Hvort er betra (eða verra)?

Er ekki betra að veiða örfáa hvali heldur en að láta þá éta fiskinn "okkar" úr hafinu?

Er ekki betra að fórna örfáum túristum heldur en að láta heilu og hálfu byggðalögin nær þurrkast úr vegna minnkandi afla?

Ég styð þessar hvalveiðar


mbl.is Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Samkvæmt vísindavef Háskóla Ísland er áætlað að þær 83 tegundir hvala, sem finnast í heiminum, éti um 300 til 500 milljón tonn af sjávarfangi árlega. Þetta er um það bil 3 til 5 sinnum meira en fiskveiðifloti allra landa aflar samanlagt. Mestur hluti fæðunnar er áta og smokkfiskur, sem eru fisktegundir sem menn nýta ekki. Talið er að hvalir við Ísland éti um 6 milljónir tonna af sjávarfangi árlega, sem skiptist niður í um 4 milljónir tonna af átu og smokkfiski og 2 milljónir tonna af fiski. Til samanburðar má nefna að við Íslendingar fiskum um 1,5 milljónir tonna af fiski árlega eða 0,5 milljónum tonna meira en Hrefnan étur, en svo skemmtilega vill til að það er einmitt hún, sem étur langmest af fiski eða um 1 milljón tonna af fiski árlega.

Þeir sem eitthvað vita um landsbyggðina, vita að ekkert hefur haft jafn slær áhrif á byggð þar og þegar aflaheimildir hafa verið seldar í burtu, færðar í burtu skornar niður. Kvótinn hefur fráfaldlega verið skorinn niður á undanförnum árum og allir, sem eitthvað velta þessum hlutum fyrir sér vita að þar hefur hvalurinn einnig áhrif.

Þráttir fyrir að hvalurinn hafi skaðvænleg áhrif, þegar honum fjölgar um of, hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að það sé botnvarpan, of mikil loðnuveiði og þessi gífurlega stóru skip, sem hafa gengið frá fiskistofnunum. Við ættum kannski að hugleiða að minnka bátana og auka með því aflaverðmætið. Við útflutnings fisks frá landinu sé ég á hverjum degi verðmismuninn á frystum fiski annars vegar og ferskfiski hins vegar.

Kveðja, Guðbjörn

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband