi einhverjar magabólgur sem eiga samt ekki að teljast óeðlilegar.

Ristilspeglunin var mun minna mál en ég þorði að vona en undirbúningurinn gekk út á mat og fæðu án innihalds en ég er búinn að fylla mig af gosdrykkjum, orkudrykkjum og kjötsoði.  Fékk síðan hægðarlosandi lyf og ætlaði varla að trúa hvað hægt væri að eiga margar salernisferðir á einum degi.

Niðurstaða þessara rannsókna virðist sýna að ekkert alvarlegt er í gangi hjá mér og er öllum frekar létt yfir því. 

Ég hef nú aftur eðlilegar hægðir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að hafa góðar og mjúkar hægðir skipta miklu máli.Það er alltof mikið feimnismál hjá fólki að tala um hægðir,en það má lesa mikið´´útúr þeim,,.Harðar hægðir í sí og æ,geta komið af stað gyllinæð sem er oft erfitt að losna almennilega við.Trefjaríkt fæði skiptir miklu máli,og vatnsdrykkja.Góðar hægðir,góðir hálsar.

Númi (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að vel gekk, vona að þér líði þolanlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gunnlaugur, blöðruhálsinn er eftir en ég hlýddi á merkilegar fyrirlestur um það fyrir nokkru en finnst nóg komið af svona rannsóknastússi í bili.

Takk Ásdís.  Fyrir mestu núna er að orsökin virðist vera fundin og hægt að finna bót á því en ég er loksins kominn með töflur sem eiga að koma í veg fyrir verki.

Númi:  Mínar hægðir hafa ekki veirð mér feimnismál en sumum finnst ég stundum vera of opinskár um þær

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 6.8.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Rebbý

ert líka allur annar að sjá - eða varst það í morgun
gott að það er komin niðurstaða í málið

Rebbý, 6.8.2008 kl. 15:48

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Já Rebbý, maður er aðeins létt að það sem er að sé "aðeins" þetta.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 6.8.2008 kl. 21:16

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Gott að orsökin er fundin og til meðferð við því. Til hamingju með það. Stress getur líka haft áhrif á ristilkrampa, það er um að gera að reyna að takmarka það eftir bestu getu.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.8.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég þoli ekki ristilkrampa - fæ  hann af og til en samt minna nú en áður.

Gangi þér vel á batabrautinni.

Edda Agnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband